Mótamál

IBV-Futsal

Íslandsmótið í Futsal heldur áfram um helgina - 1.12.2016

Um komandi helgi hefst seinni hluti riðlakeppni Ílslandsmótsins í innanhússknattspyrnu, Futsal, þegar leikið verður í A og B riðli karlla.  Tvö efstu félögin tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum en úrslitakeppnin sjálf verður leikin helgina 6. - 8. janúar.  Undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 

Mögnuð tilþrif á Special Olympics - 28.11.2016

Mikil stemmning var um helgina á Special Olympics þar sem fatlað íþróttafólk sýndi magnaða takta á knattspyrnuvellinum. Gleðin skein úr hverju andliti og ekki minnkaði brosið þegar hvert glæsimarkið af fætur öðru var skorað!

Lesa meira
 

Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja Íslandsleika Special Olympics 2017 - 24.11.2016

Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusamband Íslands standa að árlegum Íslandsleikum í knattspyrnu, sunnudaginn 27. nóvember 2016 kl. 14. 00 – 16.00 í Reykjaneshöllinni.   Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum en markmið Special Olympics samtakanna er að skipuleggja keppni sem gefur öllum jöfn tækifæri.  

Lesa meira
 

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson - 23.11.2016

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast laugardaginn 26. nóvember, í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson í Egilshöll klukkan 15:30.

Lesa meira
 

Nýr starfsmaður í mótadeild KSÍ - 16.11.2016

Pjetur Sigðursson hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 1. janúar næstkomandi. Pjetur mun sinna verkefnum tengdum dómara- og mótamálum.

Lesa meira
 

Íslandsmótið í Futsal hefst um helgina - 11.11.2016

Nú um helgina hefst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, Futsal, en þá hefst keppni í tveimur riðlum í meistaraflokki karla.  Sama fyrirkomulag er við lýði og undafarin ár þar sem að leikin er riðlakeppni í hraðmótsfyrirkomulagi og svo er 8 liða úrslitakeppni í byrjun janúar.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2017 - 7.11.2016

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2017 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra fór fram í dag - 5.11.2016

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag.  Fundinn sóttu um 70 fulltrúar félaga víðs vegar af landinu og hlýddu m.a. á erindi um knattspyrnumótin 2016 og 2017, reglugerðarbreytingar.  Þá var dregið í töfluröði í Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deildinni og 2. deild karla.

Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 28.10.2016

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2015/2016 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2016 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 56 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 5. nóvember - 28.10.2016

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 12:00-15:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik úr leik - 19.10.2016

Breiðablik er úr leik í Ungmennadeild UEFA en Blikarnir töpuðu 4-0 í seinni leik liðanna á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-3 tapi og því vann Ajax 7-0 samanlagt.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - 975 áhorfendur að meðaltali á leik - 18.10.2016

Alls komu 128.741 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðinu tímabili eða 975 að meðaltali á hvern leik.  Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.541 að meðaltali á hvern leik.  Næst besta aðsóknin var á Kópavogsvöll þar sem 1.203 áhorfendur mættu að meðaltali Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins 2016 - 13.10.2016

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 

Blikar gerðu markalaust jafntefli við Rosengård - 12.10.2016

Breiðablik er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að gera markalaust jafntefli við sænska stórliðið Rosengård á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-1 sigri sænska liðsins sem fer á áfram á minnsta mun.

Lesa meira
 

Breiðablik mætir Rosengård í seinni leik liðanna í dag - 12.10.2016

Breiðablik leikur seinni leikinn við stórlið Rosengård í Malmö í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Fyrri leikurinn endaði 1-0 fyrir Rosengård og eiga Blikastelpur því enn góða möguleika á að komast áfram.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2017 - 10.10.2016

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2017 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 15. október.  Ef eitthvað félag hefur ekki fengið til sín slíka tilkynningu er það beðið um að hafa samband við skrifstofu KSÍ  Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Blikar töpuðu naumlega gegn Rosengård - 4.10.2016

Sænska liðið Rosengård vann 0-1 sigur á Breiðablik í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks en það var Lotta Schelin sem skoraði markið á 8. mínútu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Sigurvegarar í Grunnskólamóti KRR 2016 - 3.10.2016

Um helgina fór fram úrslitakeppni í Grunnskólamóti KRR en þar etja kappi 7. og 10. bekkir grunnskóla í Reykjavík.  Undankeppni og úrslitakeppni fóru fram í Egilshöll, að venju, og skemmtu þátttakendur og áhorfendur sér hið besta. Lesa meira
 

KR og Stjarnan í Evrópudeildina - FH fékk bikarinn afhentan - 1.10.2016

FH-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á Kaplakrika í dag en liðið var fyrir lokaumferðina búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið gerði 1-1 jafntefli í dag gegn ÍBV og endaði því mótið í toppsætinu með 43 stig. FH leikur því í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.

Lesa meira
 

Harpa markahæst í Pepsi-deild kvenna árið 2016 - 30.9.2016

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er markadrottning í Pepsi-deild kvenna en Harpa skoraði 20 mörk í 16 leikjum í deildinni. Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, kemur næst með 14 mörk í 17 leikjum og þá kemur Cloe Lacosse, leikmaður ÍBV, með 13 mörk í 18 leikjum.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan