Glæsilegir í Glasgow
A landslið karla vann góðan 3-1 sigur á Skotlandi í æfingaleik sem fram fór í Glasgow.
Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu yfir strax á 8. mínútu. Þetta kveikti aðeins í skotunum en þeir jöfnuðu metin á 25. mínútu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komst íslenska liðið í 2-1 eftir sjálfsmark Skota og leiddi því Ísland inn í hálfleikinn. Það var svo Guðlaugur Victor Pálsson sem innsiglaði 3-1 sigur Íslands með marki á 52. mínútu.
Íslenska liðið mætir næst Norður-Írlandi þriðjudaginn 10. júní klukkan 18:45.