Ljóst hverjum Ísland mætir í undankeppni EM 2025
Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss. Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.
Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og dróst í riðil A3 ásamt Þýskalandi, Austurríki og Póllandi.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hafði þetta að segja um dráttinn:
„Þetta er sterkur riðill eins og við var að búast, verandi í A deild. Ég held að þetta geti orðið hörku keppni þar sem öll lið munu taka stig af öllum. Það er auðvitað mjög stutt í fyrsta leik þannig að við þurfum að halda þeirri einbeintingu sem hefur verið í síðustu gluggum. Ég tel okkur hafa fengið góðan undirbúning fyrir þessa undankeppni sem mun vonandi skila sér í góðri frammistöðu í komandi leikjum“.
Leikdagar í undankeppni EM
Leikdagar eitt og tvö: 3. - 9. apríl
Leikdagar þrjú og fjögur: 29. maí - 4. júní
Leikdagar fimm og sex: 10. - 16. júlí
Umspil eitt: 23. - 29. október
Umspil tvö: 27. nóvember - 3. desember
Mynd: Hulda Margrét