• þri. 08. nóv. 2022
  • Mótamál
  • Leyfiskerfi

Framlag frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2022

Síðastliðin ár hefur UEFA greitt félögum í efstu deild karla sérstakt framlag vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (clubs youth development). UEFA mun í ár í fyrsta sinn greiða til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar kvenna UEFA (UEFA Women's Champions League).

Þetta hefur verið hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild UEFA (UEFA Champions League). Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA renna til þróunarstarfs (clubs youth development) félaga í efstu deild karla. Í ár kemur einnig í fyrsta sinn greiðsla til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar kvenna UEFA (UEFA Women‘s Champions League). Gert er ráð fyrir því að sú greiðsla lúti sömu skilyrðum og greiðsla UEFA vegna Meistaradeildar karla. Ekki hafa borist upplýsingar um það hversu há framlögin frá UEFA eru í ár.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 50 milljóna króna framlagi til viðbótar við framlag UEFA til barna- og unglingastarfs. Þetta framlag skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda. Á fundi stjórnar KSÍ þann 1. nóvember síðastliðinn var dreifing framlagsins samþykkt og má sjá það í töflu hér að neðan.

Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) skulu sækja um styrk til barna- og unglingastarfs og sýna fram á starfsemi sína og skal það gert fyrir 31. desember 2022.

Eftirfarandi tafla sýnir framlag KSÍ til þróunarstarfs barna og unglinga til aðildarfélaga KSÍ í neðri deildum karla og kvenna sem halda úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Framlag KSÍ verður fært á viðskiptareikning aðildarfélaga KSÍ. Framlag UEFA kemur til greiðslu um leið og það berst.

 Lengjudeild karla og kvenna  Framlag KSÍ
Fjölnir  2.400.000
Fylkir  2.400.000
Grindavík  2.400.000
Grótta  2.400.000
Haukar  2.400.000
HK  2.400.000
Tindastóll  2.400.000
Vestri  2.400.000
   
 2. deild karla     
Njarðvík     1.500.000       
Ægir     1.500.000       
Völsungur  1.500.000       
ÍR 1.500.000       
Víkingur Ó. 1.500.000       
KF  1.500.000       
Haukar  1.500.000       
Reynir S.  1.500.000       
Höttur/Huginn  1.500.000       
KFA (Austri, Valur, Þróttur, Leiknir)  1.500.000    
   
Félög í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna (með barna- og unglingastarf)
 
Sindri  1.000.000 
Víðir 1.000.000 
Álftanes 1.000.000 
Hamar  1.000.000  
KFR  1.000.000  
Skallagrímur  1.000.000  
Dalvík/Reynir  1.000.000  
Einherji  1.000.000  
   
Sameiginleg lið í meistaraflokki með barna- og unglingastarf
 
Kormákur  600.000 
Hvöt  600.000