UEFA Pro námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu

Enska knattspyrnusambandið mun halda UEFA Pro license námskeið 2019-2020. KSÍ má senda inn umsókn fyrir einn þjálfara til að sitja námskeiðið. Áhugasamir þjálfarar eru beðnir um að senda ferilskrá á ensku á arnarbill@ksi.is. KSÍ tekur við ferilskrám til fimmtudagsins 9. ágúst og mun fræðslunefnd sambandsins velja einn þjálfara úr þeim umsóknum sem berast.