Konur í fótbolta
Við þurfum fleiri konur í fótbolta.
Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf! Sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni.
Í myndböndunum hér fyrir neðan er rætt við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta.
Hildur Jóna Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði.
Viltu starfa fyrir þitt félag? Ekki hika. Hafðu samband. Þér verður tekið fagnandi! Smelltu hér til að sjá upplýsingar um öll aðildarfélög KSÍ – nöfn á starfsfólki og stjórnarfólki, símanúmer og tölvupóstföng.
Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter er með KSÍ-A þjálfaragráðu og starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum.
Viltu vita meira um þjálfun? Viltu koma á þjálfaranámskeið? Hafðu samband við Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóra KSÍ (arnarbill@ksi.is).
Bergrós Lilja Unudóttir er Þróttari og KSÍ-dómari með Landsdómararéttindi.
Viltu vita meira um dómgæslu? Viltu koma á dómaranámskeið? Hafðu samband við Magnús Má Jónsson dómarastjóra KSÍ (magnus@ksi.is).