Leiðbeiningar

Dæmi og leiðbeiningar

Bókun á verðgildi leikmanna og fleira

Leiðbeiningar um bókun á verðgildi leikmanna 

Ávallt skal meta verðgildi leikmanna samkvæmt viðeigandi stuðlum um áramót.

Heildarverðgildi leikmanna samkvæmt því mati skal fært til eignar sem óefnislegar eignir meðal fastafjármuna. Endurmat á verðgildi leikmanna ( þ.e. breyting á verðgildi leikmanns miðað við stuðul frá fyrra tímabili ) færist á sérstakan endurmatsreikning meðal eiginfjárliða (ekki á rekstrarreikning).

Selji félag leikmann á hærra verði en sem nemur stuðli (eða bókfærðu verði) skal tekjufæra mismuninn á söluárinu.

Ef verðgildi leikmanna er stuðull hans er mótfærslan endurmatsreikningur meðal eiginfjárreikninga.

Sé leikmaður keyptur á hærra verði en sem nemur stuðli kemur kaupverðið til eignar, en er afskrifað niður í verðgildi á samningstíma leikmannsins.

Leikmannaverðmat KSÍ - Eyðublað fyrir leyfiskerfi

Bókun á tekjum vegna útsendingarréttar

Bókfæra þarf allar greiðslur vegna útsendingarrétts (sjónvarp, útvarp, o.fl.) á viðeigandi stað í rekstrarreikningi og skipta upp í tekjur vegna leikja í Íslandsmóti, bikarkeppni, Evrópukeppni og vegna annarra leikja.  Færa þarf bæði grunngreiðslu og svo greiðslur vegna stakra leikja sem sýndir eru í beinni útsendingu sjónvarps. 

Bókun á tekjum frá samstarfsaðilum (sponsorum) og auglýsingatekjum

Bókfæra þarf allar tekjur frá samstarfsaðilum (sponsorum) og sundurliða á viðeigandi stað og á viðeigandi hátt í rekstrarreikningi.  Sundurliða þarf tekjur vegna aðalsamstarfsaðila og annarra aðila.  Athugið að gera greinarmun á tekjum frá samstarfsaðilum (sponsorum) annars vegar og styrkjum hins vegar.  Bókfæra þarf auglýsingatekjur (skilti við völl og annað) sem selt er sérstaklega og er ekki hluti af stærri samningi við samstarfsaðila (sponsor).