Mótamál

Afhending miða vegna A-passa á leik Stjörnunnar og Inter - 18.8.2014

Afhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.

Lesa meira
 

KR-ingar bikarmeistarar í 14. sinn - 16.8.2014

KR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla færður aftur um einn dag - 16.8.2014

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, og hefur leikurinn verið færður af sunnudeginum 24. ágýst og á mánudaginn 25. ágúst af þeim sökum. Lesa meira
 

KR og Keflavík mætast í úrslitaleiknum á laugardag - Rafræn leikskrá - 14.8.2014

Á laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík.  Miðasalan er þegar hafin á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 

Stórleikur Stjörnunnar og Inter Milan! - 14.8.2014

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 21:00 fer fram sannkallaður stórleikur á Laugardalsvelli þegar mætast lið Stjörnunnar og lið Inter.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Miðasalan á midi.is hefst kl. 10:00 á föstudag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Nýir leiktímar fyrir frestaða leiki í Pepsi-deild karla - 13.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið nýja leiktíma fyrir frestaða leiki úr 14. umferð Pepsi-deildar karla.  Um er að ræða leikina Víkingur R - Stjarnan og FH - KR.  Af þeim sökum breytist jafnframt leikurinn Stjarnan - Keflavík. Lesa meira
 
hnatur-IMG_1932

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram dagana 24.-28. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Þórsvelli sunnudaginn 24. ágúst. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Pollamóti KSÍ fer fram dagana 16.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Fellavelli sunnudaginn 17. ágúst. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla breytt - 11.8.2014

Tveimur leikjum Pepsi-deildar karla hefur verið breytt vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA.  Um er að ræða leiki Stjörnunnar við Val og Breiðablik, sem fara áttu fram 18. og 25. ágúst, en verða nú 15. og 24. ágúst.   Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0774

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars karla hafin - 11.8.2014

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars karla og fer miðasalan í gegnum vefinn midi.is.  Í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00, mætast KR og Keflavík.

Lesa meira
 
Dregið í Evrópudeild UEFA (Mynd:  uefa.com)

Stjarnan mætir Inter í umspili! - 8.8.2014

Dregið hefur verið í umspil fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, en sem kunnugt er var Stjarnan í pottinum þegar drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.  Mótherji Stjörnunnar í umspilinu er aldeilis ekki af verri endanum – ítalska liðið Internazionale frá Mílanó.  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Frækinn árangur í Evrópudeild UEFA - 8.8.2014

Stjörnumenn eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Lech Poznan í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar.  FH-ingar eru hins vegar úr leik þrátt fyrir fínan leik og 2-1 sigur gegn sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 16. ágúst - 7.8.2014

Í síðustu viku fóru fram undanúrslitaleikir Borgunarbikars karla og voru það lið KR og Keflavíkur sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00 (bein útsending á Stöð 2 sport).

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.8.2014

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  FH mætir sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18:30, en Stjarnan leikur í Póllandi gegn Lech Poznan og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum í 14. umferð frestað - 5.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum í 14. umferð Pepsi-deildar karla sem fram áttu að fara á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst. Leikjunum er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst - 1.8.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 13:00, föstudaginn 1. ágúst, og opnar að nýju kl. 08:00, þriðjudaginn 5. ágúst.  Ef sérstök tilvik koma upp þá er hægt að nálgast upplýsingar um síma hjá starfsmönnum hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Starfsfólk".  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Glæstur sigur Stjörnunnar - 1.8.2014

Stjarnan og FH voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tók á móti Lech Poznan á heimavelli sínum í Garðabæ og vann frábæran sigur, 1 - 0.  FH lék gegn Elfsborg í Svíþjóð og höfðu Svíarnir betur, 4 - 1. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA í kvöld - Stjarnan heima, FH úti - 31.7.2014

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 18:30.  FH leika gegn Elfsborg í Boras í Svíþjóð og hefst sá leikur kl. 16:00.  Þetta eru fyrri leikir beggja viðureigna.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Undanúrslitin framundan - 30.7.2014

Framundan eru undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikar karla og er fyrri leikurinn í kvöld, miðvikudaginn 30. júlí en sá seinni á morgun.  Í kvöld kl. 19:15 taka Keflvíkingar á móti Víkingum en á morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 18:00 taka Eyjamenn á móti KR.  Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar fimmtudaginn 31. júlí - 25.7.2014

Fimmtudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, fimmtudaginn 31. júlí. Lesa meira
 


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010