Tindastóll og Ýmir upp
Tindastóll og Ýmir höfnuðu í efstu tveimur sætum 4. deildar karla og leika því í 3. deild á komandi sumri. Stólarnir enduðu með 43 stig og Ýir með 37, en þar á eftir kom Árborg með 35 stig.
Skallagrímur og RB falla í 5. deild, en það var mjótt á mununum í fallbaráttunni þar sem KFS frá Vestmannaeyjum hélt sér uppi á markatölu.