Í 1. grein laga KSÍ er fjallað um rétt til þingsetu.
10.1 Knattspyrnuþingið sitja fulltrúar frá aðildarfélögum KSÍ. Aðildarfélög KSÍ skulu eftir fremsta megni tilnefna fulltrúa þannig að tekið sé mið af jafnri stöðu kynja.
10.2 Fulltrúafjöldi aðildarfélaga ákvarðast af þátttöku þeirra í Íslandsmóti meistaraflokks sem hér segir:
Fulltrúafjöldi aðildarfélags skal einungis ákvarðast af einum þeirra liða a. til e. sem gefur flesta fulltrúa. Félag sem ekki tefldi fram í móti á vegum KSÍ á síðasta keppnistímabili að minnsta kosti einu liði í yngri flokkum (3. – 6. flokk), getur að hámarki verið með einn fulltrúa.
10.3 Skrifstofa KSÍ skal senda kjörbréf til aðildarfélaga eigi síðar en tveimur vikum fyrir þing. Aðeins sá, sem skráður er á kjörbréf, sem staðfest hefur verið af formanni aðildarfélags eða meirihluta stjórnar þess, er kjörgengur fulltrúi þess á knattspyrnuþingi og fer með atkvæðisrétt.
10.4 Hver þingfulltrúi fer aðeins með eitt atkvæði. Ekki er heimilt að greiða atkvæði samkvæmt umboði eða bréfleiðis. Kjörnir fulltrúar í stjórn KSÍ, varafulltrúar þeirra og kjörnir fulltrúar úrskurðarnefnda og dómstóla geta ekki farið með atkvæðisrétt á ársþingi.
10.5 Félög sem eru í skuld við KSÍ miðað við síðustu áramót, missa rétt til þingsetu. KSÍ skal tilkynna þeim félögum eigi síðar en þremur vikum fyrir þing að félagið fái ekki kjörbréf nema eldri skuldir séu gerðar upp. Kjörnefnd skal ganga úr skugga um, að þessu ákvæði sé framfylgt.
10.6 Á knattspyrnuþingi eiga auk kjörinna fulltrúa rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:
10.7 Jafnframt hafa rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi:
10.8 Auk þess getur stjórn KSÍ boðið öðrum aðilum þingsetu og veitt þeim heimild til að ávarpa þingið.