Mótamál

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Slavia Prag í 16 liða úrslitum - 16.10.2017

Dregið var í 16 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í dag í Nyon, Sviss. Stjarnan mætir þar Slavia Prag frá Tékklandi.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 16 liða úrslit! - 11.10.2017

Stjarnan er komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar kvenna, en liðið vann í dag Rossiyanka 4-0 í seinni leik liðanna. Leikið var í Rússlandi.

Lesa meira
 

Miðasölubrask - 9.10.2017

Vegna auglýsinga sem birst hafa víðsvegar á veraldarvefnum, þar sem boðnir eru til sölu miðar á Ísland Kosóvó, vill KSÍ beina athygli að skilmálum miðakaupa hjá miði.is.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Rossiyanka - 3.10.2017

Stjarnan mætir rússneska liðinu Rossiyanka á fimmtudaginn næstkomandi, 5. október, í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Andri Rúnar Bjarnason valinn bestur og markakóngur - 30.9.2017

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2017, en það eru leikmenn sjálfir sem velja. Jafnframt var hann markahæsti leikmaður deildarinnar og jafnaði markametið sem er 19 mörk.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Valur fékk bikarinn í dag! - 30.9.2017

Valur lyfti Íslandsmeistaratitlinum í dag eftir 4-3 sigur á Víking Reykjavík í lokaumferð Pepsi deildar karla.

Lesa meira
 

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna - 30.9.2017

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson, bæði úr Stjörnunni, hafa verið valin efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna.

Lesa meira
 

Pepsi karla - Síðasta umferðin fer fram í dag - Fellur Víkingur Ólafsvík eða ÍBV? - 30.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram laugardaginn 30. september og fara allir leikirnir fram klukkan 14:00. Ljóst er hvaða lið keppa í Evrópukeppni að ári og því á aðeins eftir að koma í ljós hvaða lið fellur í Inkasso-deildina með ÍA.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Stephany Mayor valin best - 29.9.2017

Stephany Mayor, úr Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2017 en það eru leikmenn sjálfir sem velja. Stephany var algjör lykilmaður í liði Þór/KA sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu við Breiðablik í lokaumferðinni. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Þór/KA og er markahæst í Pepsi-deild kvenna í augnablikinu.

Lesa meira
 

Þór/KA Íslandsmeistari 2017 - 28.9.2017

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu, en liðið vann í dag FH í síðasta leik sínum í deildinni, 2-0. Liðið endaði tímabilið með 44 stig, á meðan Breiðablik endaði með 42 stig, en Blikar hefðu getað komist uppfyrir Þór/KA í dag ef þær hefðu ekki unnið FH.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Titilbaráttan ræðst í dag - 28.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar kvenna fer fram í dag, fimmtudag, og föstudag. Í dag er sannkallaður úrslitadagur, en þá fara fram þrír leikir. Þór/KA – FH, Breiðablik – Grindavík og Haukar - ÍBV. Því er ljóst að titilbaráttan ræðst þá.

Lesa meira
 
Breiðablik

2. flokkur Breiðabliks leikur gegn Legia á Kópavogsvelli í dag - 27.9.2017

2. flokkur karla hjá Breiðablik mætir pólska liðinu Legia frá Varsjá í Evrópukeppni U19 liða á Kópavogsvelli kl. 16:00 í dag. Þetta er fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð keppninnar. Seinni leikurinn verður í Varsjá þann 18. október.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2018 - 27.9.2017

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2018 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 10. október. 

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Leikur Breiðabliks og Grindavíkur færður - 24.9.2017

Leikur Breiðabliks og Grindavíkur, sem átti að fara fram föstudaginn 29. september klukkan 16:15, hefur verið færður á fimmtudaginn 28. september og verður hann leikinn klukkan 16:15 á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Næstsíðasta umferðin fer fram í dag - 24.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram sunnudaginn 24. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. ÍA er nú þegar fallið og gætu Víkingur Ólafsvík fylgt þeim niður ef önnur úrslit verða þeim óhagstæð.

Lesa meira
 

FYLKIR er Inkassso-deildarmeistari 2017 - 23.9.2017

Fylkir varð i dag Inkasso-deildarmeistari 2017 en liðið vann 2-1 sigur á ÍR í lokaumferðinni á meðan Keflavík tapaði 2-1 gegn HK. Fylkir er því meistari með 48 stig.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Þór/KA getur tryggt sér titilinn - 22.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar kvenna er leikin föstudaginn 22. september og laugardaginn 23. september. Þór/KA getur þar tryggt sér titilinn með sigri í sínum leik, eða ef Breiðablik vinnur ekki Stjörnuna.

Lesa meira
 

Inkasso - Síðasta umferð deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september - 22.9.2017

Síðasta umferð Inkasso-deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. Ljóst er að Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi deildina og Grótta og Leiknir F. falla í 2. deild. Það er þó enn óráðið hvort Fylkir eða Keflavík vinna titilinn.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fjölnir mætir FH í dag - 21.9.2017

Einn leikur er í Pepsi deild karla í dag, en um er að ræða viðureign sem var frestað í 15. umferð. Fjölnir taka á móti FH á Extra vellinum í Grafarvogi og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Lesa meira
 

Valur Íslandsmeistari 2017 - 19.9.2017

Valur er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu en ekkert lið getur náð Val að stigum þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Valur er með 44 stig eða 9 stiga forskot í deildinni en Stjarnan kemur næst með 35 stig og þá FH með 34 stig.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan