• mán. 14. nóv. 2022
  • Lög og reglugerðir
  • Mótamál

Breytingar á leyfisreglugerð kynntar með dreifibréfi nr. 10/2022

Mynd: Hulda Margrét

Í dreifibréfi nr. 10/2022, sem sent hefur verið til aðildarfélaga, eru kynntar breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ (útgáfa 5.1).

Um ræðir breytingar sem eru að mestu tilkomnar vegna breytinga sem stjórn UEFA hefur samþykkt á leyfisreglugerð UEFA. Einnig er um að ræða breytingar sem gerðar hafa verið til einföldunar á verklagi og til hægðarauka fyrir félög innan leyfiskerfis KSÍ sem ekki taka þátt í Evrópukeppni félagsliða.

Fyrirhugað er að breytingar þessar verði kynntar sérstaklega á fundi formanna- og framkvæmdastjóra í lok þessa mánaðar og aftur á árlegum vinnufundi fyrir leyfisferlið 2023 sem haldinn verður í janúar nk.

Aðildarfélög eru hvött til að kynna sér efni dreifibréfsins gaumgæfilega.

Dreifibréf nr. 10/2022

Leyfisreglugerð KSÍ (útgáfa 5.1)