ksi.is

Stórsigur á Serbum í síðasta landsleik Þóru

Íslendingar lögðu Serba örugglega að velli í kvöld á Laugardalsvelli en þetta var lokaleikur Íslands í undankeppni HM.  Lokatölur urðu  eftir að staðan hafði verið 3 – 0 í leikhléi.  Íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum en komust þó ekki í umspil fyrir úrslitakeppni HM sem fram fer í Kanada 2015.  Þóra Helgadóttir lék sinn 108. og síðasta landsleik í kvöld og skoraði sitt fyrsta mark.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

19.9.2014 Landslið : Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 20. sæti

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er íslenska kvennalandsliðið í 20. sæti og lækkar um þrjú sæti frá síðasta lista. Bandaríkin er í efsta sæti listans sem fyrr en Þjóðverjar nálgast þær mjög í öðru sætinu. Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

19.9.2014 Fræðsla : Friður í einn dag - Peace one day

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 16. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert og hefur knattspyrnuhreyfingin á Íslandi vakið athygli á þessum verðuga málstað undanfarin ár.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

19.9.2014 Fræðsla : Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus

Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.  Verð á bilinu 90 - 100 þúsund krónur í tveggja manna herbergi og 120 - 130 þúsund krónur í eins manns herbergi. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

18.9.2014 Landslið : U19 kvenna - Svekkjandi tap gegn Spáni

Stelpurnar í U19 léku í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Litháen.  Andstæðingar dagsins voru Spánverjar sem unnu nauman sigur, 2 - 1, og kom sigurmark leiksins í uppbótartíma.  Spánverjar tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum en Ísland hafnaði í öðru sæti en kemst einnig áfram í milliriðla með Spánverjum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

18.9.2014 Landslið : Uppselt á leik Íslands og Hollands

Uppselt er á leik Íslands og Hollands sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

18.9.2014 Landslið : Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 34. sæti

Ísland fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA karla sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 34. sæti listans, ásamt Serbíu, og hefur karlalandsliðið ekki komist hærra áður á þessum lista.  Ísland er í 22. sæti á meðal aðildarþjóða UEFA en heimsmeistarar Þjóðverja tróna á toppi listans. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Tyrklands

17.9.2014 Landslið : Landinn á Laugardalsvellinum

Einhver viðamesta sjónvarpsútsending af íþróttaleik hér á landi fór fram þriðjudaginn 9. september þegar Íslendingar tóku á móti Tyrkjum í undankeppni EM 2016.  Landi allra landsmanna, Gísli Einarsson, var á vellinum og fylgdist með undirbúningi starfsfólks sjónvarps fyrir útsendinga og sýndi okkur afraksturinn. Lesa meira
 

14.9.2014 Fræðsla : Markmannsskóli drengja 2014 á Akranesi

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla drengja sem heldinn verður á Akranesi 19.-21. september. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Landsliðin okkar

Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum.  Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010