ksi.is

Harpa og Ingvar leikmenn ársins

Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld, mánudagskvöld.  Hápunktur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð 2, þegar tilkynnt var um val á bestu leikmönnum ársins, þeim Hörpu Þorsteinsdóttur og Ingvari Jónssyni úr Ísladnsmeistaraliðum Stjörnunnar.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

22.10.2014 Landslið : Mikill áhugi fyrir leiknum í Tékklandi

Ljóst er að mikill áhugi er fyrir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM en leikið verður í Plzen í Tékklandi, sunnudaginn 16. nóvember.  Ferðaskrifstofur hér á landi hafa sett upp sérstakar ferðir á leikinn og virðist mikill áhugi fyrir þessum ferðum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

21.10.2014 Landslið : U17 karla - Úrtaksæfingar á föstudag og laugardag

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Kórnum og Egilshöll, föstudaginn 24. og laugardaginn 25. október.  Nafnalistann með þessum leikmönnum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

20.10.2014 Landslið : U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki við Finna

Staðfest hefur verið að U17 landslið kvenna muni leika tvo vináttuleiki ytra við Finna í nóvember.  Leikirnir, sem eru liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM 2015, sem fram fer hér á landi, verða leiknir 18. og 20. nóvember.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

20.10.2014 Landslið : U17 karla í milliriðil fyrir EM 2015!

U17 landslið karla tryggði sér í dag, mánudag, sæti í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM 2015.  Sætið var tryggt með jafntefli við Ítali, sem voru þegar öruggir áfram fyrir leiki dagsins.  Ljóst er þó að tæpara mátti það vart stand, því Moldóvar unnu fjögurra marka sigur á Armenum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

20.10.2014 Dómaramál : Íslenskur dómarasextett í Glasgow á fimmtudag

Íslenskur dómarasextett verður að störfum á Celtic Park í Glasgow næstkomandi fimmtudag þegar skoska liðið Celtic og FC Astra frá Rúmeníu mætast í Evrópudeild UEFA.  Kristinn Jakobsson verður dómari og með honum tveir aðstoðardómarar, fjórði dómari og tveir aukaaðstoðardómarar. Lesa meira
 

16.10.2014 Landslið : Miðasala á Tékkland-Ísland í undankeppni EM 2016

Tékkland og Ísland mætast í undankeppni EM 2016 þann 16. nóvember næstkomandi.  Leikurinn fer fram í Plzen og hefst kl. 20:45 að staðartíma.  Vert er að taka fram að þarna mætast topplið A-riðils.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um miðasölu á leikinn.
Lesa meira
 
Hannes Halldórsson markvörður

7.10.2014 Fræðsla : Markmannsþjálfaragráða KSÍ fer af stað í nóvember

Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Námskeiðið er samtals 120 tímar. Það samanstendur af þremur helgarnámskeiðum og verklegri hópavinnu.

Námskeiðsgjaldið er 150.000 kr. og umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2014.

Lesa meira
 

7.10.2014 Fræðsla : KSÍ II þjálfaranámskeið framundan

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 24.-26. október og tvö helgina 31. okt.-2. nóv. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Landsliðin okkar

Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum.  Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010