Mótamál

Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Kvennalið Stjörnunnar til Kýpur í Meistaradeildinni - 25.6.2015

Kvennalið Stjörnunnar fer til Kýpur í Meistaradeildinni þar sem undanriðill fer fram þann 11-16. ágúst næstkomandi. Stjarnan er með Apollon Limassol frá Kýpur, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu í riðli.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Staðfestir leiktímar í Borgunarbikar karla og kvenna - 23.6.2015

Það er búið að gefa út leiktíma í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna. 8-liða úrslit karla fara fram 4. - 6. júlí en 8-liða úrslit kvenna fara fram 2. - 11. júlí.

Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Stjarnan mætir Celtic í Meistaradeildinni - 22.6.2015

Það er búið að draga í Meistaradeild Evrópu og dróst Stjarnan á móti skoska liðinu Glasgow Celtic. Celtic mætti einmitt KR á seinasta ári í Meistaradeildinni en tapaði 5-0 samanlagt.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir mæta FH - 19.6.2015

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunbikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.  Það eru spennandi viðureignir framundan en bikarmeistarar KR taka á móti FH í Vesturbænum.  Leikdagar eru sunnudagurinn 6. og mánudagurinn 7. júlí.

Lesa meira
 

16-liða úrslit Borgunarbikars karla á fimmtudag - 16.6.2015

Á fimmtudag fara fram allir átta leikirnir í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.  Þróttur R. og ÍBV mætast á Laugardalsvellinum kl. 17:30 og í Fjarðabyggðarhöllinni mætast heimamenn og Valsmenn kl. 18:00.  Sex leikir hefjast svo kl. 19:15, þar á meðal viðureign Breiðabliks og KA, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Lesa meira
 

Valur mætir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna - 8.6.2015

Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fengu heimaleik og taka á móti Þór/KA.

Lesa meira
 

KR-ingar leika í Vesturbænum í 16-liða úrslitum - 5.6.2015

Það var dregið í 16-liða úrslit í Borgunarbikar karla í hádeginu. Margar áhugaverðar rimmur verða í umferðinni en meðal annars leika KR-ingar í Vesturbænum gegn KV sem á heimaleik. Öll neðrideidlarliðin drógust gegn liðum úr Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Breytingar í Pepsi-deild karla - 4.6.2015

Sjónvarpsleik 8. umferðar Pepsi-deilar karla hefur verið breytt og verður Fjölnir – Leiknir. Tveir leikir verða í beinni sendingu úr 9. umferð.

Lesa meira
 

Allt brjálað í Borgunarbikarnum! - 2.6.2015

Borgunarbikarinn fer á alvöru flug á næstu dögum.  Karlarnir leika í 32-liða úrslitum á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og síðan verður dregið í 16-liða úrslit á föstudag.  Konurnar leika í 16-liða úrslitum á föstudag og laugardag og dregið verður í 8-liða úrslit á mánudag. Lesa meira
 

Íþróttafélagið Þór 100 ára - 29.5.2015

Íþróttafélagið Þór var stofnað þann 6. júní 1915 og fagnar því 100 ára afmæli á þessu ári. Margs konar viðburðir hafa verið og verða haldnir allt árið í tilefni af afmælinu, en aðal hátíðahöldin verða á Þórssvæðinu laugardaginn 6. júní – þar verður sannkölluð gleðihátíð þar sem allir, jafnt félagsmenn og aðrir sem vilja samfagna Þórsurum, geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Lesa meira
 

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 22.5.2015

Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar í Pepsi-deild karla. Vinsamlega takið mið af þeim og komið á framfæri þar sem það á við.

Lesa meira
 

Bikarmeistararnir mæta Keflvíkingum í 32-liða úrslitum - 21.5.2015

Bikarmeistarar KR leika við Keflavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var í hádeginu. Þessi lið léku til úrslita á seinasta ári í bikarnum og unnu KR-ingar leikinn 2-1. Þrjár viðureignir eru milli liða úr Pepsi-deildinni. Stjarnan - Leiknir, Keflavík - KR og ÍA - Fjölnir.

Lesa meira
 

Íslandsmeistararnir mæta Breiðablik í 16-liða úrslitum - 21.5.2015

Það var dregið í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í hádeginu. Það verður boðið upp á margar skemmtilegar viðureignir en meðal þeirra liða sem drógust saman eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Breiðabliks.

Lesa meira
 

Fjöldi leikja í Borgunarbikarnum næstu daga - 18.5.2015

Það er leikið í Borgunarbikar karla og kvenna í kvöld og næstu daga. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru í boði en þetta eru seinustu leikirnir áður en 32-liða úrslit taka við þann 2. júní.

Lesa meira
 

KSÍ, N1 og 365 í samstarf um sýningar á leikjum í 1. deild karla - 15.5.2015

KSÍ, N1 og 365 hafa gert samkomulag varðandi beinar útsendingar frá leikjum í 1. deild karla í fótbolta í sumar. Í það minnsta einn leikur í hverri umferð verður sýndur á SportTV og visir.is en auk þess munu valdir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport í sumar.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 15. maí - 12.5.2015

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  föstudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðabliki spáð titlinum í Pepsi-deild kvenna - 11.5.2015

Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar kvenna, sem fram fór í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag, var m.a. birt spá forráðamanna félaganna um röð liðanna í ár.  Breiðablik var spáð titlinum en Stjarnan kom þar skammt á eftir.  Þrótti og Aftureldingu var spáð falli.

Lesa meira
 

Breyting í Pepsi-deild kvenna - 11.5.2015

Breyting hefur verið gerð á leik Þórs/KA og ÍBV í Pepsi-deild kvenna en leikurinn verður leikinn í Boganum en ekki á Þórsvelli.

Lesa meira
 

Ekki er hægt að skrá leiksskýrslur á sunnudagsmorgun - 8.5.2015

Vegna uppfærslna á gagnagrunnsvélum hjá Advania mun vefur KSÍ liggja niðri sunnudaginn 10. maí milli 9.00 og 12.00. Af þessum sökum er ljóst að ekki verður hægt að fylla út leikskýrslu fyrir leiki á vef KSÍ um morguninn.

Lesa meira
 

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ - 8.5.2015

Stjarnan vann í kvöld 4-1 sigur á Breiðablik í meistarakeppni KSÍ og fá því nafnbótina meistarar meistaranna. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur en leikmenn Stjörnunnar áðu yfirhöndinni í seinni hálfleik og unnu að lokum verðskuldaðan sigur.

Lesa meira
 


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan