• mið. 04. jan. 2023
  • Leyfiskerfi
  • Skrifstofa

Fannar Helgi Rúnarsson ráðinn leyfisstjóri KSÍ


KSÍ hefur ráðið Fannar Helga Rúnarsson í starf leyfisstjóra á skrifstofu KSÍ frá og með 1. febrúar nk. Fannar mun alfarið taka við stjórn leyfismála og mannvirkjamála hjá KSÍ og aðstoða aðildarfélög að framfylgja kröfum leyfiskerfis KSÍ og UEFA ár hvert.

Fannar Helgi útskrifaðist með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og með M.Sc. í íþróttastjórnun frá Molde University árið 2016. Hann hefur áralanga reynslu af því að starfa í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. hjá knattspyrnufélagi Víkings sem íþróttastjóri frá 2016 til loka árs 2022 en samhliða því hefur hann starfað við fjölda annarra verkefna í samstarfi við KSÍ.

KSÍ býður Fannar Helga velkomin til starfa.