• fim. 09. feb. 2006
  • Ársþing

Per Ravn Omdal sérstakur gestur á ársþingi KSÍ

Per Ravn Omdal
perravn_omdal

Per Ravn Omdal, heiðursforseti norska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag og er um leið fulltrúi UEFA.

Omdal hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar.  Bæði fyrir Knattspyrnusamband Noregs og UEFA.  Hann hefur setið í framkvæmdastjórn UEFA frá árinu 1992 og verið varaforseti UEFA síðan 1996.