25. ágúst 2006
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn er mætir Norður-Írum og Dönum. Leikurinn við Norður-Íra er leikinn í Belfast 2. september en leikurinn við Dani er á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 6. september.
24. ágúst 2006
Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar UMFN auglýsir eftir þjálfurum fyrir 3. til 7. flokk pilta.. Knattspyrnudeild UMFN er með metnaðarfullt starf þar sem fagmennska og forvarnir eru höfð að leiðarljósi.
24. ágúst 2006
Lúka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Ítölum í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007. Leikurinn er leikinn á Laugardalsvelli, föstudaginn 1. september kl. 19:00.
23. ágúst 2006
Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Vina gegn Neista frá Djúpavogi.  Leikurinn fór fram 1. júlí sl. og var leikinn í Boganum á Akureyri.  Liðin léku í D-riðli 3. deildar Íslandsmótsins.
23. ágúst 2006
Íslenska U18 karlalandsliðið gerði í gær jafntefli við Belga á alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Lauk leiknum með því að hvort lið skoraði eitt mark. Liðið leikur í dag gegn Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.
23. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Svíum á Laugardalsvelli, laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00. Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007. Svíar eru efstir í riðlinum og hafa aðeins tapað stigi gegn Íslendingum.
23. ágúst 2006
Íslenska U18 karlalandsliðið tapaði gegn Slóvakíu í dag en leikurinn var liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Lauk leiknum 1-3 en Íslendingar komust yfir snemma leiks.
22. ágúst 2006
Íslenska U18 karlalandsliðið er statt í Tékklandi þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Póllandi á mótinu. Fyrsti leikur liðsins í mótinu er í dag kl. 15:00 þegar liðið leikur við Belga.
22. ágúst 2006
Svíar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00. Lið Svía er geysisterkt og mjög leikreynt en sex leikmenn hafa leikið yfir 100 landsleiki.
22. ágúst 2006
Verið er að vinna í uppsetningu á miðasölukerfi vegna leiks Íslands og Danmerkur. Vegna þess mun opnun á miðasölu seinka en opnað verður síðar í dag. Fylgist með hér á síðunni um opnun miðasölunnar.
22. ágúst 2006
Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppni landsliða er hafin á ksi.is og midi.is. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is. Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
22. ágúst 2006
Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur, hefst kl. 12:00 í dag, þriðjudag. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. september kl. 18:05. Hægt er að kaupa miða á netinu og verslunum Skífunnar og BT-tölva.
21. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Bandaríkin 8. október næstkomandi. Leikið verður á velli háskólans í Richmond í Virginíu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN2 í Bandaríkjunum.
19. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi gegn Tékkum í dag. Lauk leiknum með því að Tékkar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur íslenskum. Íslenska liðið leikur gegn Svíum laugardaginn 26. ágúst á Laugardalsvelli.
18. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun, laugardag, gegn Tékkum í undankeppni fyrir HM 2007. Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Ókeypis er á völlinn og getur stuðningur skipt sköpum fyrir stelpurnar í leiknum.
18. ágúst 2006
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum á laugardag kl. 16:00 á Laugardalsvelli. Ókeypis aðgangur er á leikinn og eru landsmenn hvattir til þess að mæta.
17. ágúst 2006
Í gegnum árin hafa mörg félög gefið út bók um sögu knattspyrnunnar í viðkomandi félagi. Það hafa líka verið gefnar út bækur um sögu einstakra knattspyrnumanna. KSÍ leitar nú eftir að fá eintak af þessum bókum til varðveislu á bókasafni KSÍ.
17. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið í knattspynu undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum. Liðið kom saman á þriðjudaginn og æfa einu sinni á dag fram að leik. Leikurinn er á laugardaginn á Laugardalsvelli og er ókeypis inn á völlinn.