ksi.is

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun

Rekstur KSÍ á árinu 2015 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á ársþingi 2015. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2015 námu 1.112 milljónum króna samanborið við 1.067 milljónir króna árið á undan. Eignir námu 581 milljón króna en þar af var handbært fé 152 milljónir. Eigið fé KSÍ var 221 milljón króna í árslok 2015.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

5.2.2016 Landslið : Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 1999 og 2000

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. Athugið að um tvo árganga er að ræða.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

5.2.2016 Mótamál : Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts karla

Það verða Leiknir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla en leikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 8. febrúar, og hefst kl. 19:00.  Leiknir lagði Fjölni í undanúrslitum, eftir vítaspyrnukeppni, og Valur hafði betur gegn Víkingi

Lesa meira
 

5.2.2016 Fræðsla : Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni þriðjudaginn 9. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003.

Lesa meira
 

5.2.2016 Mótamál : Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna þriðjudaginn 9. febrúar

Þriðjudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna en leikið verður í Egilshöll. Fylkir og KR mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og HK/Víkingur.

Lesa meira
 

4.2.2016 Landslið : Ísland í 38. sæti á heimslista FIFA

Karlalandsliðið er í 38. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag. Liðið fellur um tvö sæti frá seinasta lista en af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar eina liðið sem er fyrir ofan Ísland. Sænska liðið er í 35. sætinu og fellur um eitt sæti frá seinasta lista.

Lesa meira
 

2.2.2016 Landslið : Æfingahópur vegna A-landsliðs kvenna

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í æfingahóp A landsliðs kvenna vegna vináttuleiks gegn Póllandi. Leikurinn fer fram í Nieciecza þann 14. febrúar á Termalika Bruk Bet club leikvangnum.

Lesa meira
 

1.2.2016 Ársþing : Framboð á 70. ársþingi KSI

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Lesa meira
 

29.1.2016 Ársþing : Tillögur á 70. ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 13. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 10:30 að þessu sinni.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram.  Um það er ég sannfærður.  Landslið okkar af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri.  Félagsliðin halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni.  Það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í aðildarfélögum KSÍ, vöxtur þjálfaramenntunar í yngri flokkum, og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á knattspyrnumannvirkjum með stuðningi sveitarfélaga, á stóran þátt í þessum árangri.  Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: