• þri. 08. nóv. 2022
  • A karla
  • Landslið

A karla - Hópurinn sem tekur þátt í Baltic Cup

Mynd - Mummi Lú

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í Baltic Cup í nóvember.  Þetta er seinna nóvember-verkefni A karla, en liðið er nú statt í Suður Kóreu þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik á föstudag.

Á mótinu leika fjórar þjóðir og eru þær Eistlandi, Lettland, Litháen og Ísland. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember. Liðið mætir svo Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember.

Aðspurður sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla að sér lítist vel á mótið. “Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið.”

Arnar segir vera stíganda í leik íslenska liðsins og stöðugleika í hópnum. “Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik.”

“Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði.”

Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það.”

Hópurinn

Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir

Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir

Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir

Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk

Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir

Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk

Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir

Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk

Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir

Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark

Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk

Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark

Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk

Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk

Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk

Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir

Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk

Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk

Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir

Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk

Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark

Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk