Mótamál

Merki Hauka

Haukar tryggðu sér titilinn í 1. deild kvenna - 28.9.2016

Haukar tryggðu sér titilinn í 1. deild kvenna í gær þegar þær lögðu Grindavík í úrslitaleik sem fór fram í Grindavík.  Lokatölur urðu 5 - 1 en í leikhléi var staðan jöfn, 1 - 1.  Bæði þessi félög höfðu þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna en þar voru svo Haukar sem hömpuðu titlinum. Lesa meira
 

Bikarsúrslitaleikir 2. flokks í beinni á Sport TV - 27.9.2016

Bikarsúrslitaleikur 2. flokks karla er í dag á Nettóvellinum í Keflavík þar sem Keflavík/Njarðvík og Fjölnir mætast. Leikurinn er klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á Sport TV.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Blikar töpuðu á heimavelli - 27.9.2016

Breiðablik tapaði 0-3 gegn hollenska liðinu Ajax í fyrri leik liðanna í ungmennadeild Evrópu. Ajax komst í 0-2 í fyrri hálfleik en seinasta markið kom undir lok leiksins.

Lesa meira
 

Breyting á skráningu markaskorara - 17.9.2016

KSÍ hefur farið yfir ábendingar þess efnis að markaskorarar í tveimur leikjum Pepsi-deildar karla séu rangt skráðir.

Lesa meira
 

KA er Inkasso-deildarmeistari - 17.9.2016

KA er deildarmeistari i Inkasso-deildinni en liðið vann 2-1 sigur á Grindavík í uppgjöri efstu liða deildarinnar sem mættust í dag. Grindavík komst yfir í leiknum en KA jafnaði metin og skoraði svo sigurmark leiksins úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

FC Sækó keppir við FC Crazy - 13.9.2016

Næstkomandi laugardag, 17. september kl. 11:00 mun knattspyrnufélagið FC Sækó etja kappi við lið FC Crazy í 11 manna fótbolta í 2 x 25 mín.

Lesa meira
 

Undanúrslit 1. deildar kvenna - Breyttar dagsetningar - 8.9.2016

Eftirfarandi leikir fara fram í undanúrslitum 1. deildar kvenna.  Verulegar breytingar hafa átt sér stað vegna verkefna landsliða og fara leikirnir fram á eftirfarandi dagsetningum: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Leik Breiðabliks og ÍBV frestað - 6.9.2016

Vegna samgöngutruflanna hefur leik Breiðabliks og ÍBV, í Pepsi-deild kvenna, verið frestað en leikurinn átti að fara fram í dag, þriðjudaginn 6. september, á Kópavogsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 7. september kl. 17:30. Lesa meira
 

KA og Grindavík í Pepsi-deild karla - 4.9.2016

KA og Grindavík hafa tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á komandi tímabili en bæði liðin unni leiki sína í gær í Inkasso-deildinni og er ljóst að önnur lið geta ekki náð þeim að stigum. KA vann 1-0 sigur á heimavelli á Selfossi en Grindavík vann Fjarðarbyggð 1-0.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitakeppnir yngri flokka komnar í gang - 2.9.2016

Nú þegar kominn er september fer að draga til úrslita í Íslandsmótum yngri flokka.  Úrslitin ráðast um helgina í 5. flokki karla og kvenna og þá hefst einnig úrslitakeppni í 4. flokki karla og kvenna.  Það er því um að gera að mæta og sjá margt af okkar efnilegasta knattspyrnufólki í skemmtilegum leikjum um helgina Lesa meira
 

Úrslitakeppnir í 1. deild kvenna og 4. deild karla hefjast um helgina - 2.9.2016

Úrslitakeppnir 1. deildar kvenna og 4. deildar karla hefjast á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikir 8 liða úrslita.  Síðari leikirnir fara fram á miðvikudaginn og eftir það verður ljóst hvaða fjögur félög berjast um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna og í 3. deild karla á næsta tímabili.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Breiðablik mætir Rosengård - 1.9.2016

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta sænsku meisturunum í Rosengård í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Fyrri leikurinn verður heima og fer fram 5. eða 6. október.  Seinni leikurinn er ytra og fer fram viku síðar. Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Ajax - 30.8.2016

Það er spennandi verkefni framundan hjá undmennaliði Breiðabliks en þeir mæta Ajax í 32 liða úrslitum ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Blika, 28. september og sá seinni í Amsterdam, 19. október.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik í pottinum - 30.8.2016

Í dag verður dregið í ungmennadeild UEFA en þar eru 32 félög í pottinum og eru Blikar fulltrúar Íslands sem Íslandsmeistarar 2. flokks karla.  Leikið verður heima og heiman og er drátturinn í þessari fyrstu umferð svæðaskipt.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Röð liða breytist í C riðli 1. deildar kvenna - 29.8.2016

Í samræmi við neðangreint ákvæði reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót breytist röð liða í C riðli 1. deildar kvenna á þann hátt að Hamrarnir enda í 2. sæti og Sindri í 3. sæti.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Breiðablik áfram eftir stórsigur í lokaleiknum - 28.8.2016

Kvennalið Breiðabliks er komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið vann 8-0 sigur á Cardiff Met í lokaleik riðilsins sem leikinn var í Wales. Blikarnir höfðu fyrir leikinn unnið einn leik og gert eitt jafntefli og þurfti því sigur, helst stóran, til að vera öruggar áfram.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta markvarða - 26.8.2016

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Tindastóli og KFS um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Öruggur Blikasigur gegn NSA Sofia - 25.8.2016

Blikar léku í dag sinn annan leik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en riðillinn er leikinn í Wales.  Leikið var gegn NSA Sofia frá Búlgaríu og unnu Blikar öruggan sigur, 5 - 0, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Jafnt hjá Blikum í fyrsta leik - 24.8.2016

Breiðablik gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var gegn Spartak Subotica frá Serbíu.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika en serbneska liðið jafnaði í blálokin, með síðustu kollspyrnu leiksins.

Lesa meira
 

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag, þriðjudag - 23.8.2016

Kvennalið Breiðabliks leikur í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni en riðill er leikin í Wales þar sem efsta lið riðilsins fer beint í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan