• fim. 03. nóv. 2022
  • Lög og reglugerðir

Félagaskiptagluggar 2023

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

Á fundi stjórnar KSÍ þann 1. nóvember sl. samþykkti stjórn KSÍ fyrirkomulag félagaskiptaglugga (félagaskiptatímabila) fyrir keppnistímabilið 2023. Verða félagaskiptagluggar með nokkuð breyttu fyrirkomulagi á árinu 2023. Verður gluggum misjafnlega hagað á milli þeirra deilda sem leikmannssamningar (professional) eru heimilir gagnvart þeim deildum sem aðeins áhugaleikmenn (amateur) spila.

Eftirfarandi fyrirkomulag félagaskiptaglugga var samþykkt fyrir árið 2023:

Félagaskiptagluggi efri deilda karla og kvenna.:

Besta deild karla, Besta deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla

Fyrri gluggi (12 vikur): 2. febrúar til 26. apríl 2023
Sumargluggi (4 vikur): 18. júlí til 15. ágúst 2023

Sérstakur sumargluggi í 2. deild karla og 1. deild kvenna (2 vikur): 18. júlí til 1. ágúst 2023

Félagaskiptagluggi neðri deilda karla og kvenna.:

2. deild kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla, 5. deild karla og Utandeild karla.

Félagaskiptagluggi: 2. febrúar til 1. ágúst 2023

Tillaga um fyrirkomulag félagaskiptaglugga árið 2023 var unnin af starfshópi sem skipaður var af stjórn KSÍ á fundi 15. ágúst 2022.

Frekari upplýsingar um málið má finna í dreifibréfi til félaga um málið

Tillögur starfshóps um félagaskiptaglugga 2023