Fræðsla

Dean Martin ráðinn þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ - 6.1.2017

KSÍ hefur gengið frá ráðningu á Dean Edward Martin sem þjálfara í hæfileikamótun KSÍ. Dean mun einnig hafa yfirumsjón með úrtaksæfingum U16 karla og kvenna. Þá er honum ætlað að koma enn frekar inn í kennslu á þjálfaranámskeiðum, starfi sem hann er ekki alls ókunnugur.

Lesa meira
 

Knattþrautir KSÍ aðgengilegar á rafrænu formi - 5.1.2017

Nú hefur bæklingurinn með Knattþrautum KSÍ verið færður í nýjan og endurbættan búninga og er hann aðgengilegur öllum á heimasíðunni, bæði í pdf útgáfu og í ISSUU lesara.

Lesa meira
 

Fjölmenni á súpufundi um þjálfunaraðferðir Stjörnunnar - Myndband - 8.12.2016

115 manns mættu í höfuðstöðvar KSÍ þriðjudaginn 6. desember til að hlýða á Þórhall Siggeirsson, yfirþjálfara yngri flokka hjá Stjörnunni, fjalla um þjálfun leikmanna hjá félaginu. Þetta var 20. Súpufundur KSÍ og jafnframt sá fjölmennasti.

Lesa meira
 

Aðalfundur KÞÍ er í kvöld, fimmtudag - 8.12.2016

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 

Súpufundur um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun - 30.11.2016

Þriðjudaginn 6. desember kl. 12.00 mun Þórhallur Siggeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Þórhallur mun fjalla ítarlega um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun leikmanna en félagið hefur undanfarin 2 ár unnið markvisst eftir nýrri stefnu. Stefnan er áhugaverð og frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku knattspyrnuumhverfi.

Lesa meira
 

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun - 28.11.2016

Í dag, mánudag, hefst Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun en að þessu sinni er hún haldin hér á landi. Ráðstefnan er haldin á hverju ári en skipst er á að fjalla um þjálfaramenntun og hæfileikamótun.

Lesa meira
 

Námskeið i samstarfi við Dale Carnagie - 15.11.2016

Miðvikudaginn 23. nóvember mun KSÍ í samstarfi við Dale Carnagie bjóða upp á námskeið fyrir þjálfara. Markmið námskeiðsins er að auka færni þjálfara í að tjá sig fyrir framan hóp, hvort sem um er að ræða hóp leikmanna eða foreldra.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar stúlkna á Norðurlandi - 8.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Norðurlandi. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

Fjölmenni í Markmannsskóla KSÍ - 7.11.2016

Undanfarnar tvær vikur hefur KSÍ haldið úti Markmannsskóla drengja og stúlkna á Akranesi en þetta er í fimmta skipti sem Markmannsskólinn er starfsræktur og öll árin hefur hann verið á Akranesi.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 3.11.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 11.-13. nóvember. Dagskrá námskeiðsins er hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 19.000,-

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 18.-20. nóvember 2016 - 2.11.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 18.-20. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi - 1.11.2016

12.-18. október síðastliðinn fór fram KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi. Námskeiðið var einstakt að því leiti að einungis kvennkyns þjálfarar voru þátttakendur en UEFA er þessi misserin með aðgerðir til að fjölga konum í þjálfun og var þetta námskeið liður í því verkefni.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 20.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 28.-30. október og tvö helgina 4.-6. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði.

Lesa meira
 

Markmannsskóli KSÍ - Frestur til tilnefninga er til 19. október - 18.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun bjóða upp á Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki (árg. 2003 og 2004) í kringum næstu mánaðarmót. Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Markmannsskóli drengja verður 28.-30. október og Markmannsskóli stúlkna verður dagana 4.-6. nóvember.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ gekk frábærlega - 13.10.2016

Það var ekki slegið slöku við í hæfileikamótun N1 og KSÍ að þessu sinni en lokamót hæfileikamótunar var í september. Nokkur hundruð ungmenni tóku þátt í hæfileikamótuninni sem Hallbór Björnsson hafði veg og vanda með.

Lesa meira
 

Arnar Bill útskrifast með UEFA PRO gráðu - 11.10.2016

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, útskrifaðist nýlega með UEFA PRO þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Arnar hóf námið í janúar 2015 ásamt 23 öðrum þjálfurum. Námið er viðamikið eins og gefur að skilja en meðal þess sem fjallað er um er; Leiðtogaefni, samskipti við leikmenn, stjórnarmenn, stuðningsmenn og fjölmiðla, leikgeining og fjármál.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 6.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 21.-23. október og eitt helgina 28.-30. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 21.-23. október og 35 laus pláss helgina 28.-30. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Merki KF

KF auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 4.10.2016

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu. Félagið hefur á undanförnum árum leikið í 2.deild en mun næsta tímabili leika í 3.deild. Lesa meira
 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7.-9. október 2016 - 3.10.2016

Helgina 7.-9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Lesa meira
 

Knattspyrnuæfingar fyrir konur með fötlun - 3.10.2016

Stjarnan í Garðabæ og íþróttafélagið Ösp munu í samstarfi við ÍF og KSÍ standa að knattspyrnuæfingum fyrir stelpur / konur með fötlun. Æfingar hefjast 8. október og verða í Garðabæ

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög