ksi.is

KR og Valur mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla

KR og Valur leika í úrslitaleik Borgunarbikarsins en leikið verður til úrslita á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. KR vann ÍBV í undanúrslitum 4-1 og Valur komst áfram eftir að vinna KA í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

28.7.2015 Mótamál : Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 31. júlí

Föstudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, föstudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 

26.7.2015 Landslið : Ísland hefur leik í Úkraínu í undankeppni HM

Það er ljóst hvernig leikjaplan Íslands er fyrir undankeppni HM en dregið var í gær, laugardag. Íslenska landsliðið hefur leik gegn Úkraínu á útivelli þann 5. september 2016 en á svo tvo heimaleiki við Finnland og Tyrkland.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

25.7.2015 Mótamál : Selfoss og Stjarnan leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna

Selfoss og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en Selfoss sigraði Val 3-2 á Selfossi og Stjarnan lagði Fylki 2-1 á Fylkisvelli. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og hefur titil að verja en Selfoss laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum á seinasta ári.

Lesa meira
 

25.7.2015 Landslið : Heimir Hallgrímsson: Þetta hefði getað verið verra

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var sæmilega brattur þegar rætt var við hann eftir dráttinn á HM í dag þar sem Ísland lenti með Króatíu, Úkraínu, Tyrklandi og Finnlandi í 5 liða riðli. Heimir segir riðilinn sterkan en Ísland hafi sýnt það í undankeppni EM að íslenska liðið getur veitt hvaða liði sem er verðuga mótspyrnu.

Lesa meira
 

25.7.2015 Landslið : Ísland í I-riðli í undankeppni HM

Dregið var í undankeppni HM karla í Rússlandi í dag. Ísland dróst með Úkraínu, Tyrklandi, Finnlandi og Króatíu en Ísland dróst í 5 liða riðil. Ísland var í potti 2 í drættinum og var því næst efsta styrkleikaflokki.

Lesa meira
 

22.7.2015 Mótamál : Fanndís best í umferðum 1-9 í Pepsi-deildinni

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var útnefnd besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en Blikar eiga alls 6 fulltrúa í liðinu. Gengi Breiðabliks hefur verið gott á leiktíðinni en liðið hefur ekki tapað leik og er á toppi deildarinnar.

Lesa meira
 

14.7.2015 Fræðsla : Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ, 15. ágúst 2015

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands mun halda ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst, í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands.

Lesa meira
 

10.7.2015 Landslið : 50 ár frá fyrsta unglingalandsleiknum

Þann 22. júlí næstkomandi eru tímamót í sögu íslenskra knattspyrnulandsliða.  Þann dag eru liðin 50 ár frá fyrsta unglingalandsleik Íslands, en 22. júlí árið 1965 lék unglingalandslið karla gegn Dönum í Halmstad í Svíþjóð.  Til þess að minnast tímamótanna mun KSÍ bjóða leikmönnunum og fararstjórum liðsins til sérstakrar móttöku á Laugardalsvelli fyrir leik A landsliðs karla gegn Kasakstan þann 6. september næstkomandi.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

EM – HM – Þjóðadeildin

A landslið karla leikur í haust síðustu 4 leikina í undankeppni EM eins og kunnugt er. Góður árangur í þessum leikjum getur tryggt liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi. Það yrði í fyrsta sinn sem A landslið karla næði slíkum árangri.  Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: