ksi.is

Tímamótasamningur milli KSÍ og 365 um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu

Knattspyrnusamband Íslands og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um rétt 365 til að sjónvarpa leikjum á vegum KSÍ fyrir árin 2016 – 2021 (6 keppnistímabil). Samningur var gerður í nánu samstarfi við stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem þessi réttindi eru seld beint innanlands, en síðan þá hefur rétturinn verið seldur til erlendra aðila sem hafa endurselt hann að hluta til Íslands.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

26.4.2015 Landslið : U17 kvenna endaði mótið með stórsigri

Síðasti leikur U17 ára kvennalandsliðsins var gegn heimastúlkum frá Færeyjum. Fyrir leikinn voru okkar stelpur búnar að tryggja sér sigur á mótinu. Leikurinn í dag endaði með stórsigri íslenska liðsins en lokatölur urðu 10-0.

Lesa meira
 

24.4.2015 Lög og reglugerðir : Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

24.4.2015 Landslið : Dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur 29. apríl

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Um er að ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni og er fyrsti stóri viðburðurinn vegna þessa móts á dagskrá miðvikudaginn 29. apríl, en þá verður dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mótamál : Meistarakeppni karla á Samsung vellinum á mánudag

Hinn árlegi leikur ríkjandi Íslandsmeistara og bikarmeistara karla, Meistarakeppni KSÍ, fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ á mánudag kl. 19:15.  Þar mætast Stjarnan, sem vann sigur í Pepsi-deild karla á eftirminnilegan hátt, og KR sem fagnaði Borgunarbikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mótamál : Lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna

Framundan er lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna.  Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 25. apríl í Fífunni og á Samsung vellinum.  Liðin sem leika í undanúrslitum hafa samtals unnið Deildarbikarkeppnina 10 sinnum.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mótamál : Kynningarfundir Pepsi-deildanna 28. apríl og 11. maí

Kynningarfundir Pepsi-deildanna (karla og kvenna) fara fram í sitt hvoru lagi í ár, en báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram miðvikudaginn 28. apríl kl. 15:00 og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. maí kl. 15:00.

Lesa meira
 

20.4.2015 Dómaramál : Héraðsdómaranámskeið á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl kl. 10:30. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

13.4.2015 Fræðsla : KSÍ B próf haldið 28. apríl - Uppfært

Þriðjudaginn 28. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Þeir þjálfarar sem hyggjast taka KSÍ B prófið verða fyrst að taka Þjálfaraskóla KSÍ og ljúka honum í síðasta lagi viku fyrir próf, þ.e.a.s. þriðjudaginn 21. apríl, til að öðlast próftökurétt

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Mikil þróun með tilkomu leyfiskerfis KSÍ

Leyfiskerfi KSÍ var sett á laggirnar haustið 2002 og undirgengust íslensk félög leyfiskerfi KSÍ í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2003.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil þróun hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu og ekki síður í umgjörð íslenskra knattspyrnufélaga

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: