ksi.is

KR og Stjarnan í Evrópudeildina - FH fékk bikarinn afhentan - 1.10.2016

FH-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á Kaplakrika í dag en liðið var fyrir lokaumferðina búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið gerði 1-1 jafntefli í dag gegn ÍBV og endaði því mótið í toppsætinu með 43 stig. FH leikur því í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

1.10.2016 Mótamál : Garðar Gunnlaugsson markakóngur Pepsi-deildarinnar

Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, er markakóngur Pepsi-deildar karla en Garðar skoraði 14 mörk í 22 leikjum á tímabilinu. Kristinn Freyr Tómasson, leikmaður Vals, skoraði 13 mörk fyrir Val og fékk hann silfurskóinn.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : Harpa markahæst í Pepsi-deild kvenna árið 2016

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er markadrottning í Pepsi-deild kvenna en Harpa skoraði 20 mörk í 16 leikjum í deildinni. Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, kemur næst með 14 mörk í 17 leikjum og þá kemur Cloe Lacosse, leikmaður ÍBV, með 13 mörk í 18 leikjum.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : STJARNAN ÍSLANDSMEISTARI!

Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir að vinna FH 4-0 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Sigur hefði alltaf tryggt Stjörnunni titilinn en úrslit í leik Vals og Breiðabliks hefðu þýtt að Stjarnan hefði alltaf hampað titlinum.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : Pepsi-deild karla – Óttar Magnús valinn efnilegastur

Óttar Magnús Karlsson, úr Víkingi Reykjavík, var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem að velja.  Óttar, sem er 19 ára, skoraði 7 mörk í 20 leikjum með Víkingi á tímabilinu og vakti mikla athygli.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : Pepsi-deild karla - Kristinn Freyr Sigurðsson valinn bestur

Kristinn Freyr Sigurðsson, úr Val, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem velja.  Kristinn átti frábært tímabil og var lykilmaður í liði bikarmeistara Vals á þessu keppnistímabili.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : Gunnar Jarl besti dómari ársins í Pepsi-deild karla

Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dómari ársins af leikmönnum í Pepsi-deild karla. Gunnar Jarl er einn af okkar reynslumestu dómurum og er einn af alþjóðlegum dómurum okkar Íslendinga.  Gunnar Jarl dæmdi leik KR og Fylkis í lokaumferðinni í dag.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : Andri Rafn Yeoman fær háttvísiverðlaun Borgunar

Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, fær háttvísiverðlaun Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016 en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli.  Það er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.

Lesa meira
 

30.9.2016 Mótamál : Pepsi-deild kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir valin best

Harpa Þorsteinsdóttir, úr Stjörnunni, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem velja.  Harpa var, sem fyrr, lykilmaður í liði Stjörnunnar sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

35 ár frá fyrsta landsleiknum

Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: