ksi.is

Staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og Meistarakeppni KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

Lengjubikarinn

23.4.2014 Mótamál : Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar hefjast í kvöld

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars kvenna hefjast í kvöld en þá mætast Stjarnan og Valur og Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:00. Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, eigast svo við Breiðablik og Þór/KA í Fífunni og hefst sá leikur kl. 18:00. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

23.4.2014 Landslið : U19 kvenna - Naumt tap gegn Skotum

Stelpurnar í U19 léku í morgun seinni leik sinn á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Færeyjum. Mótherjarnir voru Skotar og höfðu þeir betur, 0 - 1, með marki í uppbótartíma. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn. Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

22.4.2014 Dómaramál : Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl síðastliðinn en lokaundirbúningur landsdómara er nú í fullum gangi líkt og hjá leikmönnum.  Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið var m.a. yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir keppnistímabilið 2014. Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson tekur við viðurkenningur fyrir samstarf við Special Olympics

22.4.2014 Fræðsla : KSÍ fær viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics

Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi.  Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Lesa meira
 

22.4.2014 Fræðsla : Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing

Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

22.4.2014 Mótamál : Kynningarfundir Pepsi-deildanna 30. apríl og 12. maí

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram miðvikudaginn 30. apríl og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna mánudaginn 12. maí.  Báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.  Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fer fram sunnudaginn 4. maí, en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

16.4.2014 Fræðsla : KSÍ B próf - 30. apríl

Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

15.4.2014 Fræðsla : Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna

Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.  Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum. Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Frábær árangur landsliða

Árið 2013 var afar gott knattspyrnuár. Árangurinn var í heildina þannig, að réttilega er liðið ár sagt hið besta í íslenskri knattspyrnusögu. Góð uppskera byggir á mörgum þáttum en fyrst og fremst á traustum grunni.

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010