• fim. 16. apr. 2009
  • Landslið
  • Dómaramál

Norskur dómari á Ísland - Holland

Ann Helen Östervold
Ann_Helen_Ostervold

Þegar Ísland og Holland mætast í vináttulandsleik í Kórnum þann 25. apríl næstkomandi, verður norskur dómari við stjórnvölinn.  Hún heitir Ann-Helene Östervold.  Aðstoðardómararnir verða íslenskir, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Þórólfsdóttir.  Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Þetta eru fyrstu A landsliðsverkefni hjá íslensku dómurunum en Bryndís er nýlega komin inn á dómaralista FIFA, fyrst íslenskra kvendómara.

Leikurinn hefst kl. 14:00 í Kórnum, laugardaginn 25. apríl.