• fös. 04. apr. 2014
  • Leyfiskerfi
  • Fræðsla

Málefni stuðningsmanna rædd á fundi 10. apríl

islandcroatia2

KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl kl. 16:00-19:00.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct, sem eru í nánu samstarfi við UEFA og mörg knattspyrnusambönd og félagslið í Evrópu.  Stuart er Englendingur, en starfar fyrir Schalke í Þýskalandi, þar sem hann hefur búið um árabil.  Að auki verða á fundinum fulltrúar KSÍ og Styrmir Gíslason, sem er sérstakur tengiliður KSÍ við stuðningsmenn landsliða.

Fulltrúar félaga í efstu tveimur deildum karla (félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ) hafa verið boðaðir á fundinn (framkvæmdastjórar, ábyrgðarmenn heimaleikja, tengiliðir við stuðningsmenn, öryggisstjórar).  Fulltrúar fjölmiðla hafa jafnframt verið boðnir velkomnir.

Á fundinum verður fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna.  Hversu mikilvæg eru þessi tengsl?  Hvað geta þau gefið félaginu og stuðningsmönnunum?