ksi.is

A karla – Góður 1-0 sigur á Írlandi - 28.3.2017

slenska karlalandsliðið vann góðan 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna sem fram fór á Aviva leikvangnum í Dublin í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

29.3.2017 Landslið : Kvennalandsliðið í næstefsta styrkleikaflokki 

Kvenna­landsliðið verður í næ­stefsta styrk­leika­flokki þegar dregið verður í riðla fyr­ir undan­keppni HM 2019 þann 25. apríl. Styrk­leika­flokk­arn­ir eru fimm og verður dregið í sjö riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM, og fjög­ur lið með best­an ár­ang­ur í 2. sæti fara í um­spil um tvö laus sæti til viðbót­ar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

28.3.2017 Landslið : U21 karla - Sigur gegn Sádí Arabíu

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Sádí Arabíu í dag en vináttulandsleikur liðanna var leikinn í Róm.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland en markalaust var í leikhléi.  Góður undirbúningur liðsins að baki fyrir undankeppni EM en liðið lék þrjá leiki í ferðinni. 

Lesa meira
 

28.3.2017 Landslið : U17 kvenna - Góður sigur á Svíum í milliriðli fyrir EM

U17 ára landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur á Svíum í fyrsta leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­móts­ins en riðill­inn er leikinn í Portúgal. Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar Reykja­vík­ur skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins.

Lesa meira
 

28.3.2017 Dómaramál : Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 

28.3.2017 Landslið : U17 kvenna – Byrjunarliðið á gegn Svíþjóð

U17 ára landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í milliriðli fyrir EM 2017 í dag gegn Svíþjóð. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það skipað eftirtöldum leikmönnum.

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

27.3.2017 Dómaramál : Síðasta byrjendanámskeiðið í Reykjavík

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 3. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30. Lesa meira
 

26.3.2017 Fræðsla : Hvernig þjálfari ertu? - Námskeið

Laugardaginn 1. apríl kl. 10:00 munu íþróttasálfræðingarnir Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason, íþróttasálfræðingar og kennarar við Háskóla Íslands, halda áhugavert námskeið sem ber yfirskriftina Hvernig þjálfari ertu?

Lesa meira
 

26.3.2017 Landslið : A karla - Arnór Smárason kallaður í hópinn

Arnór Smárason hefur verið kallaður inn í hóp A landsliðs karla sem mætir Írlandi í vináttuleik á þriðjudag. Arnór kemur til móts við hópinn í Dublin í dag. Arnór sem á að baki 21 leik með A landsliðinu og hefur skorað í þeim 2 mörk, lék síðast með landsliðinu í China Cup í janúar.

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Setningarræða formanns á 71. ársþingi KSÍ

Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: