Verslun
Leit

Leikstöðuæfingar KSÍ og Eimskips

Leikstöðuæfingar KSÍ og Eimskips voru haldnar sem tilraunaverkefni árið 2025 og er það Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari A karla, sem hefur umsjón með æfingunum. Með honum taka einnig þátt þjálfarar yngri landsliðanna ásamt fyrrum landsliðsmönnum karla og kvenna.

Markmið leikstöðuæfinga KSÍ og Eimskips eru:

  • Auka áhuga á varnarleik
  • Æfa og gefa tíma í sérstakar stöður í varnarleik
  • Gefa leikmönnum tól til að æfa sig á sínum heimavelli
  • Fræðsla fyrir þjálfara

Þjálfarar félaga eru velkomnir að sitja alla fundi og fylgjast með öllum æfingum.

Dagskrá janúar 2026

Æfingar fyrir stráka verða þriðjudaginn 20. janúar og miðvikudaginn 21. janúar og fyrir stelpur fimmtudaginn 22. janúar og föstudaginn 23. janúar. Dagskrána má finna hér að neðan, en hún er sú sama alla dagana.

Dagskrá

  • 9:00 - mæting í Miðgarð
  • 9:20 - fundur - þjálfarar velkomnir
  • 9:45 - æfing - þjálfarar velkomnir
  • 11:30 - fundur - þjálfarar velkomnir
  • 12:00 - dagskrá lýkur