ksi.is

Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

Nýr tveggja ára samningur við Frey Alexandersson

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Frey Alexandersson um þjálfun A landsliðs kvenna.  Samningurinn gildir út árið 2016 en Freyr tók við kvennalandsliðinu í ágúst 2013.  Þá gerði KSÍ einnig nýja samninga við Ásmund Haraldsson, aðstoðarþjálfara,  og Ólaf Pétursson, markvarðaþjálfara, um að vera Frey áfram innan handar. Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

29.10.2014 Landslið : U23 kvenna - Fjórir leikmenn bætast við æfingahópinn

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið fjóra leikmenn til viðbótar í æfingahóp hjá U23 kvenna sem æfir tvívegis um komandi helgi.  Þetta eru þær: Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór, Lára Einarsdóttir úr KA, Sóley Guðmundsdóttir úr ÍBV og Karitas Tómasdóttir úr Selfoss Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

28.10.2014 Fræðsla : Aðalfundur KÞÍ 2014

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 13. nóvember n.k. klukkan 20:00.  Dagskrá er með hefðbundnu sniði og verða veittar viðurkenningar ársins til félagsmanna.

Lesa meira
 

26.10.2014 Landslið : Æfingar hjá U17, U19 og U23 kvenna um komandi helgi

Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Þórður Þórðarson og Úlfar Hinriksson, hafa valið hópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Þá æfa landslið U23, U19 og U17 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Einnig verða mælingar hjá U17 og U19 kvenna sem verða á föstudagskvöldinu.

Lesa meira
 

24.10.2014 Mótamál : Drög að niðurröðun í Futsal 2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og kvenna og er hægt að finna þau hér á síðunni.  Félög hafa til 1. nóvember til að koma með athugasemdir varðandi þessa niðurröðun. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

23.10.2014 Mótamál : Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ 2014

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2013/2014 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2014 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

23.10.2014 Landslið : Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 28. sæti

Á nýjum styrkleikalista FIFA karla, sem gefinn var út í morgun, fer Ísland upp um sex sæti og situr nú í 28. sæti listans.  Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið ofar á þessum lista en það eru heimsmeistarar Þjóðverja sem eru í efsta sætinu sem fyrr og Argentínumenn koma þar næstir.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

22.10.2014 Landslið : Mikill áhugi fyrir leiknum í Tékklandi

Ljóst er að mikill áhugi er fyrir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM en leikið verður í Plzen í Tékklandi, sunnudaginn 16. nóvember.  Ferðaskrifstofur hér á landi hafa sett upp sérstakar ferðir á leikinn og virðist mikill áhugi fyrir þessum ferðum.

Lesa meira
 

7.10.2014 Fræðsla : KSÍ II þjálfaranámskeið framundan

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 24.-26. október og tvö helgina 31. okt.-2. nóv. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 


Pistlar

Geir Þorsteinsson

Landsliðin okkar

Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum.  Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar
Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010