• þri. 21. maí 2013
  • Fræðsla

Er of mikið álag á ungu leikmönnunum þínum?

Þjálfari að störfum
coaching5

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands heldur erindi um álag á ungum og efnilegum leikmönnum í knattspyrnu miðvikudaginn 22. maí kl 12:15.

Hvað eiga börn og unglingar að æfa knattspyrnu oft í viku? Hvað er hæfilegt álag og hvenær er álagið orðið of mikið? Hvað er líkaminn lengi að jafna sig eftir fótboltaleik til að vera tilbúinn í næsta leik?  Hver á að bera ábyrgð á álagi þegar leikmenn eru að leika með tveimur eða þremur flokkum?

Hvað eiga efnileg börn og unglingar að spila marga leiki á ári? Er of mikil pressa hjá þjálfurum í yngri flokkum að vinna leiki og bitnar það á ungum og efnilegum leikmönnum? Hvað er til ráða?

Um þessi og önnur tengd atriði fjallar erindi Sigurðar Ragnars en hann hefur verið að skoða dæmi um ótrúlegt leikjaálag sem er til staðar hjá ungum og efnilegum leikmönnum yfir keppnistímabilið hér á landi. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og gefa í sumum tilvikum tilefni til að staldra við.

Erindið er öllum opið, er ókeypis og tími verður fyrir spurningar í lokin.  KSÍ býður upp á súpu að venju.  Skráning er hafin á dagur@ksi.is

Útsending á vefnum

Þau sem hafa ekki tök á því að koma í Laugardalinn á miðvikudaginn en hafa áhuga á að hlýða á erindið geta hlýtt á fundinn og fylgst með í gegnum vefsíðuna https://fundur.thekking.is/startcenter/.  Klukkan 12:00 á miðvikudaginn mun dagur@ksi.is senda viðkomandi númer fundarins með tölvupósti, númerið er slegið inn í gluggann þar sem segir Enter session number, því næst skráir viðkomandi nafn sitt fyrir neðan og velur svo Join now.

Skráning er nauðsynleg svo dagur@ksi.is hafi tölvupóstfang viðkomandi og geti sent fundarnúmerið. Vinsamlegast takið fram í skráningunni að óskað sé eftir því að fylgjast með í gegnum netið.