Jafnréttisáætlun KSÍ

Símamótið 2017

Markmið með jafnréttisstefnu er að tryggja jafna möguleika allra til knattspyrnuiðkunar á Íslandi. Jafnréttisstefnan byggir á gildandi lögum og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. 

Inngangur

Með samþykkt jafnréttisstefnu fyrir Knattspyrnusamband Íslands er gefinn tónn fyrir  íslenska knattspyrnu í jafnréttismálum. Markmið með jafnréttisstefnu er að tryggja jafna möguleika allra til knattspyrnuiðkunar á Íslandi. Jafnréttisstefnan byggir á gildandi lögum og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.  Saman munu KSÍ og aðildarfélög þess huga sérstaklega að jafnréttismálum í starfsemi sinni.   

Leiðarljós

Markmið með jafnréttisstefnu KSÍ er að sjónarmið  jafnréttis verði samofið allri knattspyrnuiðkun á Íslandi.  KSÍ lítur á jafnréttismál sem lið í gæðastarfi knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi þannig að allir knattspyrnuiðkendur á Íslandi eigi jafna möguleika til sinna íþrótt sinni og ná fram þroska í greininni.

Jafnréttisstefnan nær til allra þeirra sem leika og  starfa  innan Knattspyrnusambands Íslands.  Það er vilji Knattspyrnusambands Íslands að allir, óháð kyni, stöðu og búsetu, hafi jafna möguleika á knattspyrnuiðkun og jafnréttissjónarmið séu samþætt allri starfsemi.

Markmið

Markmið með jafnréttisstefnu KSÍ er að allt jafnréttisstarf innan knattspyrnuhreyfingarinnar verði markvisst og skipulagt ferli sem fléttast inn í alla þætti knattspyrnunnar.  Þannig mun öllum knattspyrnuiðkendum verða gert kleift að stunda íþrótt sína og ná árangri óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litarhætti, kynhneigð, efnahagi, búsetu, ætterni og stöðu að öðru leyti.  

Leiðir

Til að stuðla að jafnrétti leggur KSÍ áherslu á 

 • Að jafnréttissjónarmiða sé gætt í hvívetna í starfi KSÍ og allir hafi sömu tækifæri. 
 • Að í starfi KSÍ verði gætt jafnréttis við skipun í stjórnir, ráð og nefndir á vegum þess og við ráðningu starfsfólks. 
 • Að veita þeim einstaklingum sem valdir eru til verkefna á vegum KSÍ jöfn tækifæri og gera engan greinarmun á drengja- og stúlknaliðum við útdeilingu æfingatíma. 
 • Að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum liðum.  Gerðar eru sömu ráðningarkröfur til þjálfara drengja- og stúlknaliða.  Að iðkendur, starfsmenn, stjórnarmenn og aðrir þeir sem hafa hlutverki að gegna innan KSÍ hafi ekki uppi orð eða athafnir sem líta má á sem kynja- eða kynþáttamisrétti gagnvart öðrum, hvort sem um ræðir einstaklinga eða hópa innan eða utan Íslands.  Athugasemdir við litarhátt, talsmáta eða annað í fari iðkenda, ættingja þeirra eða keppinauta sem skilja má sem meiðandi og særandi athugasemd um uppruna þeirra eiga ekki heima innan hreyfingarinnar. 
 • Að iðkendur og aðrir leggi sig fram um að aðstoða innflytjendur við aðlögun að þeim kostum sem knattspyrnan býður upp á og aðilar séu meðvitaðir um menningarmun. 
 •  Að fræðsla um jafnréttismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar verði hluti af kynningar- og útbreiðslustarfi KSÍ og lögð verður áhersla á að þjálfarar og forsvarsmenn félaga fái fræðslu og ráðgjöf í jafnréttismálum.     

 Aðgerðaráætlun vegna jafnréttismála árið 2008-2009

 • Skipaður sérstakur jafnréttisfulltrúi  - sem hefur það hlutverk að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið innan knattspyrnunnar á Íslandi. 
 • Jafnréttisumferð í efstu deild karla og kvenna. 
 • Sérstakt átaksverkefni í því að fjölga kvendómurum og þjálfurum. 
 • Dagur kvennaknattspyrnunnar  virkja fleiri stelpur í íþróttinni. 
 • Konur í stjórnir knattspyrnufélaga  fjölga þátttöku kvenna í stjórnum félaga t.d. með markvissri leiðtogafræðslu.  
 • Jafnréttisviðurkenning KSÍ veitt á ársþingi KSÍ  einstaklingi eða félagi sem hefur unnið framúrskarandi starf á sviði jafnréttismála innan íslenskrar knattspyrnu og eða stuðlað að framgangi jafnréttis í íslenskri knattspyrnu. 


Staðfest á ársþingi KSÍ í febrúar 2008