ksi.is

U21 karla - Leikið við Armena miðvikudaginn 3. september

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á miðvikudaginn þegar þeir taka á móti Armenum á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:30.  Liðið heldur svo til Frakklands að leik lokum en leikið verður gegn heimamönnum, mánudaginn 8. september.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

U19 landslið kvenna

2.9.2014 Landslið : U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Litháen

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM í september en riðill Íslands er leikinn í Litháen.  Ísland leikur þar gegn heimastúlkum, Króatíu og Spáni og er fyrsti leikurinn gegn Litháen, laugardaginn 13. september. Lesa meira
 

2.9.2014 Mótamál : Seinni leikir 8 liða úrslita 4. deildar karla í kvöld

Nú þegar september mánuður er genginn í garð þá fara línur að skýrast í ýmsum deildum í knattspyrnunni hér heima.  Úrslitakeppnin í 4. deild karla er hafin og eru seinni leikir 8 liða úrslita á dagskrá í kvöld og má búast við hörkuleikjum.  Undanúrslitin hefjast svo á laugardaginn og er leikið þar heima og heiman. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

2.9.2014 Landslið : Ísland - Tyrkland : Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM, föstudaginn 5. september kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

1.9.2014 Landslið : Tyrkir tilkynna hópinn fyrir leiki gegn Danmörku og Íslandi

Tyrkir hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir tvo landsleiki 3. og 9. september.  Tyrkir leika vináttulandsleik gegn Dönum 3. september en mæta svo Íslendingum hér á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45 í undankeppni EM og er það fyrsti leikur þjóðanna í þeirri keppni.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

30.8.2014 Mótamál : Aðsóknarmetið á bikarúrslitaleik kvenna slegið

Aðsóknarmetið á úrslitaleik bikarkeppni kvenna var slegið annað árið í röð þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.  Áhorfendur voru 2.011 talsins, en fyrra metið var 1.605, þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik síðasta árs. Lesa meira
 
11.-supufundur

29.8.2014 Fræðsla : Súpufundur um vanmat í íþróttum

Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

29.8.2014 Landslið : A karla - Hópurinn sem mætir Tyrkjum

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson  og Lars Lagerbäck, hafa valið hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

27.8.2014 Landslið : U21 karla - Hópurinn sem mætir Armenum og Frökkum

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010