Merki KSÍ

Hér er hægt að skoða og sækja merki KSÍ.

Athugið að merki KSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki KSÍ. 

Aðildarfélögum KSÍ er heimilt að nota merki KSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum í knattspyrnulegum tilgangi.  Öll óréttmæt eða óviðeigandi notkun varðar við lög og reglugerðir KSÍ.

Öðrum en samstarfsaðilum KSÍ er óheimilt að nota merki KSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. 

Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar KSÍ uppvísir að notkun vörumerkja sambandsins í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur KSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikninga fyrir notkun vörumerkjanna.

Merkið og landsliðsbúningurinn eru skráð vörumerki og njóta verndar samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum.

Merki Knattspyrnusambands Íslands var tekið í notkun á 50 ára afmæli sambandsins árið 1997.  Merkið er samsett úr einföldum, sterkum þáttum sem sýna vel starfsemi KSÍ. Knötturinn vísar til knattspyrnuíþróttarinnar, en bylgjan með línunum þremur vísar til fánalita Íslands, sem og til hraða og hreyfingar knattarins.

Í sérstökum tilfellum er KSÍ heimilt að nota eða samþykkja svart/hvíta, negatífa eða upphleypta útgáfu af merkinu, þar sem það við.

Merki KSÍ á PNG (hentar á vef og til prentunar)

Merki KSÍ á PDF (hentar til prentunar eða til skjánotkunar)

Merki KSÍ á EPS (hentar til prentunar, auglýsingagerðar eða umbrots)

Merki KSÍ á AI formi

Notkunarleiðbeiningar - Instructions for use