• fös. 25. nóv. 2022
  • Fræðsla

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram sunnudaginn 27. nóvember þar sem um 60 ungmenni frá 18 félögum munu koma saman. 

Markmið þingsins er að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs.

Starfsnemar í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands áttu stóran þátt í skipulagningu þingsins. Fóru þeir meðal annars í heimsókn til nokkurra félaga þar sem þeir ræddu við ungmenni um atriði sem þau myndu vilja ræða um á ungmennaþingi KSÍ. Úr varð að meðal þess sem talað verður um á sunnudaginn er fullorðnir á fótboltamótum og mótamál“.

Sérstakur gestur á þinginu verður forseti Íslands og mun hann setja þingið ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ.