ksi.is

A kvenna - Leikmannahópurinn sem tekur þátt í Algarve Cup - 16.2.2017

Freyr Alexandersson hefur nú valið 23 leikmenn sem taka þátt í Algarve Cup. Mótið fer fram í Algarve í Portúgal 1. – 8. mars og leikur Ísland í riðli með Noregi, Japan og Spáni.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

20.2.2017 Landslið : U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum

U17 ára landslið kvenna er þessa dagana í Skotlandi og tekur þar þátt í æfingamóti á vegum UEFA. Fyrsi leikur liðsins er gegn Tékkum í dag og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

20.2.2017 Dómaramál : Byrjendanámskeið fyrir dómara á Akranesi

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA á Jaðarsbökkum mánudaginn 27. febrúar kl. 20:15. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 20:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

17.2.2017 Hæfileikamótun : Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni mánudaginn 20. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

17.2.2017 Mótamál : Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag

Keppni í Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag, en þrír leikir eru á dagskrá dagsins. Fyrsti leikurinn er leikur Vals og ÍR í Egilshöll en sá leikur hefst klukkan 19:00 en klukkan 20:00 eru tveir leikir. Keflavík mætir Gróttu í Reykjaneshöllinni og Berserkir etja kappi við Hamar á Víkingsvelli.

Lesa meira
 

17.2.2017 Dómaramál : Dómaranámskeið fyrir konur

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur verður haldið þriðjudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Markmiðið með námskeiðinu er að reyna að auka hlut kvenna í dómgæslu en mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur til starfa á þeim vettvangi.  Lesa meira
 

16.2.2017 Landslið : Úrtaksæfingar U19 karla

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á úrtaksæfingar U19 karla (1999) sem fram fara 24. – 25. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar landsliðsþjálfara U19 karla.

Lesa meira
 

16.2.2017 Landslið : U21 karla - Tveir vináttuleikir við Georgíu í mars

Búið er að semja við Georgíu um tvo vináttulandsleiki ytra í mars en leikið verður í Tbilisi. Leikirnir fara fram dagana 22. og 25. mars. 

Lesa meira
 

16.2.2017 Fræðsla : KSÍ B próf - 6. apríl

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Setningarræða formanns á 71. ársþingi KSÍ

Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: