Mótamál

Lengjubikarinn

Undanúrslit í B og C deildum Lengubikars karla - 23.4.2014

Nú fer að síga á seinni hlutann í Lengjubikarnum og fimmtudaginn 24. apríl þá verður leikið til undanúrslita í B og C deild Lengjubikars karla. Sigurvegarar viðureignanna tryggja sér svo sæti í úrslitaleikjunum sem fyrirhugaðir eru, sunnudaginn 27. apríl Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengubikar karla - Úrslitaleikur A-deildar karla á föstudaginn - 23.4.2014

Breiðablik og FH mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars karla, föstudaginn 25. apríl, en leikið verður á Samsung vellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:00 en Blikar eru núverandi handhafar titilsins. FH lagði KR að velli í undanúrslitum en Breiðablik hafði betur gegn Þór. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar hefjast í kvöld - 23.4.2014

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars kvenna hefjast í kvöld en þá mætast Stjarnan og Valur og Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:00. Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, eigast svo við Breiðablik og Þór/KA í Fífunni og hefst sá leikur kl. 18:00. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 30. apríl og 12. maí - 22.4.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram miðvikudaginn 30. apríl og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna mánudaginn 12. maí.  Báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.  Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fer fram sunnudaginn 4. maí, en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit fara fram mánudaginn 21. apríl - 20.4.2014

Undanúrslit A deildar Lengubikars karla fara fram annan í páskum, mánudaginn 21. apríl.  Á KR velli mætast KR og FH og í Boganum á Akureyri leika Þór og Breiðablik.  Sigurvegarar viðureignanna leika svo til úrslita á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, og fer sá leikur fram á Samsung vellinum í Garðabæ. Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Umsóknir um fjölmiðlaskírteini 2014 - 16.4.2014

KSÍ hefur gert samkomulag við Samtök Íþróttafréttamanna (SÍ) vegna aðgangsskírteina fyrir fulltrúa fjölmiðla keppnistímabilið 2014.  Umsóknir skulu sendar á tölvupóstfang SÍ (sportpress@sportpress.is) eigi síðar en 25. apríl næstkomandi.  

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ - 16.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og Meistarakeppni KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á miðvikudaginn - 14.4.2014

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 - liða úrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Þrír leikir fara fram miðvikudaginn 16. apríl og einn leikur fimmtudaginn 17. apríl.  Undanúrslitin fara fram mánudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn fer fram 24. apríl. Lesa meira
 
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Starfsskýrsluskil til ÍSÍ 15. apríl - 8.4.2014

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.  Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ. Lesa meira
 
Fífan

Aprílgabbið 2014 - Einungis leikið á gervigrasi í maí - 1.4.2014

Vegna ástands knattspyrnualla um land allt hefur stjórn KSÍ samþykkt sérákvæði við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í því felst að engir leikir í efstu deildum geti farið fram á völlum með náttúrulegu grasi í maímánuði 2014 og er sú ákvörðun tekin með langtímahagsmuni grasvalla landsins í huga.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Drög að leikjaniðurröðun 2014 - Athugasemdafrestur til 20. mars - 11.3.2014

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 20. mars
Lesa meira
 
Geir og Haukur eftir undirritun samningsins

Borgun framlengir farsælu samstarfi við KSÍ - 4.3.2014

Borgun hefur framlengt samstarfssamningi sínum við Knattspyrnusamband Íslands til fjögurra ára. Borgun hefur verið einn af bakhjörlum KSÍ og mun áfram vera meðal þeirra öflugu fyrirtækja sem hafa séð sóknarfærin í því að vera öflugur samherji KSÍ.

Lesa meira
 
Valur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar sjöunda árið í röð - 25.2.2014

Það voru Valsstúlkur sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í gærkvöldi þegar þær lögðu Fylki í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöll.  Lokatölur urðu 2 -1 fyrir Val eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Valur hefur því unnið þennan titil 7 ár í röð og í 23 skipti alls.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna - Valur mætir Fylki - 21.2.2014

Það verða Valur og Fylkir sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, mánudaginn 24. febrúar. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins þar sem Valur lagði KR, 4 - 1 og Fylkir hafði betur gegn Fjölni, 3 - 1.

Lesa meira
 

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ funduðu með mennta- og menningarmálaráðherra - 20.2.2014

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ sátu fund með Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og hans aðstoðarfólki  miðvikudaginn 19. febrúar og fór fundurinn fram í ráðuneytinu að Sölvhólsgötu.  Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2014 - Dregið í fyrstu umferðunum - 17.2.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2014.  Borgunarbikarinn í ár hefst hjá körlunum 3. maí en konurnar hefja svo leik 15. maí.  Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram á Laugardalsvelli 16. ágúst en konurnar heyja sína úrslitabaráttu tveimur vikum síðar á sama stað. Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 17.2.2014

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2014 og má sjá hana hér að neðan.  Mótanefnd KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð frá kl. 11:00 föstudag - 14.2.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 11:00, föstudaginn 14. febrúar, vegna undirbúnings við ársþing KSÍ.  Ársþingið, það 68. í röðinni, verður sett laugardaginn 15. febrúar kl. 11:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld með leik HK og Þróttar - 14.2.2014

Keppni í A deild karla í Lengjubikar KSÍ hefst í kvöld en þá mætast HK og Þróttur í fyrsta leik mótsins.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Fjölmargir leikir fara svo fram um helgina og er hægt að sjá dagskrána með því að smella á "Næstu leikir" hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2014 - 11.2.2014

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla 2014 með því að leggja KR í úrslitaleik eftir jafnan og spennandi leik.  Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1.  Framarar hafa þar með unnið þennan titil 26 sinnum

Lesa meira
 


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010