ksi.is

Fagnað eftir mark Torfa Tímóteusar Gunnarssonar gegn Grænhöfðaeyjum

U15 karla - Brons hjá Íslandi á Ólympíuleikum ungmenna

Strákarnir í U15 unnu í dag til bronsverðlauna á Ólympíuleikjum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína.  Leikið var gegn Grænhöfðaeyjum í dag og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Íslands en staðan var 2 - 0 í leikhléi.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

27.8.2014 Landslið : U21 karla - Hópurinn sem mætir Armenum og Frökkum

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september.

Lesa meira
 
N1

26.8.2014 Fræðsla : Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Norðurlandi

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Dalvík föstudaginn 29. ágúst.  Þorlákur Árnason mun ásamt Þóru B. Helgadóttir vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á Dalvíkurvelli. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

26.8.2014 Landslið : Háttvísidagar FIFA 2014

FIFA stendur fyrir sérstökum háttvísidögum 1. til 9. september næstkomandi. Minnt verður á háttvísidaga FIFA hér á Íslandi í tengslum við A landsleik karla gegn Tyrklandi þann 9. september og leik U21 karla þann 3. september, þegar Ísland mætir Armeníu á Fylkisvelli. Lesa meira
 

26.8.2014 Mótamál : Borgunarbikar kvenna - Miðasala hafin á úrslitaleikinn

Miðasala er nú hafin á einn af stærstu leikjum ársins, úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en hann fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Þarna mætast Selfoss og Stjarnan og má búast við hörkuleik og mikilli spennu. Lesa meira
 
U19 landslið karla

25.8.2014 Landslið : U19 karla - Hópurinn sem mætir Norður Írum

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum sem fram fara 3. og 5. september.  Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október. Lesa meira
 
N1

25.8.2014 Fræðsla : Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Vestmannaeyjum

Hæfikleikamótun KSÍ og N1 verður í Vestmanneyjum miðvikudag og fimmtudag, 27. - 28. ágúst.  Þorlákur Árnason og Þóra B. Helgadóttir verða með æfingar fyrir 4. flokk drengja og stúlkna.  Að auki mun Þóra vera með markvarðaæfingu fyrir 15 - 19 ára á miðvikudagskvöldinu.

Lesa meira
 

22.8.2014 Mótamál : Stjarnan mætir rússnesku meisturunum

Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum þegar dregið var í 32-liða úrslit í Meistaradeild kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.  Mótherjar Stjörnunnar, WFC Zvezda-2005, koma frá Rússlandi og er þetta þriðja árið í röð sem íslenskt lið mætir rússnesku liði í þessari umferð keppninnar. Lesa meira
 

21.8.2014 Landslið : A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-001