Verslun
Leit

Komdu í fótbolta með Mola

Verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola", samstarfsverkefni Landsbankans og KSÍ, felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt. Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur haft umsjón með verkefninu síðan 2019 með góðum árangri. Í heimsóknum sínum fer Moli yfir grunnatriði fótboltans og heilbrigðs lífernis. Hann setur upp skemmtilegar fótboltaæfingar og er hann alltaf með Pannavöll meðferðis. 

Moli er Akureyringur í húð og hár og lék hann um árabil með Þór. Þess má geta að Moli á tvo A landsleiki að baki. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá heimsóknum Mola.

IMG 2038
IMG 1990
IMG 1829
IMG 1983
IMG 1966