• mið. 07. des. 2022
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna - Lúxemborg og Albanía mótherjar í undankeppni EM 2023

U17 kvenna mætir Lúxemborg og Albaníu í B deild undankeppni EM 2023.

Leikið er eftir Þjóðadeildarfyrirkomulagi í undankeppninni, en Ísland féll niður í B deild eftir fyrstu umferð undankeppninnar í haust. Því er ljóst að liðið getur ekki unnið sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar, en takist liðinu að vinna riðilinn í vor fer það upp í A deild fyrir undankeppni EM 2024.

Leikið verður í Albaníu á tímabilinu 15.-21. mars.