ksi.is

Öruggur sigur í Kasakstan

Ísland mætti Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag og unnu frækinn 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok leiksins.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

30.3.2015 Lög og reglugerðir : Nýtt samningsform fyrir staðalsamning KSÍ

Vegna nýrrar reglugerðar um milliliði og breytinga því tengdu, tekur nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi 1. apríl næstkomandi.  Allir samningar sem gerðir eru frá og með 1. apríl þurfa að vera á nýja samningsforminu til að verða skráðir hjá KSÍ. 

Lesa meira
 

30.3.2015 Lög og reglugerðir : Ný reglugerð um milliliði

Ný reglugerð FIFA um milliliði sem leysir af hólmi reglugerð FIFA um umboðsmenn leikmanna tekur gildi þann 1. apríl næstkomandi.  Á sama tíma tekur gildi ný reglugerð KSÍ um milliliði og fellur þá úr gildi reglugerð KSÍ um umboðsmenn og réttindi umboðsmanna KSÍ falla niður.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

30.3.2015 Landslið : A kvenna - Elín Metta inn í hópinn

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Freyr hefur valið Elínu Mettu Jensen, úr Val, inn í hópinn og kemur hún í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 

30.3.2015 Dómaramál : Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

30.3.2015 Dómaramál : Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík

Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Raio Piiroja

29.3.2015 Landslið : Kveðjuleikur Raio Piiroja

Raio Piiroja er einn þekktasti knattspyrnumaður Eistlands frá upphafi. Hann hefur leikið alls 114 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar og mun af þvi tilefni leika kveðjuleik sinn þegar Eistland mætir Íslandi í vináttuleik þann 30. mars

Lesa meira
 

28.3.2015 Landslið : Aron Einar, Eiður Smári og Gylfi ekki til Eistlands | UPPFÆRT

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gyldi Þór Sigurðsson fara ekki með landsliðinu til Eistlands í vináttuleikinn sem fram fer á þriðjudag. Aron Einar varð faðir á dögunum og heldur heim, eins og Eiður Smári, sem bíður fæðingar síns fjórða barns. Gylfi Þór Sigurðsson fékk högg í leiknum gegn Kasakstan og leikur ekki gegn Eistlandi.

Lesa meira
 

25.3.2015 Fræðsla : Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Fífunni, mánudaginn 30. mars  og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Mikil þróun með tilkomu leyfiskerfis KSÍ

Leyfiskerfi KSÍ var sett á laggirnar haustið 2002 og undirgengust íslensk félög leyfiskerfi KSÍ í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2003.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil þróun hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu og ekki síður í umgjörð íslenskra knattspyrnufélaga

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-001