Mótamál

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan tapaði á heimavelli - 8.10.2015

Stjarnan tapaði 1-3 gegn rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Rússarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 5. mínútu leiksins. Staðan var orðin 0-2 á 13. mínútu og útlitið ekki gott.

Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins - 6.10.2015

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan - WFC Zvezda 2005 í Meistaradeild kvenna í kvöld - 6.10.2015

Stjarnan mætir rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í tveimur leikjum í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og er fyrri leikurinn á Samsung-vellinum í Garðabæ á miðvikudag kl. 19:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV. Lesa meira
 

1.107 áhorfendur að meðaltali á leiki Pepsi-deildar karla - 3.10.2015

Alls mættu 146.138 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á keppnistímabilinu sem lauk í dag.  Þetta gera 1.107 áhorfendur að meðaltali á hvern leik en flestir mættu á leik FH og Breiðabliks í umferð, 2.843 talsins.  Það var líka heimavöllur nýkrýndra Íslandsmeistara, Kaplakrikavöllur, sem var með bestu meðaltalsaðsóknina, 1.925 áhorfendur.

Lesa meira
 

Patrick Pedersen markakóngur í Pepsi-deild karla - 3.10.2015

Valsmaðurinn Patrick Pedersen er markakóngur í Pepsi-deild karla en Patrick skoraði 13 mörk á tímabilinu. Mörkin 9 mörk komu utan af velli en Daninn skoraði einnig 4 mörk af vítapunktinum. Mörkin komu í 20 leikjum á tímabilinu og fær Patrick því gullskóinn í ár.

Lesa meira
 

Emil Pálsson valinn leikmaður ársins í Pepsi-deildinni - 3.10.2015

Emil Pálsson, leikmaður FH, var valinn leikmaður ársins af leikmönnum liða í Pepsi-deildinni. Emil lék bæði með Fjölni og FH á tímabilinu en hann átti stóran þátt í velgengi beggja liða en FH varð Íslandsmeistari þar sem Emil skoraði sigurmarkið sem var einmitt gegn Fjölni.

Lesa meira
 

Ármann Smári Björnsson fær háttvísiverðlaun Borgunar - 3.10.2015

Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fær háttvísiverðlaun Borgunar en verðlaunin eru veitt leikmanni sem sýnir af sér heiðarlega framkomu á velli. Ármann er 34 ára leikmaður ÍA á Akranesi en hann er einnig fyrirliði liðsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl útnefndur besti dómari ársins í Pepsi-deild karla - 3.10.2015

Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dómari ársins af leikmönnum í Pepsi-deild karla. Gunnar er alþjóðlegur dómari sem hefur dæmt bæði heima sem og hefur hann fengið mörg verkefni erlendis.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitakeppni 10. bekkjar á laugardag - 2.10.2015

Riðlakeppni í Grunnskólamóti KRR í 10. bekk drengja og stúlkna er nú lokið og ljóst er hvaða skólar leika til úrslita laugardaginn 3. október.  Allir leikirnir fara fram í Egilshöll og má sjá upplýsingar um hvaða skólar leika til úrslita með því að smella hér að neðan. Lesa meira
 

Íslandsmót í keppni 5 manna liða í 5. og 4. flokki - 1.10.2015

Íslandsmót í keppni fimm manna liða í 5. og 4. flokki kemur í stað Íslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss (futsal).  Leikið verður á gervigrasi og fer mótið fram í knattspyrnuhúsum í nóvember ár hvert. Þátttökutilkynning þarf að berast í síðasta lagi laugardaginn 10. október. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Ljóst hvaða lið leika til úrslita í Grunnskólamóti KRR fyrir 7. bekk - 1.10.2015

Riðlakeppni í Grunnskólamóti KRR í 7. bekk drengja og stúlkna er nú lokið og ljóst er hvaða skólar leika til úrslita föstudaginn 2. október.  Smellið hér að neðan til að sjá hvaða skóla er um að ræða.

Lesa meira
 
Stjarnan

Tveggja marka tap Stjörnunnar gegn Elfsborg - 1.10.2015

U19 lið Stjörnunnar beið lægri hlut gegn sænska liðinu Elfsborg þegar liðin mættust í Borås í Svíþjóð, í fyrri leik fyrstu umferðar Unglingadeildar UEFA (UEFA Youth League). Heimamenn unnu 2-0 með marki í sitt hvorum hálfleik.   Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

700 krakkar keppa í Grunnskólamóti KRR - 29.9.2015

KSÍ hefur um árabil skipulagt mót á vegum KRR, skv. sérstökum samningi þar um.  Eitt af verkefnum hvers árs er að raða Grunnskólamóti KRR, þar sem taka þátt  um 700 krakkar úr 7. og 10. bekkjum úr grunnskólum Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan mætir Elfsborg í Unglingadeild UEFA - 28.9.2015

Stjarnan mætir sænska liðinu Elfsborg í tveimur leikjum í fyrstu umferð Unglingadeildar UEFA (UEFA Youth League) og fer fyrri leikurinn fram ytra á miðvikudag.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið tekur þátt í þessari keppni. Lesa meira
 

Leiknir féll um deild - KR tryggði Evrópusætið - 26.9.2015

Það kom ansi margt í ljós eftir leiki dagsins í Pepsi-deild karla. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar eftir að vinna 2-1 sigur á Fjölni á Kaplakrika.

Lesa meira
 

FH Íslandsmeistari 2015 - 26.9.2015

FH er Íslandsmeistari árið 2015 en liðið vann Fjölni 2-1 í næst seinustu umferð mótsins. Liðið er því með 4 stiga forystu á Breiðablik fyrir seinustu umferðina og Blikarnir geta ekki ná FH að stigum.

Lesa meira
 

Ekki verða gerða breytingar á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla. - 25.9.2015

Ekki kemur til þess að breyta þurfi leiktíma á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla. Leikir dagsins fara því fram á fyrirfram ákveðnum tíma.

Lesa meira
 

Fanndís valin leikmaður ársins í Pepsi-deild kvenna - 25.9.2015

Í dag, föstudag, var tilkynnt um hvaða aðilar hafa skarað frammúr í Pepsi-deild kvenna fyrir árið 2015. Það voru leikmenn liðanna í Pepsi-deildinni sem kusu leikmenn, þjálfara og dómara ársins.

Lesa meira
 

Lið umferða 10-18 í Pepsi-deild kvenna - 25.9.2015

Keppni í Pepsi-deild kvenna lauk nýverið og stóð Breiðablik uppi sem Íslandsmeistari. Valnefnd hefur valið þá leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn og dómara sem þóttu standa upp úr í seinni hluta Íslandsmótsins og eru þeir neðangreindir:

Lesa meira
 

1.deild karla - Víkingur Ólafsvík og Þróttur Reykjavík í Pepsi-deildina - 19.9.2015

Lokaumferð 1.deildar karla fór fram í dag og var í ljós eftir leikina að Víkingur Ólafsvík og Þróttur leika í Pepsi-deildinni á næsta ári. Víkingur hafði þegar tryggt sér sæti í deildinni fyrir lokaumferðina en Þróttur þurfti stig til að tryggja sæti í Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan