Þjálfaranámskeið

Dagsetningar þjálfaranámskeiða

Námskeið eru auglýst með þriggja vikna fyrirvara og eingöngu þá er hægt að skrá sig.



KSÍ C / UEFA C þjálfaragráða

NámskeiðDagsetningar
KSÍ C 111.-12. janúar 202518.-19. janúar 2025
KSÍ C 28.-9. febrúar 202515.-16. febrúar 2025



Athugið að á öllum námskeiðunum á KSÍ C eru tvær helgar í boði en hver þátttakandi getur valið þá helgi sem hentar betur.
Leikmenn með 10 A landsleiki eða fleiri að baki geta sótt um að fá KSÍ C þjálfaragráðuna metna og hefja nám á KSÍ B þjálfaragráðu.
Fyrri helgina á bæði KSÍ C 1 og KSÍ C 2 er stefnt að því að kynjaskipta í hópa.









KSÍ B / UEFA B þjálfaragráða

NámskeiðDagsetningar
KSÍ B 112.-13. október 202419.-20. október 2024
KSÍ B 29.-10. nóvember 202423.-24. nóvember 2024
KSÍ B 311.-12. janúar 20251.-2. febrúar 2025
KSÍ B 415.-16. febrúar 20251.-2. mars 2025
KSÍ B þjálfaraskóliFebrúar 2025 - Maí 2025



Stefnt er að því að bjóða upp á tvær helgar á hverju námskeiði fyrir sig og þátttakendur geta valið þá helgi sem hentar betur. Sá fyrirvari er að breyta af þeirri leið ef þátttaka er ekki næg í tvö námskeið.
Þjálfarar þurfa að hafa a.m.k. sex mánaða reynslu í þjálfun áður en þeir fara á KSÍ B þjálfaragráðu og þurfa að sýna fram á það með staðfestingu frá viðkomandi félagi.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið KSÍ C / UEFA C þjálfaragráðu og vera með réttindi í gildi.









KSÍ A / UEFA A þjálfaragráða

NámskeiðDagsetningar
KSÍ A 112.-13. október 2024
KSÍ A 2

 - Tímabilaskipting20.-21. september 2024
 - Leikgreining (online)8. október 2024
 - Námsferð til Danmerkur31.okt-5.nóv 2024
 - Verkefnaskil25. nóvember 2024
KSÍ A 3Janúar-Mars 2025



Allir þjálfarar með KSÍ B / UEFA B þjálfaragráðu geta setið KSÍ A 1 þjálfaranámskeið.
Umsóknarferli er fyrir KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðið og Fræðslunefnd KSÍ velur úr umsækjendum út frá stigalista.
Þjálfarar sem sækja um inngöngu á KSÍ A 2 þjálfaranámskeið þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
 - Hafa gilda KSÍ B þjálfaragráðu.

 - Þjálfa í a.m.k. eitt ár í 3. flokki eða eldri eftir að hafa útskrifast með KSÍ B þjálfararéttindi.
 - Skulu vera aðalþjálfarar í 3. flokki eða aðalþjálfarar/aðstoðarþjálfarar í 2. flokki eða meistaraflokki á meðan náminu stendur.
Umsækjendur sem uppfylla skilyrðin hér að ofan og hafa leikið a.m.k. 10 A-landsleiki, fá sjálfkrafa sæti á KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðinu.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2024 og fyrir þann tíma þurfa umsækjendur einnig að hafa lokið KSÍ A þjálfaraskóla.









KSÍ Afreksþjálfun unglinga/UEFA Elite Youth A

NámskeiðDagsetningar
KSÍ AU 116.-17. nóvember 2024
KSÍ AU 218.-19. janúar 2025
KSÍ AU - HópavinnaJanúar-Apríl 2025



Þjálfaragráða þar sem fókusað verður á þjálfun 15-19 ára leikmanna (2. og 3. flokkur).
Þátttökurétt hafa allir þjálfarar með gilda KSÍ A / UEFA A þjálfaragráðu eða hafa lokið KSÍ Barna- og unglingaþjálfun (UEFA B Youth).









KSÍ Pro / UEFA Pro þjálfaragráða

Næsta KSÍ Pro þjálfaragráða er fyrirhuguð 2026-2027.









Markmannsþjálfaranámskeið 2023-2024
NámskeiðDagsetning
Grunnnámskeið í markmannsþjálfun21.-22. september 2024



KSÍ A Markmannsþjálfaragráða

NámskeiðDagsetningar
KSÍ A M 11.-3. nóvember 2024
KSÍ A M 23.-5. janúar 2025
KSÍ A M 37.-9. febrúar 2025
Verkefnavinna í félagiFebrúar-Maí 2025



Til að geta sótt um að fara á KSÍ A Markmannsþjálfaragráðu, þá þarf umsækjandi að hafa lokið eftirfarandi þjálfaranámskeiðum / þjálfaragráðum og vera með réttindi í gildi:
 - KSÍ B / UEFA B þjálfaragráða

 - KSÍ B / UEFA B Markmannsþjálfaragráða

 - Grunnnámskeið í markmannsþjálfun

Þjálfarar sem leikið hafa 10 landsleiki eða fleiri fyrir sína þjóð geta fengið Grunnnámskeið í markmannsþjálfun metið.









Þjálfaraskóli KSÍhttps://www.ksi.is/fraedsla/thjalfaramenntun/thjalfaraskoli-ksi/









Dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar

Helstu upplýsingar um námskeið KSÍ

Skráning á öll námskeið hefst 3 vikum fyrir hvert og eitt þeirra.

Þjálfaranámskeið KSÍ eru haldin eftir þörfum og aðsókn á landsbyggðinni.   Ef áhugi er fyrir að halda námskeið, vinsamlegast hafið þá samband við fræðslustjóra KSÍ. 

Allar dagsetningar námskeiða eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Ef góð þátttaka verður mun námskeiðum verða bætt við.

Skipulag þjálfaranámskeiða KSÍ


Þjálfaranámskeið í fjarnámi

Fjarnámskeið League Managers Association (LMA)