13. grein - Dagskrá
13.1 Dagskrá knattspyrnuþings er:
- Þingsetning og staðfesting á lögmæti þingsins í samræmi við lög þessi.
- Kosning fyrsta og annars þingforseta.
- Kosning fyrsta og annars þingritara.
- Ávörp gesta.
- Álit kjörnefndar og það samþykkt.
- Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, skýrslan og reikningar lagðir undir samþykki.
- Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir næsta starfsár.
- ÍTF gefinn kostur á að leggja fram skýrslu fráfarandi stjórnar ÍTF, endurskoða reikninga, fjárhagsáætlun og starfsáætlun ÍTF.
- Ef við á, umræður um skýrslu fráfarandi stjórnar ÍTF, endurskoðaða reikninga, fjárhagsáætlun og starfsáætlun ÍTF.
- Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum teknar til afgreiðslu. apríl 2024
- Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu.
- Önnur mál.
- Kosningar. Álit kjörnefndar.
- Kosning stjórnar.
- Kosning formanns (annað hvert ár).
- Kosning 4ra manna í stjórn.
- Kosning 3ja varamanna í stjórn (annað hvert ár).
- Kosning fulltrúa frá landsfjórðungum.
- Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum (annað hvert ár).
- Kosning 4ra varamanna frá landsfjórðungum (annað hvert ár).
- Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.
- Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
- Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (8 menn annað hvert ár).
- Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ.
- Kosning 3ja manna í áfrýjunardómstól
- Kosning 5 varamanna í áfrýjunardómstól
- Kosning í leyfisráð KSÍ (5 menn annað hvert ár).
- Kosning í leyfisdóm KSÍ.
- Kosning 5 manna í leyfisdóm (annað hvert ár).
- Kosning 3 varamanna í leyfisdóm (annað hvert ár).
- Kosning í samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ
- Kosning 3 manna í samninga- og félagaskiptanefnd (annað hvert ár).
- Kosning 3 varamanna í samninga- og félagaskiptanefnd (annað hvert ár).
- Kosning í siðanefnd KSÍ
- Kosning 3 manna í siðanefnd KSÍ (annað hvert ár).
- Kosning 3 varamanna í siðanefnd KSÍ (annað hvert ár).
- Kosning fulltrúa í kjaranefnd.
- Kosning 3ja manna í kjaranefnd (annað hvert ár).
- Kosning varamanns í kjaranefnd (annað hvert ár).
- Kosning kjörnefndar (3 menn annað hvert ár).
- Tilnefning og staðfesting eins fulltrúa ÍTF í stjórn og eins fulltrúa varamanns í stjórn (annað hvert ár).
- Fundargerð þingsins borin upp til afgreiðslu.
- Þingslit.
13.2 Stjórn KSÍ skal senda ÍSÍ og sambandsaðilum KSÍ fundargerð þingsins innan tveggja mánaða.