ksi.is

KSÍ 70 ára sunnudaginn 26. mars - 24.3.2017

Sunnudaginn 26. mars fagnar Knattspyrnusamband Íslands 70 ára afmæli sínu.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ. Í tilefni af afmælinu ætlar afmælisbarnið að gefa nokkrar afmælisgjafir næstu daga og eru áhugasamir hvattir til þess að kynna sér þetta betur á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

27.3.2017 Dómaramál : Síðasta byrjendanámskeiðið í Reykjavík

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 3. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30. Lesa meira
 

26.3.2017 Fræðsla : Hvernig þjálfari ertu? - Námskeið

Laugardaginn 1. apríl kl. 10:00 munu íþróttasálfræðingarnir Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason, íþróttasálfræðingar og kennarar við Háskóla Íslands, halda áhugavert námskeið sem ber yfirskriftina Hvernig þjálfari ertu?

Lesa meira
 

26.3.2017 Landslið : A karla - Arnór Smárason kallaður í hópinn

Arnór Smárason hefur verið kallaður inn í hóp A landsliðs karla sem mætir Írlandi í vináttuleik á þriðjudag. Arnór kemur til móts við hópinn í Dublin í dag. Arnór sem á að baki 21 leik með A landsliðinu og hefur skorað í þeim 2 mörk, lék síðast með landsliðinu í China Cup í janúar.

Lesa meira
 

25.3.2017 Landslið : A karla - Arnór, Emil og Gylfi ekki með gegn Írlandi

Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson, munu ekki leika vináttuleikinn gegn Írlandi á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

25.3.2017 Landslið : U21 karla - Jafntefli í markaleik

Strákarnir í U21 léku í dag anna vináttulandsleikinn gegn Georgíu á þremur dögum en leikið var í Tiblisi.  Heimamenn höfðu betur í fyrri leiknum en í dag endaði leikurinn með jafntefli, 4 - 4.  Liðið heldur nú til Rómar þar sem leikið verður gegn Sádí Arabíu á þriðjudaginn.  Lesa meira
 

24.3.2017 Landslið : A karla - Sigur gegn Kosóvó

Strákarnir okkar unnu 1-2 sigur á Kosóvó í undankeppni HM en leikurinn fór fram í Albaníu. Sigurinn var torsóttur en íslenska liðið byrjaði vel og leiddi 0-2 eftir 35. mínútu en Kosóvar létu íslenska liðið heldur betur hafa fyrir hlutunum. Sigurinn skilar Íslandi í 2. sæti riðilsins og það verður risastór leikur gegn Króatíu í júní.

Lesa meira
 

24.3.2017 Landslið : Landsliðið á uppleið á heimslista FIFA

Kvennalandsliðið fór í 18. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Liðið færir sig upp á listanum en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Spán og sigruðu Kína á Algarve mótinu fyrr í mánuðinum en tapaði gegn Noregi og Japan.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

22.3.2017 Dómaramál : Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Portúgal

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru nú staddir í Portúgal þar sem þeir verða við störf í milliriðli EM hjá U19 karla.  Auk heimamanna leika þar Króatía, Pólland og Tyrklandl og þar er einmitt hjá tveimur síðastöldu þjóðunum sem þeir félagar dæma sinn fyrsta leik á morgun.

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Setningarræða formanns á 71. ársþingi KSÍ

Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: