• fim. 27. maí 2021
  • Leyfiskerfi

Árleg skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á dögunum gaf UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, út tólftu útgáfu árlegrar skýrslu um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu. Skýrslan byggir á leyfisgögnum félaga í öllum aðildarlöndum UEFA og fer hún vel yfir þau áhrif sem heimsfaraldur COVID-19 hefur haft á knattspyrnuheiminn.

Fjöldi punkta eru settir fram um knattspyrnulandslagið í Evrópu og má þar m.a. nefna:

  • 1.432 leikir hafa verið skipulagðir af UEFA síðan "Return to play" verklag þess tók gildi. Af þeim hafa fleiri en 99% farið fram. Alls voru tekin 163.844 COVID próf tengslum við þessa leiki.
  • 14% færri leikir fóru fram í efstu deildum karla tímabilin 2019/20 og 2020 miðað við árið á undan. Í heildina var keppni í 16 deildum aflýst, á meðan færri leikir fóru fram í 11 deildum.
  • Keppni var hætt í 28 efstu deildum kvenna. Þegar ný tímabil hófust léku tíu deildir eftir breyttu skipulagi á meðan engar breytingar voru gerðar á skipulagi 13 deilda.
  • Skýrslan sýnir fram á fjölgun sigra á útivelli í faraldrinum. Jafnteflum hefur einnig fjölgað.
  • Það er talið að heimsfaraldur COVID-19 hafi haft truflandi áhrif á leiki og æfingar um 15 milljónir áhugaleikmanna í Evrópu.

Hægt er að lesa skýrsluna hér að neðan.

Skýrslan