ksi.is

EM 2016 - Ertu að fara til Nice - Helstu upplýsingar - 24.6.2016

Það eru margir sem eru að fara til Nice í Frakklandi til að sjá leik Íslands og Englands. Leikurinn fer fram á mánudagskvöld og mun KSÍ vera með skrifstofu í Nice sem verður opin frá laugardegi og fram að leik á mánudag. Á skrifstofunni verður reynt að veita m.a. upplýsingar um miðamál en minnt er á að miðasala er einungis á vegum UEFA.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

26.6.2016 Mótamál : Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudaginn 27. júní

Skrifstofa KSÍ er lokuð á morgun, mánudaginn 27. júní, en aftur verður opnað í hádeginu þriðjudaginn 28. júní. Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmenn mótadeildar þá er hægt að hringja í síma 896 4474 (Birkir) eða 661 8183 (Guðlaugur).

Lesa meira
 

25.6.2016 Landslið : EM 2016 - Slóveni dæmir leik Íslands og Englands

Slóveninn Damir Skomina dæmir leik Íslands og Englands á mánudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Skomina er 39 ára en hann fæddist í borginni Koper í suðvesturhluta Slóveníu.

Lesa meira
 

25.6.2016 Landslið : EM 2016 - Eiður Smári: „Viðurkenni að ég var stressaður”

Það var aftur fjölmennt á fjölmiðlafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag. Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum og var mikill áhugi enskra fjölmiðla á leiknum.

Lesa meira
 

24.6.2016 Landslið : Ísland upp um fimm sæti á heimslista FIFA

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um fjög­ur sæti á heimslista FIFA sem gef­inn var út í morg­un og hækk­ar sig um fjög­ur sæti frá því list­inn var síðast gef­inn út.

Lesa meira
 

24.6.2016 Mótamál : Breiðablik leikur í Wales í Meistaradeild Evrópu kvenna

Það var dregið í dag í Meistaradeild Evrópu kvenna en Breiðablik var í pottinum. Breiðablik dróst með Cardiff Met frá Wales, ŽFK Spartak frá Serbíu og NSF Sofia frá Búlgaríu en riðillinn verður leikinn í Wales.

Lesa meira
 

24.6.2016 Landslið : EM 2016 - Mikill áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu

Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á fund íslenska liðsins í dag þar sem Lars Lagerbäck, Arnór Ingi, og Theódór Elmar sátu fyrir svörum. Enskir fjölmiðlar fjölmenntu á fundinn og spurði mikið útí leikinn en einnig um sögu íslenska liðsins og auðvitað sýn Lars á gengi Íslands.

Lesa meira
 

23.6.2016 Landslið : EM 2016 - Heimir Hallgrímsson: „Nýr dagur, sólin skín, getur ekki verið betra”

Heimir Hallgrímsson, landliðsþjálfari, var glaður í bragði þegar fjölmiðlar ræddu við hann á æfingarsvæði liðsins í Annecy í dag. Heimir byrjaði að tala um nýjan dag, yndislegan, með sól í heiði.

Lesa meira
 

22.6.2016 Landslið : EM 2016 - Ísland mætir Englandi í Nice

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum en England varð í 2. sæti í B-riðli og það er því ljóst að við etjum kappi við enska landsliðið. Leikurinn fer fram í Nice á mánudagskvöldið og er flautað til leiks klukkan 21:00 (19:00 að íslenskum tíma).

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

Velkomin til leiks

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi, 1. maí, í 105. sinn frá því fyrsta mótið fór fram 1912. Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem rúmlega 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: