Þjálfaranámskeið KSÍ
Námskeið eru auglýst með þriggja vikna fyrirvara og eingöngu þá er hægt að skrá sig.
Dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar
Helstu upplýsingar um námskeið KSÍ
Þjálfaranámskeið í fjarnámi
| Námskeið | Dagsetningar | |
| KSÍ C 1 | 10.-11. janúar 2026 | 17.-18. janúar 2026 |
| KSÍ C 2 | 7.-8. febrúar 2026 | 14.-15. febrúar 2026 |
| KSÍ C 1 in English | January 10th-11th 2026 | |
| KSÍ C 2 in English | February 7th-8th 2026 |
Athugið að á öllum námskeiðunum á KSÍ C eru tvær helgar í boði en hver þátttakandi getur valið þá helgi sem hentar betur.
Leikmenn með 10 A landsleiki eða fleiri að baki, eða 7 ára reynslu úr efstu deild, geta sótt um að fá KSÍ C þjálfaragráðuna metna og hefja nám á KSÍ B þjálfaragráðu.
| Námskeið | Dagsetningar | |
| KSÍ B 1 | 4.-5. október 2025 | 11.-12. október 2025 - Delivered in English |
| KSÍ B 2 | 8.-9. nóvember 2025 | 15.-16. nóvember 2025 - Delivered in English |
| KSÍ B 3 | 10.-11. janúar 2026 | 17.-18. janúar 2026 - Delivered in English |
| KSÍ B 4 | 7.-8. febrúar 2026 | 14.-15. febrúar 2026 - Delivered in English |
| KSÍ B þjálfaraskóli | Febrúar 2025 - Maí 2025 | |
Stefnt er að því að bjóða upp á tvær helgar á hverju námskeiði fyrir sig og þátttakendur geta valið þá helgi sem hentar betur. Sá fyrirvari er að breyta af þeirri leið ef þátttaka er ekki næg í tvö námskeið.
Þjálfarar þurfa að hafa a.m.k. sex mánaða reynslu í þjálfun áður en þeir fara á KSÍ B þjálfaragráðu og þurfa að sýna fram á það með staðfestingu frá viðkomandi félagi.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið KSÍ C / UEFA C þjálfaragráðu og vera með réttindi í gildi.
| Námskeið | Dagsetningar |
| KSÍ A 1 | 11.-12. október 2025 |
| KSÍ A 2 | |
| - Tímabilaskipting | 19.-20. september 2025 |
| - Leikgreining (online) | 7. október 2025 |
| - Námsferð til Danmerkur | 30.okt-4.nóv 2025 |
| - Verkefnaskil | 25. nóvember 2025 |
| KSÍ A 3 | Janúar-Mars 2026 |
Allir þjálfarar með KSÍ B / UEFA B þjálfaragráðu geta setið KSÍ A 1 þjálfaranámskeið.
Umsóknarferli er fyrir KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðið og Fræðslunefnd KSÍ velur úr umsækjendum út frá stigalista.
Þjálfarar sem sækja um inngöngu á KSÍ A 2 þjálfaranámskeið þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Umsækjendur sem uppfylla skilyrðin hér að ofan og hafa leikið a.m.k. 10 A-landsleiki, fá sjálfkrafa sæti á KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðinu.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2025 og fyrir þann tíma þurfa umsækjendur einnig að hafa lokið KSÍ A þjálfaraskóla.
| Námskeið | Dagsetningar |
| KSÍ Fitness B 1 | 31. janúar - 1. febrúar 2026 |
| KSÍ Fitness B 2 | 14.-15. mars 2026 |
Námskeiðið er kennt á fjórum helgum.
Dagsetningar fyrir helgi 3 og 4 verða auglýstar síðar
Inntökuskilyrði á Fitness B gráðum er KSÍ C þjálfararéttindi og Bachelor gráða í íþróttavísindum.
| Námskeið | Dagsetningar |
| KSÍ BU 1 | 3.-5. október 2025 |
| KSÍ BU 2 | 16.-18. janúar 2026 |
| KSÍ BU - Hópavinna | Janúar - Apríl 2026 |
Þjálfaragráða þar sem fókusað verður á þjálfun 11-14 ára leikmanna (5. og 4. flokkur).
Þátttökurétt hafa allir þjálfarar með gilda KSÍ B / UEFA B þjálfaragráðu
| Námskeið | Dagsetningar |
| KSÍ Pro 2026-2027 | Nánar auglýst síðar |
Námskeiðið hefst vorið 2026.
| Námskeið | Dagsetning |
| Nánar auglýst síðar |
Námskeið og fræðsla sem má færa rök fyrir að nýtist þjálfaranum til að verða betri/hæfari í starfi telur almennt sem KSÍ B (UEFA B) endurmenntun. Þetta er þó alltaf háð samþykki fræðsludeildar KSÍ.
Dæmi um hvað telur sem KSÍ B (UEFA B) endurmenntun:
Eftirfarandi telur sem KSÍ A (UEFA A) endurmenntun:
Að fylgjast með æfingu eða liðsfundi telur almennt upp í endurmenntun. Fundur með þjálfara frá erlenda félaginu telur líka sem endurmenntun. Að vera þátttakandi á ráðstefnu eða námskeiði. Að horfa á leik telur almennt ekki sem endurmenntun.
Haft verður samband við KSÍ A þjálfara sem ekki hafa uppfyllt endurmenntunarskilyrði þegar KSÍ-A gráðan rennur út og þeim gefið eitt ár í að ná sér í 15 endurmenntunartíma til að endurnýja skírteinið sitt. Ef þeir ná ekki að uppfylla fyrrnefnd skilyrði þá þurfa þeir að vinna verkefni og sitja próf sem eru á KSÍ-A námskeiðinu á nýjan leik.
Samningur við International Soccer Science and Performance Federation (ISSPF)
Fræðsludeild KSÍ hefur náð samkomulagi við International Soccer Science and Performance Federation (ISSPF) um samstarf er varðar þjálfaramenntun.
Samkomulagið felur í sér að þjálfarar sem klára námskeið á vegum ISSPF geta fengið þau metin sem endurmenntun á KSÍ/UEFA þjálfararéttindunum sínum.
Á heimasíðu ISSPF (www.isspf.com) má finna margskonar (online) þjálfaranámskeið. Þjálfarar sem ljúka námskeiðum þeirra fá diplomu sem þeir geta áframsent á KSÍ.
Námskeiðin gefa allt frá 7 til 25 endurmenntunarstig og fjölbreytt viðfangsefni eru í boði, m.a. næring, sálfræði, styrktar- og úthaldsþjálfun, markmannsþjálfun, fyrirbyggja meiðsli. Á síðunni má einnig finna fjölda greina um knattspyrnuþjálfun.
Hér að neðan er listi yfir námskeiðin sem eru í boði og hvaða endurmenntun hvert og eitt þeirra veitir þjálfaranum
Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í 3 heimsóknir. Þjálfarinn fær einstaklingskennslu/leiðsögn frá leiðbeinandanum við sínar raunverulegu aðstæður, við að þjálfa sinn flokk. Með þessu styður KSÍ enn frekar við þjálfaramenntun og starf félaganna.
Annars vegar er um að ræða KSÍ A þjálfaraskóla og hins vegar KSÍ B þjálfaraskóla.
Markmið Þjálfaraskóla KSÍ:
Markmiðið með Þjálfaraskóla KSÍ er að veita þjálfurum tækifæri til að fá reynslumikinn leiðbeinanda sem veitir viðkomandi þjálfara einstaklingskennslu. Með þessu deilist verðmæt þekking sem styrkir starf og hæfni þjálfarans. Þjálfaraskóli KSÍ snýst þannig um að hæfur og reynslumikill þjálfari (leiðbeinandi) nýti reynslu sína og færni í að hjálpa öðrum þjálfara að verða betri í sínu starfi með því að gefa af sér og deila þekkingu sinni og reynslu. Einstaklingskennsla er frábær leið til að læra.
Aðildarfélög KSÍ geta nýtt sér Þjálfaraskóla KSÍ m.a. á eftirfarandi hátt:
Leiðbeinandi frá KSÍ mun m.a. fylgjast með viðkomandi þjálfara að störfum, segja honum til, svara spurningum og benda honum á leiðir til að verða ennþá hæfari í starfi.
Kostnaður:
Miðað er við 3 heimsóknir, 30 mínútur spjall eftir æfingu. Kostnaður er alls 45.000 krónur.
Fyrirkomulag:
Senda þarf tölvupóst á arnarbill@ksi.is og dagur@ksi.is þar sem kemur fram ósk um að fá KSÍ leiðbeinanda í heimsókn. Taka þarf fram nafn félags, nafn þjálfara og hvaða flokk viðkomandi þjálfar, æfingatíma og hvenær er óskað eftir heimsókn, ásamt því hvers vegna er óskað eftir heimsókninni (t.d. markmannsþjálfun). Fræðsludeild KSÍ og/eða leiðbeinandinn verður svo í sambandi við félagið og/eða þjálfarann. Ef félagið er að greiða, þá eru 45.000 kr. skuldfærðar af reikningi félagsins við KSÍ og KSÍ sér svo um að greiða leiðbeinandanum. Athugið að allt þetta ferli þarf að fara fram með milligöngu fræðsludeildar KSÍ. KSÍ mun ekki samþykkja greiðslur ef að félag/þjálfari hefur beint samband við leiðbeinanda án þess að samþykki KSÍ liggi fyrir áður.
KSÍ A þjálfaraskólinn:
KSÍ B þjálfaraskólinn:
Allar nánari upplýsingar veita: