• mán. 18. mar. 2024
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Miðasala á Ísrael - Ísland

A landslið karla mætir Ísrael í undanúrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars næstkomandi, á Szusza Ferenc leikvanginum í Búdapest, Ungverjalandi, sem tekur um 12.000 manns. Ekki er búist við því að uppselt verði á leikinn, sem er eiginlegur heimaleikur Ísraels.

Opnað hefur verið á miðasölu á viðureignina og fer hún að öllu leyti fram í gegnum ísraelska knattspyrnusambandið, sem er skipulagsaðili leiksins. Stuðningsmenn Íslands kaupa miða í afmarkað svæði stuðningsmanna íslenska liðsins (svæði C).

Hlekkur á miðasöluna

Sigurvegarinn í viðureign Ísraels og Íslands mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu-Hersegóvínu 26. mars í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, og tapliðin mætast í vináttuleik sama dag.

Mynd með grein:  Mummi Lú