ksi.is

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu - 25.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í fullt starf. Meginverkefni er umsjón með hæfileikamótun KSÍ, úrtaksæfingum og önnur verkefnum tengd yngstu landsliðum Íslands.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

22.10.2016 Landslið : Tap gegn Dönum á Sincere Cup

Ísland tapaði 0-1 gegn Danmörku á Sincere Cup sem fram fer í Chonqing í Kína. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en fram að því hafði Ísland skapað sér mun hættulegri færi.

Lesa meira
 

21.10.2016 Dómaramál : Erlendur Eiríksson dæmir í Wales

Erlendur Eiríksson verður dómari á leik Cefn Druids og Bala Town í welsku úrvalsdeildinni föstudaginn 21. október.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales. 

Lesa meira
 

21.10.2016 Landslið : A karla - Vináttulandsleikur við Írland

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Írlands um vináttulandsleik hjá A landsliðum karla. Leikurinn fer fram 28. mars 2017 á Aviva leikvangnum í Dublin.

Lesa meira
 

21.10.2016 Landslið : A kvenna - Skemmtileg heimsókn í skóla í Chongqing

Leikmönnum úr kvennalandsliðinu var boðið að heimsækja grunnskóla í Chongqing í dag og satt að segja átti enginn von á því sem tók við leikmönnum. Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn.

Lesa meira
 

21.10.2016 Landslið : Ísland í 21. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland var í 27. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út og hefur aldrei verið ofar á listanum en nú.

Lesa meira
 

20.10.2016 Fræðsla : KSÍ II þjálfaranámskeið

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 28.-30. október og tvö helgina 4.-6. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði.

Lesa meira
 

19.10.2016 Landslið : Lokahópur U17 karla

18 leikmenn hafa verið valdir í lokahóp U17 ára liðs karla í Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Æfingar fara fram dagana 21. - 23. október.

Lesa meira
 

19.10.2016 Landslið : Úrtaksæfingar U17 kvenna

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

35 ár frá fyrsta landsleiknum

Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: