Líkamlegt atgervi landsliðsfólks

Frammistöðumælingar á ungum knattspyrnuiðkendum á Íslandi (3. flokkur) er samstarfsverkefni milli HR og KSÍ og snýr að uppbyggingu og framþróun á líkamlegri getu íslenskra knattspyrnuiðkenda. Frammistöðumælingarnar eru þær sömu og gerðar hafa verið á kvennalandsliðum Íslands undanfarin ár.

Með frammistöðumælingunum er hægt að fylgjast með og meta frammistöðu og líkamlegt atgervi iðkenda auk þess að gera enn frekari grein fyrir styrk- og veikleikum leikmanna. Með endurtekningu á stöðluðum frammistöðumælingum verður til gagnagrunnur sem gefur KSÍ vísbendingu um stöðu þjálfunar á Íslandi á sama tíma og þær gefa þjálfurum hugmynd um hversu áhrifaríkar þjálfunaraðferðir þeirra eru.

Fyrstu mælingar fyrir drengi fóru fram veturinn 2019/2020 og halda áfram næstu misseri, en mælingar fyrir stúlkur hófust árið 2014.

Handbók fyrir mælingar

Viðmið á líkamlegum prófum fyrir knattspyrnustelpur 14-19 ára