Sjónlýsing

Smelltu á "play" í Mycrocast dálkinum hér að neðan til að hlusta á sjónlýsingu á leik Vals og Víkings R. í Meistarakeppni KSÍ kvenna.

KSÍ, Blindrafélagið og Samtök íþróttafréttamanna skrifuðu í september 2023 undir samstarfssamning vegna sjónlýsingar á A landsleikjum Íslands í fótbolta.  Samningurinn felur í sér að félagsmenn Blindrafélagsins geta sótt um þjónustuna á öllum landsleikjum á Laugardalsvelli hjá A landsliðum karla og kvenna í fótbolta.

Fyrsta sjónlýsingin á knattspyrnuleik á Íslandi fór fram þann 17. júní 2023 þegar A landslið karla tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sá um lýsinguna á vegum Samtaka íþróttafréttamanna. Sjónlýsingin var í boði á öllum leikjum A landsliðanna haustið 2023. Um það bil 60 félagsmenn Blindrafélagsins nýttu sér þjónustuna á þessum átta leikjum.

Frá undirskrift samningsins.