• mán. 16. ágú. 2021
  • Landslið
  • A kvenna
  • A karla

Vegna fjölda fyrirspurna um miðasölu á landsleiki haustsins

Vegna fjölda fyrirspurna vill KSÍ upplýsa að vegna óvissu um samkomutakmarkanir og aðra þætti vegna Covid-19 getur KSÍ enn sem komið er ekki staðfest fyrirkomulag miðasölu á A-landsleiki haustsins (kvenna og karla), og þá sér í lagi hvort mögulegt verði að bjóða upp á mótsmiða- og/eða haustmiðapakka.

KSÍ mun bíða með ákvörðun um miðasölu þar til skýrist hvaða reglur muni gilda í september (yfir leikjadaga landsliða) og mun upplýsa miðakaupendur um framhaldið við fyrsta mögulega tækifæri.

Rétt er að taka fram að sem fyrr verða þeir hópar sem keypt hafa ársmiða og haustmiða í forgangi þegar miðasala verður opnuð.

Mynd:  Pawel Cieslikiewicz