Komdu í fótbolta með Mola

Verkefnið "Komdu í fótbolta" felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt og mun Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hafa umsjón með verkefninu.  Moli setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Áætlað er að verkefnið standi yfir til loka ágústmánaðar.  Smellið hér til að skoða dagskrána.

Moli mun hafa aðstöðu í Íþróttahöllinni á Akureyri, á skrifstofu ÍSÍ. Moli er Akureyringur í húð og hár og lék um árabil með Þór, auk þess sem hann hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár. Þess má einnig geta að hann á tvo A landsleiki að baki.

Stöðvarfjörður -18 krakkar mættu á aldrinum 2-13 ára. 

Breiðdalsvík - fjórir mættu á æfinguna, en nokkrir tóku æfinguna á Stöðvarfirði fyrr um daginn. 

Skagaströnd - Frábær mæting - 20 krakkar mættu ásamt þjálfara.

Hofsós - 19 krakkar mættir á æfingu, en öll eru að æfa reglulega undir styrkri stjórn Bjarka þjálfara.

Varmahlíð - 23 krakkar mættir á æfingu og mikill áhugi. Tveir þjálfarar á staðnum sem hjálpuðu til við æfinguna.

Djúpivogur - 20 krakkar mættir á svæðið ásamt þjálfara sínum. Mikill áhugi á fótbolta.

Kirkjubæjarklaustur - 18 krakkar ásamt þjálfara sínum mættu á æfingu. 

Vík í Mýrdal - 23 krakkar létu sjá sig á æfingu ásamt þjálfara sínum. Einnig mættu 10 foreldrar og forráðamenn - mikil ánægja með framtakið.

Flúðir - 17 krakkar mættir á æfingu ásamt þjálfara sínum honum Georgi. 

Stokkseyri - 21 krakki mætti á æfingu ásamt Tómasi Þóroddssyni, landshlutafulltrúa Suðurlands í stjórn KSÍ. 

Hólmavík - 10 mættir á æfingu ásamt tveimur þjálfurum. 

Búðardalur - 13 mættu á æfinguna ásamt Jóni Agli, forráðamanni sem er allt í öllu.

Seyðisfjörður - 13 krakkar mættir og frábær þjálfari.

Kópasker - 5 krakkar mættu og það var mikið fjör.

Ásbyrgisleikarnir

Þórshöfn - 21 krakki mætti ásamt sex foreldrum. Börn á aldrinum 6-12 ára, einn 16 ára einnig.

Raufarhöfn - 11 krakkar mættu á æfingu.

Vopnafjörður - Moli leit þar við og horfði á æfingar hjá félaginu.