Samfélagsleg verkefni

Opinber stefna KSÍ varðandi samfélagsleg verkefni

Knattspyrnuhreyfingin telur um 10% íslensku þjóðarinnar. Knattspyrnusamband Íslands lítur því á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn.

Í samræmi við stefnumörkun í samfélagslegum verkefnum hefur KSÍ ákveðið að velja að hámarki tvö samfélagsleg verkefni á hverju ári og einbeita sér að þeim.  Gerður er samningur við tiltekna aðila um afmörkuð verkefni.  Með þessari nálgun er KSÍ að einbeita sér að tilteknum verkefnum í tiltekinn tíma, og leggja kraft í þau til að þátttakan vegi sem þyngst og geri viðkomandi verkefni og samfélaginu raunverulegt og áþreifanlegt gagn.

Grunnatriði samstarfsins:

  • Auglýsing frá samtökunum/samstarfsaðilanum eru á LED-skiltum á landsleikjum þegar við á.
  • Reglulega eru unnar fréttir fyrir vef KSÍ og efni á miðla KSÍ um verkefnið, í samráði við viðkomandi samtök/samstarfsaðila og framgang verkefnisins.
  • KSÍ styður við framkvæmd viðkomandi verkefnis með ýmsum hætti, t.a.m. með vinnuframlagi starfsmanns/starfsmanna.

Að þessu fyrirfram skilgreinda tímabili loknu leitar KSÍ að öðrum afmörkuðum verkefnum með sama markmið í huga – að gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn í samfélaginu.

Umsóknir um samstarf við KSÍ

Áhugasömum samtökum eða öðrum aðilum býðst að sækja um formlegt samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni.  Með hverri umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um viðkomandi samtök og þeirra fulltrúa/tengiliði eins og við á, ásamt tillögu að og lýsingu á verkefni og/eða málstað. 

Umsóknir skulu berast með tölvupósti til Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ (omar@ksi.is) eigi síðar en fyrir lok hvers árs og kemur þá verkefnið (sé það samþykkt) til framkvæmdar á komandi ári.