ksi.is

A-karla - Ísland mætir Möltu í nóvember - 26.8.2016

KSÍ og Knattspyrnusamband Möltu hafa náð samkomulag um vináttulandsleik fyrir A-landslið karla. Leikurinn fer fram 15. nóvember næstkomandi á Ta'Qali, þjóðarleikvangi Maltverja. 

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

26.8.2016 Dómaramál : Kvendómarakvartett á landsleik Íslands og Póllands

Fjórir kvendómarar dæmdu landsleik U19 ára landsliðs kvenna gegn Póllandi í gær í Sandgerði. Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir varadómari í leiknum.

Lesa meira
 

26.8.2016 Landslið : U19 kvenna - Naumt tap gegn Póllandi

U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í byrjun seinni hálfleiks. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og átti í fullu tré við pólska liðið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

25.8.2016 Mótamál : Meistaradeild kvenna - Öruggur Blikasigur gegn NSA Sofia

Blikar léku í dag sinn annan leik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en riðillinn er leikinn í Wales.  Leikið var gegn NSA Sofia frá Búlgaríu og unnu Blikar öruggan sigur, 5 - 0, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi. Lesa meira
 

25.8.2016 Landslið : A kvenna - Miðasala á lokaleiki undankeppni EM er hafin

Kvennalandsliðið leikur lokaleiki sína í undankeppni EM í september en þá ræðst hvort liðið tryggi sér farseðil á lokakeppni EM í Hollandi. Íslenska liðið er í góðri stöðu á toppi riðilsins en seinustu leikirnir eru gegn Slóveníu þann 16. september og Skotlandi þann 20. september.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

24.8.2016 Landslið : U19 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Wales

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Wales, 4. og 6. september.  Leikið verður ytra en þessir leikir eru undirbúningur fyrir riðil Íslands í undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Tyrklandi, Lettlandi og Úkraínu. Lesa meira
 

24.8.2016 Landslið : U21 karla - Hópurinn sem mætir N. Írlandi og Frakklandi

U21 karla leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM í byrjun september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september en seinni leikurinn er gegn Frökkum þann 6. september. Ísland er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik minna en franska liðið.

Lesa meira
 

23.8.2016 Landslið : A karla - Hópurinn sem mætir Úkraínu í undankeppni HM

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í Kiev þann 5. október en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Landsliðið mun koma saman í Frankfurt í Þýskalandi til æfinga en fer svo til Úkraínu í leikinn.

Lesa meira
 

22.8.2016 Fræðsla : Vel heppnuð Bikarúrslitaráðstefna

KSÍ og Knattspyrnuþjálfara félag íslands héldu veglega Bikarúrslitaráðstefnu 12. – 13. ágúst. Þorkell Máni Pétursson var með leikgreiningu á liðum Breiðabliks og ÍBV sem léku til úrslita um Borgunarbikar kvenna á föstudagskvöldinu.

Lesa meira
 


Aðildarfélög
Aðildarfélög


Pistlar

35 ár frá fyrsta landsleiknum

Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu: