• mán. 20. feb. 2023
  • Leyfiskerfi
  • Skrifstofa

Útskrifaðist úr námi í Alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti

Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur á skrifstofu KSÍ, útskrifaðist um helgina úr í Alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti (International contracts and arbitration) við Fribourg-háskóla í Sviss. Um er að ræða nám til LLM gráðu í lögfræði.

Sem hluta af LLM gráðunni bauðst Hauki að finna starfsnám sem metið yrði sem hluti af náminu og starfaði hann um sex vikna skeið í málaferladeild FIFA (FIFA Litigation Division). Deildin er hliðardeild við lögfræðideild FIFA og sér um öll málaferli FIFA, þá allra helst málaferli FIFA hjá Alþjóða Íþróttadómstólnum í Lausanne í Sviss (Court of Arbitration for sport - CAS). Þar sér deildin um að taka til varna þegar niðurstöðum úrskurðaraðila FIFA hefur verið áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins CAS, t.d. ákvörðunum aganefndar FIFA (FIFA Disciplinary Committee) áfrýjunarnefndar FIFA (FIFA Appeals Body), siðanefndar FIFA (FIFA Ethics Committee) og ákvörðunum knattspyrnudómstóls FIFA (FIFA Football Tribunal).

KSÍ óskar Hauki innilega til hamingju með áfangann!