Leyfiskerfi

Úttekt á aðgengi fatlaðra í Pepsi deildum karla og kvenna - 19.10.2017

KSÍ fékk í gær afhend eintök af skýrslu sem ber heitið: Allir á völlinn: Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að knattspyrnuvöllum í Pepsi deild karla og kvenna árið 2017. Höfundar skýrslunnar eru þeir Alexander Harðarson og Ólafur Þór Davíðsson en þeir voru báðir í vettvangsnámi hjá KSÍ í upphafi þessa árs.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 17.3.2017

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í gær fimmtudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt.  Níu af leyfunum 18 eru gefin út með fyrirvara. Þar með hafa öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en þó 11 með fyrirvörum vegna vallarmála eða frekari gagnaskila fyrir 31. mars nk.

Lesa meira
 

Sex þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 9.3.2017

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í vikunni.  Sex félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 18 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Lesa meira
 
Valbjarnarvöllur

Öll 24 félögin hafa skilað leyfisgögnum - 8.2.2017

Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2017, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 13.1.2017

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Leyfisferlið fyrir 2017 hafið - 15.11.2016

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert. Lesa meira
 

Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ - 1.11.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 27. október sl. var samþykkt ný útgáfa (3.2) af Leyfisreglugerð KSÍ. Ný útgáfa af reglugerðinni hefur verið birt á heimasíðu KSÍ en mikilvægt er að aðildarfélög KSÍ, sem leika í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017, kynni sér ákvæði reglugerðarinnar ítarlega.

Lesa meira
 
Haukur Hinriksson

Haukur tekur við sem leyfisstjóri KSÍ - 14.7.2016

Þann 1. júlí sl. tók Haukur Hinriksson við af Ómari Smárasyni sem leyfisstjóri KSÍ. Ómar hefur farið með stjórn leyfismála hjá KSÍ frá því leyfiskerfið var innleitt í íslenska knattspyrnu haustið 2002 en lætur nú af störfum eftir sitt 14. tímabil sem leyfisstjóri.  Haukur, sem er lögfræðingur að mennt, hóf störf hjá KSÍ 1. janúar 2016. Lesa meira
 
f17230712-val_fram-04

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 18.3.2016

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt.  Sjö af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á umsókn viðkomandi félags um vallarleyfi. 

Lesa meira
 
f32300712-kria-16

Níu þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 12.3.2016

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni.  Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Lesa meira
 

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 18.1.2016

Af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2016, þ.e. félögin í efstu tveimur deildum karla, hafa 23 þegar skilað leyfisgögnum, en eitt félag fékk framlengdan skilafrest.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 9.1.2016

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 

Skiladagur leyfisgagna er 15. janúar 2016 - 6.1.2016

Leyfisferlið vegna keppnistímabilsins 2016 er nú í fullum gangi og vinna þau félög sem undirgangast kerfið hörðum höndum að undirbúningi leyfisgagna.  Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar.  Þrjú félög hafa þegar skilað gögnum. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Árleg skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu - 24.11.2015

Nýverið gaf UEFA út sjöundu útgáfu árlegrar skýrslu um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu - "The European Club Footballing Landscape" - sem gæti útlagst "Knattspyrnulandslagið í Evrópu".  Skýrslan byggir á leyfisgögnum félaga í öllum aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_083

Leyfisferlið fyrir 2016 hafið - 15.11.2015

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2016 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert. Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_129

Ný leyfisreglugerð KSÍ samþykkt - útgáfa 3.1 - 5.11.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 29. október 2015 var samþykkt ný útgáfa af leyfisreglugerð KSÍ.  Meðal breytinga má nefna kröfur um lögformlega stöðu leyfisumsækjanda, bókhaldskröfur vegna undirbúnings ársreiknings, kröfur um mat á rekstrarhæfi og nýja kröfu um tengilið félags við fatlaða stuðningsmenn. Lesa meira
 
UEFA

Ráðstefna UEFA um leyfismál haldin í Dubrovnik - 30.9.2015

Í september var árleg ráðstefna UEFA um leyfismál haldin í Dubrovnik í Króatíu. Á ráðstefnunni var farið yfir ýmis mál tengd leyfiskerfum UEFA og aðildarlandanna, þar á meðal breytingar á leyfisreglugerð milli ára.  Stærsta breytingin milli ára snýr að styrkingu kröfu um menntun unglingaþjálfara, sem nú er orðin A-krafa en var B-krafa áður.

Lesa meira
 
Leyfiskerfi FIFA

Leyfiskerfi FIFA innleitt í árslok 2016 - 20.8.2015

FIFA hefur tilkynnt að leyfiskerfi FIFA, sem smíðað er að mestu eftir leyfiskerfum UEFA og AFC (Knattspyrnusambands Asíu), verði innleitt í árslok 2016.  Undirbúningsvinna hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið og nú styttist í innleiðingu kerfisins fyrir öll aðildarsambönd FIFA.

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Engar athugasemdir í gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ - 19.8.2015

Í byrjun ágústmánaðar framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Engar athugasemdir voru gerðar við leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 
Throttur

6 þátttökuleyfi samþykkt af leyfisráði - 19.3.2015

Leyfisráð hefur samþykkt umsóknir þeirra 6 félaga sem gefinn var vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins þann 11. mars.  Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfið hafa þar með fengið útgefið þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2015.

Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög