• mán. 27. nóv. 2023
  • Dómaramál

Tveir dómarar láta af störfum

Guðmundur Ársæll Guðmundsson, Bestudeildardómari, og Oddur Helgi Guðmundsson, Bestudeildar- og FIFA aðstoðardómari létu af störfum eftir tímabilið 2022.

Á landsdómararáðstefnunni þann 18. nóvember var þeim þakkað fyrir vel unnin störf fyrir dómgæslu á vegum KSÍ.

Þeir munu þó áfram starfa að dómaramálum sem eftirlitsmenn og lærifeður í hæfileikamótun ungra dómara.