Landslið

Fyrra mark Íslands í 2- 0 sigri á Tyrklandi nú skráð á Theodór Elmar Bjarnason - 7.12.2017

Í 2-0 sigri Íslands gegn Tyrklandi 9. Október 2016, í undankeppni HM, var fyrra mark Íslands skráð sem sjálfsmark af FIFA. Þetta hefur hins vegar breyst, en FIFA hefur nú skráð markið á Theodór Elmar Bjarnason.

Lesa meira
 

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um slagorð á rútu landsliðsins í Rússlandi - 7.12.2017

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um val á slagorði fyrir rútur þeirra landsliða sem taka þátt í HM 2018 í Rússlandi. Samskonar keppni var haldin í aðdraganda EM 2016 í Frakklandi, en þar var Ísland með Áfram Ísland! á rútunni sinni.

Lesa meira
 

U16 og U17 kvenna - Úrtakshópar valdir - 6.12.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið úrtakshópa sem munu æfa dagana 16. og 17. desember, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 
Getty Images for UEFA

U17 karla - Ísland með Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi í milliriðlum - 6.12.2017

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2018 hjá U17 karla og var Ísland þar á meðal liða, en mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland.

Lesa meira
 

Algarve bikarinn 2018 - Ísland með Hollandi, Japan og Danmörku í riðli - 6.12.2017

Það er orðið ljóst með hverjum A landslið kvenna er með í riðli í Algarve bikarnum 2018. Mótherjar liðsins verða Holland, Japan og Danmörk, en mótið fer fram 28. febrúar - 7. mars.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í undakeppni U17 og U19 karla fyrir EM 2019 - 6.12.2017

Í dag var dregið í undankeppni EM 2019 í bæði U17 og U19 karla og var Ísland að sjálfsögðu á meðal liða.

Lesa meira
 

KSÍ auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri landslið karla - 5.12.2017

KSÍ auglýsir eftir þjálfara í fullt starf við þjálfun U16-U19 landslið karla.

Lesa meira
 

U18 karla og U19 karla - Æfingar fara fram 28.-29. desember - 5.12.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U18 landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar dagana 28.-29. desember næstkomandi og fara æfingarnar fram í Egilshöll.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi er hafin að nýju - 4.12.2017

Miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi hófst að nýju þriðjudaginn 5. desember. Þar getur folk sótt um miða á staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar. 

Lesa meira
 

Úrtakshópar fyrir U16 og U17 karla sem æfa í lok desember - 4.12.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 karla, hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar liðanna tveggja, en þær fara fram 27.-28. desember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Egilshöll. 

Lesa meira
 

Tveir leikir gegn Indónesíu í janúar - 1.12.2017

KSÍ getur staðfest að A landslið karla leikur tvo leiki gegn Indónesíu í janúar næstkomandi og fara leikirnir fram 11. og 14. janúar. Leikirnir verða leiknir utan alþjóðlegra leikdaga FIFA.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu - 1.12.2017

Dregið var í riðla fyrir HM 2018 í Rússlandi og verða Argentína, Króatía og Nígería mótherjar Íslands í riðlakeppninni. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Argentínu 16. júní í Moskvu.

Lesa meira
 

HM 2018 - Dregið í riðla í dag! - 1.12.2017

Það er komið að því. Í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018 og í fyrsta sinn verður Ísland á meðal liða, en drátturinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KSÍ og auglýsingastofan Pipar/TBWA gera samstarfssamning um vörumerkjavöktun - 1.12.2017

KSÍ og auglýsingastofan Pipar\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun í aðdraganda HM í knattspyrnu 2018. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Lesa meira
 

Icelandair flýgur beint á alla leikstaði Íslands á HM í Rússlandi í sumar - 29.11.2017

Icelandair hefur ákveðið að fljúga að minnsta kosti eitt flug til þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Ljóst verður 1. desember um hvaða borgir verður að ræða og hverjir leikdagar Íslands verða, en þá verður dregið í riðla keppninnar.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi hefst aftur þriðjudaginn 5. desember - 28.11.2017

Fyrsta hluta miðasölu á HM 2018 í Rússlandi er nú lokið og var gríðarlega aðsókn í miða, en 724.760 miðar voru seldir. Flestar umsóknir um miða komu frá Rússlandi, eða 47%, en á topp tíu listanum eru einnig Bandaríkin, Brasilía, Þýskaland, Kína, Mexíkó, Ísrael, Argentína, Ástralía og England.

Lesa meira
 

Ísland með næsthæstan meðalaldur í undankeppni HM samkvæmt skýrslu CIES - 28.11.2017

CIES Football Observatory var að gefa út sína mánaðarlegu skýrslu og var sú nýjasta um HM 2018 í Rússlandi. Þar voru þær þjóðir sem unnu sér inn þáttökurétt á mótinu skoðaðar frá ýmsum hliðum.

Lesa meira
 

Opinbert plakat HM 2018 í Rússlandi kynnt - 28.11.2017

Það styttist óðfluga í dráttinn fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi, en hann fer fram á föstudaginn næstkomandi. Í dag var kynnt opinbert plakat mótsins. Á því má sjá hinn goðsagnakennda markvörð Sovétríkjanna, Lev Yashin.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir 3. flokk karla og kvenna á Austfjörðum - 28.11.2017

Úrtaksæfingar fyrir 3.flokk stúlkna og drengja verða haldnar í Fjarðarbyggðarhöllinni næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Ísland með Þýskalandi, Azerbaijan og Írlandi í milliriðli fyrir EM 2018 - 24.11.2017

Dregið var í milliriðla í dag fyrir EM 2018 hjá U17 kvenna, en Ísland var dregið í riðil með Þýskalandi, Azerbaijan og Írlandi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög