Mótamál

Stjarnan á leið til Króatíu í Meistaradeild Evrópu - 23.6.2017

Dregið var í undankeppni Meistardeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag. Stjarnan var með í drættinum sem Íslandsmeistarar 2016. Drógust Garðbæingar í riðil með Osijek frá Króatíu, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og SC Istatov frá Makedóníu.

Lesa meira
 

8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna fara fram í dag - 23.6.2017

Allir leikirnir í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna verða í dag. Stórleikur 8 liða úrslitanna verður í Garðabænum kl. 18:00 þar sem Stjarnan tekur á móti Þór/KA og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 

Miðasala á stórleik Manchester City og West Ham hefst í hádeginu - 22.6.2017

Miðasala á stórleik Manchester City og West Ham hefst á hádegi í dag, klukkan 12:00, en leikurinn mun fara fram föstudaginn 4. ágúst á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Evrópukeppni - Íslensku liðin á faraldsfæti um Evrópu - 19.6.2017

Dregið hefur verið í undankeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, þar sem fjögur íslensk lið voru í pottinum. FH kemur inn í forkeppni Meistaradeildarinnar í 2. umferð og mun þar mæta Víking Götu, frá Færeyjum, eða Trepca 89, frá Kosovó. Fyrri viðureignin fer fram í Kaplakrika 11. eða 12. júlí og síðari leikurinn viku síðar.

Lesa meira
 

Dregið í Evrópukeppnirnar í dag - 19.6.2017

Í dag verður dregið í fyrstu umferðir forkeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. Fjögur íslensk lið taka þátt og fá því að vita hverjir andstæðingar þeirra verða.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin rúllar af stað aftur - 14.6.2017

Pepsi-deild karla fer af staða aftur í dag eftir landsleikjahlé. Þrír leikir verða spilaðir í dag þar sem Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvelli, KA tekur á móti ÍA á Akureyrarvelli og Grindavík og FH leika á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Polla- og Hnátumót 2017 - Staðfestir leikdagar - 7.6.2017

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ og hefst fyrsti riðillin í dag á Egilsstöðum. Úrslitakeppnir Polla og Hnátumóta fara svo fram dagana 14. til 20. ágúst.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn – Tvö efstu liðin úr Pepsi-deild kvenna mætast - 7.6.2017

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Hjá konunum verður stórslagur á dagskránni þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA en liðin eru eins og er í efstu tveimur sætum Pepsi-deildar kvenna.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn – 16 liða úrslit kvenna hefjast í dag - 2.6.2017

16 liða úrslit í Borgunarbikar kvenna hefjast í dag með 7 leikjum. Kl. 16.30 hefst leikur Þróttar R. og Hauka á Eimskipsvellinum í Laugardal, kl. 18:00 verða tveir leikir þar sem Sindri fær Grindavík í heimsókn og Selfoss tekur á móti ÍBV.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - 16 liða úrslit karla og kvenna framundan - 30.5.2017

Framundan eru 16 liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna og eru það karlarnir sem hefja leik í kvöld þegar lið Gróttu sækir Skagamenn heim á Norðurálsvöllinn.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistarar Breiðabliks fá Þór/KA í heimsókn - 24.5.2017

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Handhafar titilsins, Breiðablik, mæta Þór/KA á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Leikið í dag (mánudag) og á morgun - 22.5.2017

Það er leikið í Borgunarbikar kvenna í dag, mánudag, og á morgun en dregið er í 16-liða úrslitum á miðvikudaginn. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru í boði en 6 lið komast áfram í 16-liða úrslit en þá koma einnig inn öll liðin úr Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Frábær stemning á Íslandsleikum Special Olympics - 22.5.2017

Hinir árlegu Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta voru haldnir á Þróttarvellinum í Laugardal um helgina en Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni ÍF og KSÍ.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Bikarmeistararnir mæta Stjörnunni - 19.5.2017

Dregið var í sex­tán liða úr­slit Borg­un­ar­bik­arsin í dag. Fjölmargar áhugaverðar viðureignir verða í umferðinni en bikarmeistarar Vals mæta Stjörnunni að þessu sinni.

Lesa meira
 

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag - 16.5.2017

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag með fjórum leikjum. Kl. 18:00 mætast Þór og Ægir á Þórsvelli, Kl. 19:15 verða tveir leikir, Leiknir R. tekur á móti Þrótti R. og Selfoss tekur á móti Kára. Kl. 20:00 hefst svo leikur Berserkja og Gróttu á Víkingsvelli. 

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar mánudaginn 15. maí - 9.5.2017

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  mánudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun yngri flokka - 8.5.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir í mótum sumarsins verið staðfestir.

Lesa meira
 

Inkasso-deildin - Fylki og Keflavík spáð bestu gengi í sumar - 4.5.2017

Í há­deg­inu var kunn­gerð spá þjálf­ara, fyr­irliða og for­ráðamanna liðanna í Inkasso-deildinni en mótið hefst á morgun. Gangi spá­in eft­ir leika Kefla­vík og Fylk­ir í úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð en það kem­ur í hlut Leikn­is frá Fá­skrúðsfirði og Gróttu að falla úr deild­inni.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - 32 liða úrslit - 3.5.2017

Það var dregið í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í hádeginu og eins og áður verða margir áhugaverðir viðureignir. Liðin úr Pepsi-deildinni komu í pottinn í 32-liða úrslit.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla hefst í dag sunnudag - 30.4.2017

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir þrír leikir. Tveir leikir hefjast kl. 17:00 í dag. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti Íslandsmeisturunum úr FH og ÍBV fær Fjölni í heimsókn.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan