KSÍ TV


KSÍ hefur unnið hörðum höndum að því síðustu ár að byggja upp og þróa KSÍ TV. Það var stór áfangi þegar samstarf hófst við Símann í byrjun árs 2024 um að KSÍ TV verði með sína eigin efnisveitu í Sjónvarpi Símans. Þar verða sýndir allir leikir landsliða sem eru framleiddir fyrir sjónvarp/streymi og ekki eru réttindavarðir. Einnig verða sýndir þar aðrir viðburðir eins og við á (ársþing, fræðsluviðburðir, o.fl.).

KSÍ TV í Sjónvarpi Símans er aðgengilegt í gegnum netvafra, og Sjónvarp Símans appið. Aðgangurinn er ókeypis, en skrá þarf símanúmer og nota rafræn skilríki, og búa þannig til aðgang.

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að fara á KSÍ TV í sjónvarpi Símans í gegnum vafra.

KSÍ í Sjónvarpi Símans