• þri. 04. feb. 2014
  • Dómaramál

Kristinn og félagar dæma á Copa del Sol

Kiddi-Jak-2011
Kiddi-Jak-2011

Þrír íslenskir dómarar eru nú við störf á Copa del Sol þar sem þeir dæma á æfingamóti þessa dagana í boði norska knattspyrnusambandsins.  Þetta er dómarinn Kristinn Jakobsson og aðstoðardómararnir, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Þeir hafa þegar dæmt leik Rosenborg og Costeleni frá Rúmeníu og dæmdu leik Vestsjælland og Haugasund í dag.  Á morgun dæma þeir svo leik FC Astra og AIK en aðstæður eru mjög góðar á Spáni, rúmlega 20 stiga hiti, vellir vel grænir og klakalausir.