ksi.is

Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar fimmtudaginn 31. júlí

Fimmtudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, fimmtudaginn 31. júlí. Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

U17 landslið karla

29.7.2014 Landslið : U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Svíum

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, töpuðu gegn Englandi í fyrsta leik á meðan Svía lögðu Finna.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

29.7.2014 Dómaramál : Kristinn dæmir í Rússlandi

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Dinamo Moskva frá Rússlandi og Hapoel Kiryat frá Ísrael í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Khimki í Rússlandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari verður Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

29.7.2014 Landslið : U17 karla - Enskur sigur í fyrsta leiknum

Strákarnir í U17 hófu leik í gær á Norðurlandamótinu í Danmörku þegar þeir mættu Englendingum.  Enskir höfðu betur, 5 - 1, eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2 - 0.  Leikið verður gegn Svíum í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

25.7.2014 Mótamál : Fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir sama árið í Evrópukeppni

Góður árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA hefur vakið verðskuldaða athygli en þetta er líka í fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir í Evrópukeppni sama árið. FH er svo fyrsta félagið til að ná þessum árangri tvisvar sinnum.

Lesa meira
 

25.7.2014 Landslið : Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 8. - 10. ágúst

Úrtökumót KSÍ árið 2014 fyrir stúlkur fæddar árið 1999 verður haldið á Laugarvatni, dagana 8. - 10. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: Lesa meira
 

24.7.2014 Mótamál : FH og Stjarnan áfram í Evrópudeildinni

FH og Stjarnan tryggðu sér í kvöld í næstu umferð Evrópudeildarinnar með sigrum á heimavöllum sínum í kvöld. FH vann 2-0 sigur á Neman Grodno en Stjarnan vann 3-2 sigur í frábærum leik á Motherwell.

Lesa meira
 

22.7.2014 Mótamál : EKKI TAPA ÞÉR!

KSÍ hefur sett á laggirnar samfélagslega verkefnið „Ekki tapa þér!“ sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

3.7.2014 Fræðsla : Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00. Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010