Foreldrabæklingur


Á undanförnum árum hefur stuðningur og þátttaka foreldra barna í knattspyrnu stóraukist, en sífellt verður algengara að foreldrar mæti á æfingar og leiki barna sinna og taki virkan þátt í knattspyrnustarfinu.  Þetta hefur eflt knattspyrnu barna og knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni og Knattspyrnusamband Íslands fagnar þessari jákvæðu þróun.

Knattspyrna er lang vinsælasta íþróttagreinin á Íslandi og í öllum heiminum.  Mikill meirihluti iðkenda hér á landi eru börn og unglingar undir 16 ára aldri.  Öllum þessum fjölda fylgja fjölskyldur sem styðja við börnin í knattspyrnuiðkun þeirra og mæta á völlinn. 

KSÍ hefur gefið út bækling með leiðbeiningum og tilmælum til foreldra barna er stunda æfingar og keppni.  Bæklingurinn er hugsaður sem fræðsluefni sem hægt er að nota á foreldrafundum.  Bæklingnum er dreift til allra félaga á Íslandi og er hugsaður sem fræðsluefni fyrir foreldra barna í knattspyrnu.

Spilaðu með - Foreldrabæklingur KSÍ á fjórum tungumálum