ksi.is

Staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og Meistarakeppni KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

U17 landslið kvenna

16.4.2014 Landslið : U17 kvenna - Góður sigur á Færeyingum

Stelpurnar í U17 luku keppni á undirbúningsmóti UEFA í Belfast í dag með því að leggja Færeyinga að velli, 5 - 1. Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Ísland en þetta var þriðji leikur liðsins í mótinu, sigur vannst einnig á Wales en tap gegn heimastúlkum í Norður Írlandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

16.4.2014 Fræðsla : KSÍ B próf - 30. apríl

Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

16.4.2014 Landslið : Mæta Færeyingum og Skotum í undirbúningsmóti UEFA - Uppfært

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum í apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1996 og síðar.  Leikið verður gegn Færeyjum og Skotlandi dagana 22. og 23. apríl. Æfing verður á gervigrasinu í Laugardal, sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

15.4.2014 Fræðsla : Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna

Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.  Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

15.4.2014 Mannvirki : Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2014

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 7 verkefna, samtals 16 milljónir króna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

14.4.2014 Mótamál : Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á miðvikudaginn

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 - liða úrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Þrír leikir fara fram miðvikudaginn 16. apríl og einn leikur fimmtudaginn 17. apríl.  Undanúrslitin fara fram mánudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn fer fram 24. apríl. Lesa meira
 
Fundur um málefni stuðningsmanna

11.4.2014 Leyfiskerfi : Mikilvægt að treysta böndin milli knattspyrnufélags og stuðningsmanna

KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna. 

Lesa meira
 

10.4.2014 Landslið : A kvenna - Stórsigur á Möltu

Ísland vann í dag stórsigur á Möltu í undankeppni HM en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 0 – 8 fyrir Ísland sem leiddi með fjórum mörkum í leikhléi.  Yfirburðir íslenska liðsins voru algerir frá upphafi og einungis spurningin um hversu stór sigurinn yrði. Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 8. maí.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Frábær árangur landsliða

Árið 2013 var afar gott knattspyrnuár. Árangurinn var í heildina þannig, að réttilega er liðið ár sagt hið besta í íslenskri knattspyrnusögu. Góð uppskera byggir á mörgum þáttum en fyrst og fremst á traustum grunni.

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010