Hagræðing úrslita
Allir leikir eiga að vera leiknir af háttvísi og sanngirni og úrslit leiksins eiga einungis að ákvarðast af getu liðanna sem eiga í hlut. Úrslit leiksins eiga ekki að liggja fyrir fyrr en leik lýkur. Sérstaða knattspyrnu og íþrótta almennt er að við vitum ekki útkomuna fyrirfram.
Hagræðing úrslita íþróttakeppna merkir fyrirkomulag, gjörning eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óeðlilegum hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra.
Hagræðing úrslita er þegar átt er við úrslit og framgang leikja til þess að græða peninga með veðmálum (með því t.d. að veðja á sigurlið eða fjölda marka).
Hagræðing úrslita er að sannfæra leikmann eða leikmenn í liði til þess að tapa leik eða sjá til þess að viss fjöldi marka verði skoraður í leiknum (oft þá einnig með aðstoð frá dómara).
Hagræðing úrslita er þegar átt er við einstök atvik leiks, s.s. innköst, horn, spjöld, víti os.frv.
Efni varðandi hagræðingu úrslita