Verndun barna

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur sett á laggirnar vefsíðu þar sem allir aðilar sem koma að knattspyrnustarfi barna og unglinga geta nálgast ýmsan fróðleik er snýr að verndun barna og hvernig gera má umhverfið í knattspyrnu öruggara fyrir börn og unglinga (UEFA Safeguarding).

Á þessu vefsvæði er m.a. hægt að taka stutt námskeið þar sem stuðst er við dæmisögur og farið í gegnum viðbrögð við hverju og einu dæmi sem sett er upp. Hvert námskeið tekur c.a. 15 mínútur.

Þarna er einnig að finna ýmsan fróðleik, greinar, rannsóknir o.fl. sem nýtast vel í leik og starfi.

KSÍ hvetur fulltrúa aðildarfélaga og aðra einstaklinga tengda knattspyrnuhreyfingunni eindregið til þess að skoða þessa síðu, áframsenda hana á starfsfólk/sjálfboðaliða innan sinna raða og hvetja til þátttöku á þessum örnámskeiðum.

Skoða örnámskeið