Mótamál

Frumdrög að Íslandsmótinu 2017 fyrir eftirtalin mót - 20.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur birt á vef KSÍ frumdrög að leikjaniðurröðun í landsdeildum karla og kvenna (Pepsi-deild karla og kvenna, Inkasso-deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla og 3. deild karla). Leikdagar Borgunarbikarsins hafa einnig verið birtir á vef KSÍ.

Lesa meira
 

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla - 16.1.2017

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla og er hægt að sjá leiki mótsins í á vef KSÍ. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á Akranesi þar sem þeir mæta ÍA. 

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar fyrir mót sumarsins- Skilafrestur er til 19. janúar - 13.1.2017

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 19. janúar næstkomandi. 

Lesa meira
 

Tillögur fyrir ársþing KSÍ skulu berast í seinasta lagi 11. janúar - 10.1.2017

Knattspyrnusamband Íslands minnir á, í samræmi við 10. gr. laga knattspyrnusambands Íslands, að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar KSÍ óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi á morgun, miðvikudaginn 11. janúar nk.

Lesa meira
 

Niðurröðun í Lengjubikarnum lokið - 9.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Innanhúsknattspyrna - Selfoss og Álftanes Íslandsmeistarar - 8.1.2017

Selfoss og Álftanes urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu, futsal, en Selfoss varð Íslandsmeistari karla með 3-2 sigri á Víkingi frá Ólafsvík en Álftanes varð Íslandsmeistari kvenna eftir að leggja Selfoss 4-3 að velli.

Lesa meira
 

Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss í dag - 8.1.2017

Úrslitaleikir í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu, Futsal, fara fram í dag, sunnudaginn 8. janúar, en leikið er í Laugardalshöll.  Álftanes og Selfoss mætast í úrslitaleik meistaraflokks kvenna kl. 12:15 en í karlaflokki mætast Selfoss og Víkingur Ólafsvík kl. 14:00.

Lesa meira
 

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur - 6.1.2017

Minnt er á að frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar 2017. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.

Lesa meira
 

Úrslitakeppnin í Futsal hefst á föstudag - 5.1.2017

Úrslitakeppnin í innanhússknattspyrnu, Futsal, hefst föstudaginn 6. janúar þegar leikið verður í 8 liða úrslitum karla.  Undanúrslit karla og kvenna fara svo fram, laugardaginn 7. janúar, í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir fara svo fram á sama stað.

Lesa meira
 

Yfirlýsing frá formanni KSÍ - 4.1.2017

Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.

Lesa meira
 
l01260812-bikarkvk-42

Breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 3.1.2017

Þann 16. maí sl. tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þær sem orðið hafa á reglugerðinni byggja á niðurstöðum vinnuhóps og á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Um er ræða umfangsmiklar breytingar.

Lesa meira
 

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 24.12.2016

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. 

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2016 - 16.12.2016

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2016. Þetta er í 13. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Lokaumferð riðlakeppni Futsal um helgina - 16.12.2016

Um komandi helgi fer fram lokaumferðin í riðlakeppni Íslandsmótsins í Futsal en þá klárast keppni í C riðli karla og A og B riðli kvenna.  Eftir helgina kemur því í ljós hvaða félög munu komast í úrslitakeppnina sem fer fram helgina 6. - 8. janúar. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 - 16.12.2016

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2017. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinn - 14.12.2016

Föstudaginn 9. desember sl. var Stefán Geir Þórisson Hæstaréttarlögmaður skipaður dómari í Alþjóðlega íþróttadómstólinn (Court of Arbitration for Sport, skammstafað CAS). Tilnefningin gildir frá 1. janúar 2017 og er til 4 ára. Stefán hefur setið í Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ frá árinu 2007 og í stjórn KSÍ 2007-2009.

Lesa meira
 

Leikmenn með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum heiðraðir - 13.12.2016

Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla á keppnistímabilinu 2016 og fjórar knattspyrnukonur urðu jafnar og efstar hvað stoðsendingar varðar í Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 

Bókin Íslensk knattspyrna 2016 komin út - 13.12.2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru 380 talsins

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2017 - Boðun - 5.12.2016

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni, Vestmanneyjum 11. febrúar næstkomandi.

Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

Íslandsmótið í Futsal heldur áfram um helgina - 1.12.2016

Um komandi helgi hefst seinni hluti riðlakeppni Ílslandsmótsins í innanhússknattspyrnu, Futsal, þegar leikið verður í A og B riðli karlla.  Tvö efstu félögin tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum en úrslitakeppnin sjálf verður leikin helgina 6. - 8. janúar.  Undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan