Mótamál

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik úr leik - 19.10.2016

Breiðablik er úr leik í Ungmennadeild UEFA en Blikarnir töpuðu 4-0 í seinni leik liðanna á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-3 tapi og því vann Ajax 7-0 samanlagt.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - 975 áhorfendur að meðaltali á leik - 18.10.2016

Alls komu 128.741 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðinu tímabili eða 975 að meðaltali á hvern leik.  Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.541 að meðaltali á hvern leik.  Næst besta aðsóknin var á Kópavogsvöll þar sem 1.203 áhorfendur mættu að meðaltali Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins 2016 - 13.10.2016

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 

Blikar gerðu markalaust jafntefli við Rosengård - 12.10.2016

Breiðablik er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að gera markalaust jafntefli við sænska stórliðið Rosengård á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-1 sigri sænska liðsins sem fer á áfram á minnsta mun.

Lesa meira
 

Breiðablik mætir Rosengård í seinni leik liðanna í dag - 12.10.2016

Breiðablik leikur seinni leikinn við stórlið Rosengård í Malmö í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Fyrri leikurinn endaði 1-0 fyrir Rosengård og eiga Blikastelpur því enn góða möguleika á að komast áfram.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2017 - 10.10.2016

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2017 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 15. október.  Ef eitthvað félag hefur ekki fengið til sín slíka tilkynningu er það beðið um að hafa samband við skrifstofu KSÍ  Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Blikar töpuðu naumlega gegn Rosengård - 4.10.2016

Sænska liðið Rosengård vann 0-1 sigur á Breiðablik í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks en það var Lotta Schelin sem skoraði markið á 8. mínútu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Sigurvegarar í Grunnskólamóti KRR 2016 - 3.10.2016

Um helgina fór fram úrslitakeppni í Grunnskólamóti KRR en þar etja kappi 7. og 10. bekkir grunnskóla í Reykjavík.  Undankeppni og úrslitakeppni fóru fram í Egilshöll, að venju, og skemmtu þátttakendur og áhorfendur sér hið besta. Lesa meira
 

KR og Stjarnan í Evrópudeildina - FH fékk bikarinn afhentan - 1.10.2016

FH-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á Kaplakrika í dag en liðið var fyrir lokaumferðina búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið gerði 1-1 jafntefli í dag gegn ÍBV og endaði því mótið í toppsætinu með 43 stig. FH leikur því í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.

Lesa meira
 

Harpa markahæst í Pepsi-deild kvenna árið 2016 - 30.9.2016

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er markadrottning í Pepsi-deild kvenna en Harpa skoraði 20 mörk í 16 leikjum í deildinni. Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, kemur næst með 14 mörk í 17 leikjum og þá kemur Cloe Lacosse, leikmaður ÍBV, með 13 mörk í 18 leikjum.

Lesa meira
 

STJARNAN ÍSLANDSMEISTARI! - 30.9.2016

Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir að vinna FH 4-0 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Sigur hefði alltaf tryggt Stjörnunni titilinn en úrslit í leik Vals og Breiðabliks hefðu þýtt að Stjarnan hefði alltaf hampað titlinum.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla – Óttar Magnús valinn efnilegastur - 30.9.2016

Óttar Magnús Karlsson, úr Víkingi Reykjavík, var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem að velja.  Óttar, sem er 19 ára, skoraði 7 mörk í 20 leikjum með Víkingi á tímabilinu og vakti mikla athygli.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Kristinn Freyr Sigurðsson valinn bestur - 30.9.2016

Kristinn Freyr Sigurðsson, úr Val, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem velja.  Kristinn átti frábært tímabil og var lykilmaður í liði bikarmeistara Vals á þessu keppnistímabili.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl besti dómari ársins í Pepsi-deild karla - 30.9.2016

Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dómari ársins af leikmönnum í Pepsi-deild karla. Gunnar Jarl er einn af okkar reynslumestu dómurum og er einn af alþjóðlegum dómurum okkar Íslendinga.  Gunnar Jarl dæmdi leik KR og Fylkis í lokaumferðinni í dag.

Lesa meira
 

Andri Rafn Yeoman fær háttvísiverðlaun Borgunar - 30.9.2016

Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, fær háttvísiverðlaun Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016 en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli.  Það er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir valin best - 30.9.2016

Harpa Þorsteinsdóttir, úr Stjörnunni, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem velja.  Harpa var, sem fyrr, lykilmaður í liði Stjörnunnar sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Lillý Rut valin efnilegust - 30.9.2016

Lillý Rut Hlynsdóttir, úr Þór/KA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2016 en það eru leikmenn sjálfir sem velja.  Lillý, sem er 19 ára, lék alla 18 leiki Þórs/KA á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk.

Lesa meira
 

Málfríður Erna Sigurðardóttir fær háttvísiverðlaun Borgunar - 30.9.2016

Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, fær háttvísiverðlaun Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016 en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli.  Það er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.

Lesa meira
 

Elías Ingi Árnason besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna - 30.9.2016

Elías Ingi Árnason var valinn besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en það eru leikmenn í deildinni sem velja.  Elías, sem dæmir fyrir KH, er vel að þessari nafnbót kominn en hann dæmdi 10 leiki í Pepsi-deild kvenna í sumar og var varadómari á leik Stjörnunnar og FH í lokaumferðinni í dag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Úrslitin ráðast - 30.9.2016

Úrslitin ráðast í kvöld þegar lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram.  Það eru Stjarnan og Breiðablik sem berjast um sigurverðlaunin og standa Garðbæingar betur fyrir síðustu umferðina.  Stjarnan er með tveggja stiga forystu á Breiðablik og með sigri, tryggja þær sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan