Verslun
Leit

Ábendingar frá mótanefnd KSÍ vegna opinna móta

Við skipulagningu móta/leikja í yngstu aldursflokkum er mikilvægt að hafa í huga að þar eru börn að leik. Umgjörð og skipulag á að miða að því að upplifun barnanna verði sem jákvæðust.

Við framkvæmd er gott að hafa nokkur atriði í huga:

  • Afmarka áhorfendasvæði:  Það er vissulega mikilvægt fyrir börnin að foreldrar og/eða forráðamenn styðji við bakið á þeim. Hinsvegar skulu áhorfendur hafa í huga að skemmtun barnanna er aðalatriðið. Alltof oft eru áhorfendur of nálægt leikvelli og skulu mótshaldarar gæta þess að áhorfendur séu við hliðarlínu og ekki nær velli en þremur metrum.  Afmarka skal áhorfendasvæði greinilega með borða, böndum eða öðrum hætti.
  • Hæfilegt leikjamagn á lið og leikmenn:  Mótshaldarar skulu gæta þess að leikjamagn á hvert lið og leikmenn sé með hæfilegum hætti.  Komið hefur fyrir að mismunandi margir leikir séu á hvert lið þegar leikið er t.d. í A, B og C liðum.  Mikilvægt er að hafa gætur á þessu þannig að leikjamagn t.d. A liðs og B liðs hvers félags sé eðlilegt.
  • Fundur í upphafi móts:  Gott er að halda fund í upphafi móts með forráðamönnum liðanna þar sem farið er yfir reglur og framkvæmd mótsins.  Við þetta tækifæri er æskilegt að vekja athygli á Foreldrabæklingi KSÍ “Spilaðu með” en þar er að finna góðar ábendingar til foreldra hvernig þau eiga að haga sér í tengslum við knattspyrnuleiki.
  • Rétt aldursskipting:  Mótshaldarar skulu gæta þess að hafa rétta aldurskiptingu í mótum sínum.  Það dregur úr ánægju þátttakenda ef leikmenn úr eldri flokkum leika gegn sér mun yngri mótherjum.  Jafnframt skal hafa í huga reglur KSÍ um aldursflokkaskiptingar, en þar segir m.a. að enginn megi leika með yngri aldursflokki en honum ber.    
  • Réttindi dómara:  Leitast skal við að dómarar með tilskilin réttindi dæmi á mótum og að dómararnir þekki reglur mótsins.  Einnig að þeir aðilar sem sinna dómgæslu á slíkum mótum sinni hlutverki sínu af virðingu t.d. varðandi klæðaburð og framkomu á leikstað.
  • Leikvellir:  Leikvellir sem á er leikið geta tekið mið af þeim aldursflokki sem keppt er í hverju sinni.
  • Verðlaun:  Varðandi verðlaun á opnum mótum er gott að hafa í huga stefnuyfirlýsingu KSÍ um barna- og unglingaþjálfun.  Þar kemur fram að hjá 10 ára og yngri skulu allir þátttakendur fá sömu viðurkenningu.  Hjá 11-12 ára vinna svo lið til verðlauna.  Á aldrinum 13-16 ára vinna svo lið og einstaklingar til verðlauna.

Opin mót félaga 2026

Heiti móts Leikstaður Sveitarfélag Mótshaldari Mót hefst Móti lýkur Flokkar
KFC mót Njarðvíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Njarðvík 11.1.2026 11.1.2026 5. flokkur karla
KFC mót Njarðvíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Njarðvík 17.1.2026 17.1.2026 6. og 7. flokkur kvenna
KFC mót Njarðvíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Njarðvík 18.1.2026 18.1.2026 6. flokkur karla
KFC mót Njarðvíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Njarðvík 24.1.2026 24.1.2026 8. flokkur karla og kvenna
Þorramót Hauka Haukahöllin Hafnarfjörður Haukar 24.1.2026 25.1.2026 7. flokkur karla og kvenna
KFC mót Njarðvíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Njarðvík 25.1.2026 25.1.2026 7. flokkur karla
Alimót Breiðabliks Fífan Kópavogur Breiðablik 30.1.2026 1.2.2026 5. flokkur karla
Þorramót Hauka Haukahöllin Hafnarfjörður Haukar 31.1.2026 1.2.2026 6. flokkur karla og kvenna
Geosilicamót Keflavíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Keflavík 31.1.2026 01.02.2026 5. flokkur kvenna
Fylkismót Egilshöll Reykjavík Fylkir 1.2.2026 1.2.2026 7. og 8. flokkur kvenna
Fylkismót Egilshöll Reykjavík Fylkir 1.2.2026 1.2.2026 8. flokkur karla
Þorramót Fjölnis Egilshöll Reykjavík Fjölnir 14.2.2026 15.2.2026 6. flokkur karla og kvenna
Geosilicamót Keflavíkur Nettóhöllin Reykjanesbær Keflavík 14.2.2026 14.2.2026 6. og 7. flokkur kvenna
Skagamót Akraneshöllin Akranes ÍA 15.2.2026 15.2.2026 6. flokkur karla
Bakarameistaramót ÍR Knattspyrnuhús ÍR Reykjavík ÍR 28.2.2026 28.2.2026 6. flokkur karla
Bakarameistaramót ÍR Knattspyrnuhús ÍR Reykjavík ÍR 1.3.2026 1.3.2026 6. flokkur kvenna
Skagamót Akraneshöllin Akranes ÍA 1.3.2026 1.3.2026 6. og 7. flokkur kvenna
Goðamót Þórs Boginn Akureyri Þór 6.3.2026 8.3.2026 6. flokkur kvenna
Bakarameistaramót ÍR Knattspyrnuhús ÍR Reykjavík ÍR 7.3.2026 7.3.2026 7. flokkur karla
Bakarameistaramót ÍR Knatt Reykjavík ÍR 8.3.2026 8.3.2026 7. flokkur kvenna
Appelsínmót Fjölnis Egilshöll Reykjavík Fjölnir 14.3.2026 14.3.2026 8. flokkur karla og kvenna
Bakarameistaramót ÍR Knattspyrnuhús ÍR Reykjavík ÍR 14.3.2026 14.3.2026 8. flokkur karla og kvenna
Skagamót Akraneshöllin Akranes ÍA 15.3.2026 15.3.2026 7. flokkur karla
Goðamót Þórs Boginn Akureyri Þór 20.3.2026 22.3.2026 6. flokkur karla
Jordan Páskamót Fram Egilshöll Reykjavík Fram 28.3.2026 28.3.2026 7. flokkur karla og kvenna
TM mót Stjörnunnar Samsungvöllurinn Garðabær Stjarnan 11.4.2026 11.4.2026 6. og 7. flokkur kvenna
TM mót Stjörnunnar Samsungvöllurinn Garðabær Stjarnan 12.4.2026 12.4.2026 6. flokkur karla
TM mót Stjörnunnar Samsungvöllurinn Garðabær Stjarnan 18.4.2026 18.4.2026 7. flokkur karla
TM mót Stjörnunnar Samsungvöllurinn Garðabær Stjarnan 19.4.2026 19.4.2026 8. flokkur karla og 8. flokkur kvenna
Cheerios-mót Víkings R. Víkin Reykjavík Víkingur R. 9.5.2026 10.5.2026 6., 7. og 8. flokkur karla og kvenna
Rey Cup Vormót AVIS Völlurinn Reykjavík Þróttur R. 30.5.2026 31.5.2026 6. - 8. flokkur karla og kvenna
Mfitnessmót Fram Lambhagavöllurinn Reykjavík Fram 30.5.2026 31.5.2026 5. flokkur karla og kvenna
JAKO mótið JÁVERK völlurinn Árborg Selfoss 6.6.2026 7.6.2026 7. flokkur karla yngra ár
TM Mótið í Eyjum Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar ÍBV 11.6.2026 13.6.2026 5. flokkur kvenna
LINDEX mótið JÁVERK völlurinn Árborg Selfoss 12.6.2026 12.6.2026 6. flokkur kvenna
SET mótið JÁVERK völlurinn Árborg Selfoss 13.6.2026 14.6.2026 6. flokkur karla yngra ár
Norðurálsmótið Jaðarsbakkar Akranes ÍA 17.6.2026 17.6.2026 8. flokkur karla og kvenna
Norðurálsmótið Jaðarsbakkar Akranes ÍA 19.6.2026 21.6.2026 7. flokkur karla og kvenna
Orkumótið Vestmannaeyjar Vestmanneyjar ÍBV 25.6.2026 27.6.2026 6. flokkur karla
Rey Cup International AVIS Völlurinn Reykjavík Þróttur R. 22.7.2026 26.7.2026 3. - 4. flokkur karla og kvenna
OLÍS mótið JÁVERK völlurinn Árborg Selfoss 7.8.2026 9.8.2026 5. flokkur karla
Hamingjumót Víkings R. Víkin Reykjavík Víkingur R. 15.8.2026 16.8.2026 7. og 8.flokkur karla og kvenna
Gæðabakstursmót Aftureldingar Varmárvöllur Mosfellsbær Afturelding 21.8.2026 21.8.2026 6. flokkur karla
Gæðabakstursmót Aftureldingar Varmárvöllur Mosfellsbær Afturelding 22.8.2026 22.8.2026 6. flokkur kvenna
Gæðabakstursmót Aftureldingar Varmárvöllur Mosfellsbær Afturelding 30.8.2026 30.8.2026 7. og 8. flokkur karla og kvenna