• þri. 25. apr. 2023
  • Fræðsla

Líkamlegar kröfur í fótbolta – Hvert stefnum við?

Dagana 19. og 20. maí nk. mun Dr. Magni Mohr halda tvö námskeið hér á landi er snúa að fitness þjálfun í knattspyrnu.

Föstudaginn 19. maí verður umfjöllunarefnið fitness þjálfun ungmenna, 12-16 ára leikmanna.

Laugardaginn 20. maí verður svo fjallað um hverjar líkamlegar kröfur leikmanna koma til með að vera í náinni framtíð og áhrif þreytu og endurheimtar.

Magni Mohr er doktor í þjálfunarlífeðlisfræði frá Exeter háskólanum í Englandi. Hann hefur unnið að fjölda rannsókna og gefið út nokkrar bækur er snúa að fitness þjálfun í knattspyrnu. Magni hefur á sínum ferli starfað með liðum eins og Juventus, Chelsea, danska landsliðinu og er í dag fitness þjálfari færeyska landsliðsins.

Námskeiðin verða haldin í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Upplýsingar um dagskrá, verð og skráningu má finna hér að neðan.

Upplýsingar