• fös. 19. mar. 2021
  • Leyfiskerfi
  • Pepsi Max deildin
  • Lengjudeildin

16 þátttökuleyfi útgefin á öðrum fundi leyfisráðs

Síðari fundur leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2021 fór fram á miðvikudag og voru þátttökuleyfi 16 félaga samþykkt.  Þar með hafa öll 34 félögin í efstu tveimur deildum karla og efstu deild kvenna fengið útgefin þátttökuleyfi.  Hér að neðan má sjá samþykktar leyfisumsóknir á fundi leyfisráðs 17. mars.

Samþykktar leyfisumsóknir í Pepsi Max deild karla:

  • KA

Samþykktar leyfisumsóknir í Pepsi Max deild kvenna:

  • ÍBV
  • Selfoss
  • Tindastóll
  • Þór/KA
  • Þróttur R.

Samþykktar leyfisumsóknir í 1. deild karla:

  • Fjölnir
  • Grindavík
  • Grótta
  • ÍBV
  • Kórdrengir
  • Selfoss
  • Vestri
  • Víkingur Ó.
  • Þór
  • Þróttur R.

*Fyrirvari:  Veiting þátttökuleyfis á þessu stigi er bráðabirgðagjörningur þar sem gögn sem á að skila 31. mars nk. hafa ekki verið lögð fram.  Umsókn félaga um þátttökuleyfi 2021 er samþykkt af leyfisráði með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á tillögum mannvirkjanefndar um vallarleyfi fyrir keppnistímabilið 2021.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net