• fös. 12. jan. 2024
  • Fræðsla

Styrkir til rannsókna frá UEFA

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr tveimur mismunandi sjóðum UEFA fyrir árið 2024/2025. Þetta eru UEFA Research Grant Programme og UEFA Medical Research Grant Programme. Umsóknarfrestur í báða sjóði er 15. mars 2024.

UEFA Research Grant Programme

UEFA Research Grant Programme (UEFA RGP) er ætlaður fræðimönnum sem vinna að rannsóknum til að bæta stefnumótunarbyggða ákvarðanatöku í evrópskum fótbolta. Sjóðurinn hvetur til samvinnu á milli sérsambanda og fræðasamfélagsins. Umsóknunum þarf að fylgja stuðningsyfirlýsing frá sérsambandi sem staðfestir að verkefnið sé hannað í samvinnu við aðildarfélag UEFA.

Verkefna á sviði hagfræði, sögu, lögfræði, stjórnunar, stjórnmálafræði, sálfræði eða félagsfræði er sérstaklega óskað en önnur svið verða einnig skoðuð. Allt upp í fimm verkefni fá styrk fyrir 15.000-20.000 Evrur hvert.

Fyrir nánari upplýsingar eða spurningar um UEFA RGP skal senda tölvupóst á academy@uefa.ch

Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn.

UEFA Medical Research Grant Programme

UEFA Medical Research Grant Programme (UEFA MRGP) er ætlað fræðimönnum sem vinna að rannsóknum sem snúa að heilsu og vellíðan knattspyrnufólks, þjálfara og dómara með þá hugsjón að styðja við læknisfræðilega ákvarðanatöku í evrópskum fótbolta. Rannsóknir á eftirfarandi sviðum verða teknar til greina:

1. Football medicine - þar sem markmiðið er að hafa jákvæð áhrif á heilsu leikmanna, dómara eða þjálfara (t.d. meiðslaforvarnir, meðferð smitsjúkdóma o.s.frv.)

2. Football performance - þar sem markmiðið er að hámarka árangur leikmanna (t.d. sálfræðilegir þættir sem hafa áhrif á frammistöðu, ákjósanlegar þjálfunaraðferðir, ráðleggingar varðandi næringu o.s.frv.)

3. Impact in football - þar sem stefnt er að því að innleiða verkefni byggð á rannsóknum tengdum heilsu eða frammistöðu (t.d. innleiðing á áhrifaríkum forvarnaræfingum, tryggja öruggt umhverfi í íþróttum o.s.frv.)

Hver samþykkt umsókn fær að hámarki 30.000 Evru styrk. Hámarksstyrkur sem verður útdeildur samtals úr sjóðnum í ár eru 60.000 Evrur og þar af þurfa 30.000 Evrur að fara í verkefni þar sem einblínt er á knattspyrnu kvenna.

Fyrir nánari upplýsingar eða spurningar um UEFA MRGP skal senda tölvupóst á medical@uefa.ch.

Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn.

 

Tekið skal fram að sjóðirnir eru alveg óháðir hver öðrum og því getur sami umsækjandi sótt um í báða sjóðina á sama tíma.