Mótamál

Stjarnan Borgunarbikarmeistari kvenna 2015 - 29.8.2015

Stjarnan er bikarmeistari kvenna en liðið vann Selfoss 2-1 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Leikurinn var hinn fjörugasti og fengu þeir sem mættu á Laugardalsvöllinn frábæra skemmtun.

Lesa meira
 

Áhorfendamet slegið í bikarkeppni kvenna - 29.8.2015

Áhorfendamet var slegið í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna þegar Stjarnan og Selfoss léku til úrslita, en 2.435 áhorfendur komu á leikinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem áhorfendamet er slegið í bikarkeppni kvenna en á seinasta úrslitaleik mættu 2.011 á leikinn og þá mættust einmitt Stjarnan og Selfoss.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Tap í fyrsta leik Víkinga - 26.8.2015

Fyrstu leikir E riðils í undankeppni Futsal Cup fóru fram í gærkvöldi en riðillinn er leikinn í Ólafsvík.  Heimamenn léku gegn Flamurtari Vlore frá Albaníu og höfðu gestirnir betur, 1 - 5.  Í fyrr leik kvöldsins voru það Hamburg Panthers frá Þýskalandi sem lögðu FC Differdange frá Lúxemborg, 6 - 2. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Molar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 25.8.2015

Stjarnan og Selfoss mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þetta eru sömu lið og léku til úrslita í fyrra, þar sem Stjarnan hafði betur og fagnaði þar með sínum öðrum bikarmeistaratitli.  Fyrir keppnina í fyrra hafði Selfoss aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Lesa meira
 

Verður aðsóknarmetið slegið þriðja árið í röð? - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Stjarnan og Selfoss, sem léku einnig til úrslita í fyrra.  Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega og var þá met slegið sem sett var árið á undan. 

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - Leikskrá - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast sömu lið og í fyrra, Stjarnan og Selfoss.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 21.8.2015

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest breytingu á tveimur leikjum í Pepsi-deild karla.  Leikirnir Víkingur-ÍBV og Keflavík-KR áttu að fara fram á mánudag, en hafa nú verið færðir til þriðjudags.  Leikstaðir eru þeir sömu og leiktímar óbreyttir. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Fyrstu leikirnir á þriðjudaginn - 21.8.2015

Víkingar frá Ólafsvík standa í stórræðum þessa dagana en þeir eru gestgjafar í E riðli undankeppni Futsal Cup sem er Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Auk Víkinga leika í riðlinum, Hamburg frá Þýsklandi, Flamurtari Vlorë frá Albaníu og FC Differdange frá Lúxemborg.  Fyrstu leikirnir fara fram þriðjudaginn 25. ágúst en leikjadagskráin er svohljóðandi: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og KR frestað til föstudags - 20.8.2015

Leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag kl. 18:00, hefur verið frestað.  Leikurinn mun fara fram á morgun, föstudag kl. 18:00. Lesa meira
 

Stjarnan mætir sama liði og í fyrra - 20.8.2015

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í dag, fimmtudag.  Stjarnan, sem komst með fullt hús stiga í gegnum undanriðil sem leikinn var á Kýpur, fékk sömu mótherja og í fyrra, WFC Zvezda 2005 frá Rússlandi.   Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna á fimmtudag - 17.8.2015

Dregið verður í 32-liða úrslit í UEFA Meistaradeild kvenna fimmtudaginn 20. ágúst, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um tryggði Stjarnan sér sæti þar með því að leggja alla mótherja sína í undanriðli sem fram fór á Kýpur.   Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Besta aðsókn að bikarúrslitaleik karla á þessari öld - 17.8.2015

Áhorfendur á úrslitaleik Borgunarbikars karla síðastliðinn laugardag, þar sem Valur og KR mættust, voru 5.751 talsins, sem er mesti fjöldi á úrslitaleik bikarsins á þessari öld, og mesti fjöldi síðan 1999 þegar 7.401 var viðstaddur leik ÍA og KR. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 32-liða úrslitin - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag, sunnudag, eftir 2-0 sigur á Fc Apollo Ladies frá Kýpur.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur úrslitaleik við Apollon Ladies - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag, sunnudag, hreinan úrslitaleik um sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið leikur við FC Apollon Ladies frá Kýpur en í seinasta leik riðakeppninnar en bæði lið eru með 6 stig.

Lesa meira
 

Valur varð seinast bikarmeistari fyrir 10 árum - 15.8.2015

Valsmenn urðu seinast bikarmeistarar árið 2005 en þá unnu þeir Fram í úrslitaleik 1-0. Það eru því 10 ár síðan Valsmenn hömpuðu seinast bikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 

VALUR BIKARMEISTARI KARLA - 15.8.2015

Valur varð á laugardag Borgunarbikarmeistari karla en liðið vann 2-0 sigur á KR á Laugardalsvelli. Valsmenn byrjaðu leikinn af krafti en hvorugt lið náðu þó að skora í fyrri hálfleik og var staðan markalaust þegar Erlendur Eiríksson, dómari, flautaði til hálfleiks.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikar karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn, 15. ágúst, og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Stjarnan vann sigur á KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar vann öruggan 4-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í Meistaradeild Evrópu og það er því ljóst að Stjarnan og FC Apollo Ladies leika til úrslita um efsta sæti riðilsins. Stjarnan hafði unnið Hbernians frá Möltu í fyrsta leiknum og er því með 6 stig eftir sigurinn á KÍ.

Lesa meira
 

Völsungur leitar að yfirþjálfara - 13.8.2015

Barna- og unglingaráð í knattspyrnu hjá Völsungi auglýsir stöðu yfirþjálfara yngri flokka lausa til umsóknar. Um er að ræða virkilega spennandi starf, en Völsungur rekur öflugt yngri flokka starf í knattspyrnu. Um þessar mundir eru rétt ríflega 200 iðkendur skráðir í yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag annan leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag, fimmtudag, og eru það Færeyingar sem etja kappi við íslenska liðið að þessu sinni. Stjarnan byrjaði vel í riðlakeppninni en liðið vann Hibernians frá Möltu í fyrsta leik 5-0.

Lesa meira
 


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan