KSÍ veitir 10 ferðastyrki á ári til fræðslumála sem nemur ráðstöfun flugmiða, að hámarki 65.000kr, á þá áfangastaði sem Icelandair flýgur beint til, þ.e. FI flug Icelandair.
Kosti flugmiði yfir 65.000kr þá getur KSÍ greitt fullt verð miðans, en umsækjandi endurgreiðir mismuninn.
Umsækjendur skulu skila inn umsókn um styrk í síðasta lagi 3 vikum fyrir brottför.
Fræðslunefnd KSÍ úthlutar styrkjunum sem geta nýst t.d. þjálfurum, dómurum, stjórnendum eða öðrum þeim einstaklingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem afla sér menntunar erlendis.
Styrkur KSÍ er háður eftirfarandi skilyrðum:
Umsækjendur um styrkinn þurfa að fylla út meðfylgjandi umsóknareyðublað og skila til fræðslustjóra KSÍ.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn fræðsludeildar KSÍ arnarbill@ksi.is eða dagur@ksi.is